Innlent

Gaddakylfan veitt í Iðnó í dag

Höfundi bestu glæpasögu ársins verður veitt Gaddakylfan í Iðnó í dag milli klukkan fimm og sjö. Þrjár sögur hafa verið valdar í ár en mikil leynd hvílir yfir hverjir höfundar þeirra eru en það mun koma í ljós í kvöld. Allar verðlaunasögurnar ásamt fimm öðrum hafa verið settar saman í bók sem heitir Morð og mun bókin fylgja með júlíhefti Mannlífs og eins verður bókinni dreift á verðlaunaafhendingunni. Gaddakylfan hefur verið veitt þrisvar áður og bárust fjölmargar sögur í keppnina í ár, bæði eftir landsþekkta höfunda sem og óþekkta.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×