Innlent

Verið er að draga fiskibátinn í land

Björgunarskipið Oddur V. Gísalson frá Grindavík er að draga lítinn fiskibát, með tvo menn um borð, sem var á reki djúpt út af Reykjanesi. Vélin í fiskibátnum bilaði í nótt og tókst skipverjum ekki að lagfæra hana. Gott veður var á svæðinu í nótt, en fer nú versnandi eins og spáð var. Heimferðin sækist því hægar en ella, en björgunarmenn vonast þó til þess að verða komnir með bátinn til Sandgerðis upp úr klukkan tvö í dag.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×