Innlent

Hagvöxtur og mörg ný störf

Heimsmeistaramótið í knattspyrnu hefur aukið hagvöxt í Þýskalandi um 0,3 prósent og hafa meira en fimmtíu þúsund ný störf orðið til vegna mótsins. Búist er við að um helmingur þeirra verði áfram til staðar eftir að mótinu lýkur. Því lauk í fyrradag með sigri Ítala á Frökkum.

Auk þess hefur ferðamannaiðnaðurinn í Þýskalandi tekið kipp vegna mótsins, en tvær milljónir erlendra ferðamanna hafa komið til landsins undanfarinn mánuð. Erfitt er að meta góðar minningar þeirra til fjár, en ljóst er að þær koma efnahag Þjóðverja til góða um ókomin ár.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×