Útflutningur fjórtánfaldast 13. október 2005 14:44 Útflutningur hugbúnaðar og tölvuþjónustu hefur nær fjórtánfaldast á tíu árum. Upplýsingatækniútflutningur nam árið 1994 268 milljónum króna, en nam á síðasta ári rúmlega 3,7 milljörðum króna og hafði þá aukist um 9,5 prósent frá fyrra ári. Í úttekt Seðlabanka Íslands kemur fram að fyrirtæki sem hafa hugbúnaðargerð og ráðgjöf sem aðalatvinnugrein hafi staðið undir 85 prósentum af útflutningnum og að útflutningur þeirra hafi aukist um 23 prósent frá árinu 2002. "Útflutningur fyrirtækja í öðrum atvinnugreinum á hugbúnaði og tölvuþjónustu dróst hins vegar saman," segir í skýrslu bankans sem kom út í sumar. Fram kemur að viðskipti með hugbúnað og þjónustu tengda honum hafa vaxið hratt á undanförnum árum og að stærsta markaðssvæði íslensks hugbúnaðar sé Evrópa, en hlutdeild Evrópu er sögð hafa vaxið á kostnað Bandaríkjanna undanfarin ár. "Á milli áranna 2002 og 2003 jókst útflutningur hugbúnaðar til Evrópu um tæpar 400 milljónir króna reiknað á föstu gengi á meðan útflutningur til Bandaríkjanna dróst saman um 66 milljónir króna. Hlutur Evrópu var orðinn rúmlega 69 prósent alls hugbúnaðarútflutnings í fyrra," segir í skýrslu Seðlabankans. Frosti Bergsson, stjórnarformaður Opinna kerfa group, segir að merki séu um sígandi lukku í upplýsingatæknigeiranum. "Almennt má segja að markaðurinn hafi verið að taka við sér, ekki snögglega, heldur höfum við bara verið að sjá jákvæða þróun. Við höfum farið í gegnum samdrátt og svo verið að síga upp á við aftur," segir hann. Frosti bendir á að fyrirtækjum hafi fækkað í greininni og að undanfarið hafi aukist fjárfestingar sem lífgi við markaðinn. "Bankar og fjármálastofnanir fóru fyrst af stað með fjárfestingar og svo símafélögin líka sem héldu dálítið að sér höndum eftir að netbólan sprakk. Þau þurftu aðeins að taka til í sínum ranni eftir. Svo var líka bara komin þörf á endurnýjun hjá almennum heimilum og fyrirtækjum," bætir hann við. Fréttir Innlent Tækni Mest lesið Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent „Við vitum að áföllin munu koma“ Innlent Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Innlent Fleiri fréttir „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Sjá meira
Útflutningur hugbúnaðar og tölvuþjónustu hefur nær fjórtánfaldast á tíu árum. Upplýsingatækniútflutningur nam árið 1994 268 milljónum króna, en nam á síðasta ári rúmlega 3,7 milljörðum króna og hafði þá aukist um 9,5 prósent frá fyrra ári. Í úttekt Seðlabanka Íslands kemur fram að fyrirtæki sem hafa hugbúnaðargerð og ráðgjöf sem aðalatvinnugrein hafi staðið undir 85 prósentum af útflutningnum og að útflutningur þeirra hafi aukist um 23 prósent frá árinu 2002. "Útflutningur fyrirtækja í öðrum atvinnugreinum á hugbúnaði og tölvuþjónustu dróst hins vegar saman," segir í skýrslu bankans sem kom út í sumar. Fram kemur að viðskipti með hugbúnað og þjónustu tengda honum hafa vaxið hratt á undanförnum árum og að stærsta markaðssvæði íslensks hugbúnaðar sé Evrópa, en hlutdeild Evrópu er sögð hafa vaxið á kostnað Bandaríkjanna undanfarin ár. "Á milli áranna 2002 og 2003 jókst útflutningur hugbúnaðar til Evrópu um tæpar 400 milljónir króna reiknað á föstu gengi á meðan útflutningur til Bandaríkjanna dróst saman um 66 milljónir króna. Hlutur Evrópu var orðinn rúmlega 69 prósent alls hugbúnaðarútflutnings í fyrra," segir í skýrslu Seðlabankans. Frosti Bergsson, stjórnarformaður Opinna kerfa group, segir að merki séu um sígandi lukku í upplýsingatæknigeiranum. "Almennt má segja að markaðurinn hafi verið að taka við sér, ekki snögglega, heldur höfum við bara verið að sjá jákvæða þróun. Við höfum farið í gegnum samdrátt og svo verið að síga upp á við aftur," segir hann. Frosti bendir á að fyrirtækjum hafi fækkað í greininni og að undanfarið hafi aukist fjárfestingar sem lífgi við markaðinn. "Bankar og fjármálastofnanir fóru fyrst af stað með fjárfestingar og svo símafélögin líka sem héldu dálítið að sér höndum eftir að netbólan sprakk. Þau þurftu aðeins að taka til í sínum ranni eftir. Svo var líka bara komin þörf á endurnýjun hjá almennum heimilum og fyrirtækjum," bætir hann við.
Fréttir Innlent Tækni Mest lesið Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent „Við vitum að áföllin munu koma“ Innlent Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Innlent Fleiri fréttir „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Sjá meira