Bretar kalla íranska sendiherrann á teppið Kjartan Kjartansson skrifar 13. janúar 2020 12:44 Íranskir lögreglumenn fylgjast með hópi mótmælenda í Teheran á laugardag. Breski sendiherrann var sakaður um að taka þátt í mótmælum gegn stjórnvöldum fyrr um daginn. Vísir/AP Íranski sendiherrann í London hefur verið kallaður á teppið til breskra stjórnvalda til að gera grein fyrir því hvers vegna stjórnvöld í Teheran handtóku breska sendiherrann þar um helgina. Írönsk stjórnvöld eru sögð hafa látið skjóta á fólk sem mótmælti þeim í höfuðborginni. Rob Macaire, breski sendiherrann í Teheran, var handtekinn og honum haldið um tíma en írönsk stjórnvöld sökuðu hann um að taka þátt í mótmælum gegn þeim á laugardag. Því hefur Mcaire neitað. Mótmælin brutust út í kjölfar þess að írönsk stjórnvöld viðurkenndu að þau hefðu skotið niður úkraínska farþegaflugvél með 176 manns um borð fyrir mistök. Mótmælendur hafa krafist afsagnar æðstu embættismanna Írans. Talsmaður breska forsætisráðuneytisins segir að Íranir hafi brotið Vínarsáttmálann með handtöku sendiherrans og krafðist rannsóknar. Utanríkisráðuneytið hafi boðað íranska sendiherrann á fund í dag til að koma mótmælum breskra stjórnvalda á framfæri. Vitni segja að írönsk yfirvöld hafi skotið á mótmælendur til að dreifa mannfjölda á Frelsistorgi í Teheran. The Guardian segir að nokkrir hafi særst. Hossein Rahimi, lögreglustjóri í Teheran, neitaði því að fulltrúa hans hefðu skotið á fólkið. Lögregla hafi aftur á móti notað táragas. AP-fréttastofan segist hafa sannreynt myndbönd sem sýna mótmælendur flýja undan táragasi á torginu, konu sem virðist hafa verið skotin í legginn og blóðpolla á gangstétt. Áætlað er að um 300 manns hafi verið drepnir af öryggissveitum þegar mótmæli brutust út gegn stjórnvöld í nóvember. Bretland Íran Tengdar fréttir Mótmælum var fram haldið í Íran í dag Kallað er eftir afsögnum æðstu embættismanna ríkisins eftir að stjórnvöld í landinu viðurkenndu að úkraínska farþegaþotan hafi verið skotin niður fyrir mistök. 12. janúar 2020 20:00 Handtóku sendiherra Breta í Íran Macaire var í haldi íranskra yfirvalda í þrjá klukkutíma, að sögn breskra yfirvalda. Hann og aðrir starfsmenn sendiráðsins eru sagðir hafa yfirgefið athöfnina þegar mótmæli fóru að brjótast út. 12. janúar 2020 09:44 Mest lesið Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Innlent Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Erlent Fleiri fréttir Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Sjá meira
Íranski sendiherrann í London hefur verið kallaður á teppið til breskra stjórnvalda til að gera grein fyrir því hvers vegna stjórnvöld í Teheran handtóku breska sendiherrann þar um helgina. Írönsk stjórnvöld eru sögð hafa látið skjóta á fólk sem mótmælti þeim í höfuðborginni. Rob Macaire, breski sendiherrann í Teheran, var handtekinn og honum haldið um tíma en írönsk stjórnvöld sökuðu hann um að taka þátt í mótmælum gegn þeim á laugardag. Því hefur Mcaire neitað. Mótmælin brutust út í kjölfar þess að írönsk stjórnvöld viðurkenndu að þau hefðu skotið niður úkraínska farþegaflugvél með 176 manns um borð fyrir mistök. Mótmælendur hafa krafist afsagnar æðstu embættismanna Írans. Talsmaður breska forsætisráðuneytisins segir að Íranir hafi brotið Vínarsáttmálann með handtöku sendiherrans og krafðist rannsóknar. Utanríkisráðuneytið hafi boðað íranska sendiherrann á fund í dag til að koma mótmælum breskra stjórnvalda á framfæri. Vitni segja að írönsk yfirvöld hafi skotið á mótmælendur til að dreifa mannfjölda á Frelsistorgi í Teheran. The Guardian segir að nokkrir hafi særst. Hossein Rahimi, lögreglustjóri í Teheran, neitaði því að fulltrúa hans hefðu skotið á fólkið. Lögregla hafi aftur á móti notað táragas. AP-fréttastofan segist hafa sannreynt myndbönd sem sýna mótmælendur flýja undan táragasi á torginu, konu sem virðist hafa verið skotin í legginn og blóðpolla á gangstétt. Áætlað er að um 300 manns hafi verið drepnir af öryggissveitum þegar mótmæli brutust út gegn stjórnvöld í nóvember.
Bretland Íran Tengdar fréttir Mótmælum var fram haldið í Íran í dag Kallað er eftir afsögnum æðstu embættismanna ríkisins eftir að stjórnvöld í landinu viðurkenndu að úkraínska farþegaþotan hafi verið skotin niður fyrir mistök. 12. janúar 2020 20:00 Handtóku sendiherra Breta í Íran Macaire var í haldi íranskra yfirvalda í þrjá klukkutíma, að sögn breskra yfirvalda. Hann og aðrir starfsmenn sendiráðsins eru sagðir hafa yfirgefið athöfnina þegar mótmæli fóru að brjótast út. 12. janúar 2020 09:44 Mest lesið Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Innlent Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Erlent Fleiri fréttir Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Sjá meira
Mótmælum var fram haldið í Íran í dag Kallað er eftir afsögnum æðstu embættismanna ríkisins eftir að stjórnvöld í landinu viðurkenndu að úkraínska farþegaþotan hafi verið skotin niður fyrir mistök. 12. janúar 2020 20:00
Handtóku sendiherra Breta í Íran Macaire var í haldi íranskra yfirvalda í þrjá klukkutíma, að sögn breskra yfirvalda. Hann og aðrir starfsmenn sendiráðsins eru sagðir hafa yfirgefið athöfnina þegar mótmæli fóru að brjótast út. 12. janúar 2020 09:44