Fetaði í fótspor pabba og afa og setti nýtt met Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. mars 2018 10:00 Marcos Alonso í leiknum í gær. Vísir/Getty Chelsea leikmaðurinn Marcos Alonso skrifaði nýjan kafla í sögu spænska landsliðsins í fyrrakvöld þegar Spánn vann 6-1 stórsigur á Argentínu í Madrid. Marcos Alonso kom inná sem varmaður á 79. mínútu leiksins og lék sinn fyrsta A-landsleik fyrir Spán. Hann hafði spilað þrjá leiki fyrir 19 ára landsliðið fyrir níu árum síðan en nú kom fyrsti A-landsleikurinn loksins þegar hann er orðinn 27 ára. Það verður þó að taka það fram að það er allt annað en auðvelt að komast í þetta frábæra spænska landslið en flott frammistaða Marcos Alonso með Chelsea síðustu tvö tímabil kom honum loksins í spænska landsliðsbúninginn. Marcos Alonso setti nýtt met með þessari innkomu í fyrrakvöld. Þetta er nefnilega í fyrsta sinn sem afi, faðir og sonur ná því að spila allir fyrir spænska landsliðið.Entra Marcos Alonso y de esta manera España tiene su primera saga Abuelo-Padre-Hijo de internacionales: Marcos Alonso Imaz "Marquitos", Marcos Alonso Peña y Marcos Alonso Mendoza. — MisterChip (Alexis) (@2010MisterChip) March 27, 2018 Afi Marcos Alonso hét Marcos „Marquitos“ Alonso Imaz og var framherji hjá Real Madrid. Hann lék sinn fyrsta landsleik 1955 en landsleikirnir urðu á endanum bara tveir. Faðir Marcos Alonso hét Marcos Alonso Pena og spilaði sem vængmaður. Hann lék sinn fyrsta landsleik árið 1981 og endaði með því að spila 22 landsleiki. Hann spilaði bæði fyrir Barcelona og Atlético Madrid á sínum ferli. Marsmánuður var góður mánuður fyrir þá alla. Marcos Alonso spilaði sinn fyrsta landsleik 27. mars 2018, Marcos Alonso Pena lék sinn fyrsta A-landsleik 25. mars 1981 og Marcos „Marquitos“ Alonso Imaz lék sinn fyrsta landsleik fyrir Spán 17. mars 1955. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti „Saga sem verður sögð síðar“ Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Fótbolti Dagskráin í dag: Strákarnir okkar í París, lærisveinar Heimis og England í Serbíu Sport Fleiri fréttir Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Sjá meira
Chelsea leikmaðurinn Marcos Alonso skrifaði nýjan kafla í sögu spænska landsliðsins í fyrrakvöld þegar Spánn vann 6-1 stórsigur á Argentínu í Madrid. Marcos Alonso kom inná sem varmaður á 79. mínútu leiksins og lék sinn fyrsta A-landsleik fyrir Spán. Hann hafði spilað þrjá leiki fyrir 19 ára landsliðið fyrir níu árum síðan en nú kom fyrsti A-landsleikurinn loksins þegar hann er orðinn 27 ára. Það verður þó að taka það fram að það er allt annað en auðvelt að komast í þetta frábæra spænska landslið en flott frammistaða Marcos Alonso með Chelsea síðustu tvö tímabil kom honum loksins í spænska landsliðsbúninginn. Marcos Alonso setti nýtt met með þessari innkomu í fyrrakvöld. Þetta er nefnilega í fyrsta sinn sem afi, faðir og sonur ná því að spila allir fyrir spænska landsliðið.Entra Marcos Alonso y de esta manera España tiene su primera saga Abuelo-Padre-Hijo de internacionales: Marcos Alonso Imaz "Marquitos", Marcos Alonso Peña y Marcos Alonso Mendoza. — MisterChip (Alexis) (@2010MisterChip) March 27, 2018 Afi Marcos Alonso hét Marcos „Marquitos“ Alonso Imaz og var framherji hjá Real Madrid. Hann lék sinn fyrsta landsleik 1955 en landsleikirnir urðu á endanum bara tveir. Faðir Marcos Alonso hét Marcos Alonso Pena og spilaði sem vængmaður. Hann lék sinn fyrsta landsleik árið 1981 og endaði með því að spila 22 landsleiki. Hann spilaði bæði fyrir Barcelona og Atlético Madrid á sínum ferli. Marsmánuður var góður mánuður fyrir þá alla. Marcos Alonso spilaði sinn fyrsta landsleik 27. mars 2018, Marcos Alonso Pena lék sinn fyrsta A-landsleik 25. mars 1981 og Marcos „Marquitos“ Alonso Imaz lék sinn fyrsta landsleik fyrir Spán 17. mars 1955.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti „Saga sem verður sögð síðar“ Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Fótbolti Dagskráin í dag: Strákarnir okkar í París, lærisveinar Heimis og England í Serbíu Sport Fleiri fréttir Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Sjá meira