Byssumaður myrðir ferðamann í Jórdaníu 4. september 2006 22:45 Lögreglumenn við hringleikahúsið eftir morðárásina. MYND/AP Erlendir ferðamenn í Jórdaníu eru felmtri slegnir eftir að byssumaður varð einum ferðamanni að bana og særði fimm þegar skotið var á hóp ferðalanga í höfuðborginni, Amman í dag. Árásamaðurinn var þegar handtekinn en hann lét til skarar skríða fyrir utan hringleikahús sem ferðamenn sækja í hópum á sumri hverju. Ferðamaðurinn sem féll fyrir hendi morðingjans var Breskur. Tvær breskar konur særðust í árás byssumannsins auk Hollendings, ástralskrar konu og annarrar konur frá Nýja Sjálandi. Maðurinn hleypti af byssu sinni um miðjan dag þar sem ferðamenn voru samankomnir í stórum hóp að skoða hringleikahúsið sem er sagt frá tímu Rómarveldis og stendur í miðborg Ammans. Vitni segja ekki hægt að fullyrða að hann hafi verið íraskur þó hreimur hans hafi bent til þess. Hann mun hafa kallað upp fyrir sig að guð væri voldugur og síðan skotið á mannfjöldann fimmtán skotum. Hann mun hafa notað þrjú skothylki til þess og síðan reynt að flýja af vettvangi. Lögregla umkringdi hann hins vegar og tók höndum. Árásarmaðurinn er á fertugsaldir. Yfirvöld segja ekkert benda til þess að árásin hafi verið þaulskipulögð en hún sé álitin hryðjuverk þar til annað komi í ljós. Ashleig Blair, ástralska konan sem særðist í árásinni, segist hafa gengið upp tröpur í hringleikahúsinu þegar maðurinn hafi komið aftan að hópnum og byrjað að hleypa af byssu sinni. Hún muni einungis eftir því að hafa séð vin sinn hníga niður en í sömu andrá hafi verslunareigandi kallað hana og hluta hópsins inn í búð sína þar sem þau hafi heyrt skothríðina. Fjölmargar árásir hafa verið gerðar á ferðamenn í Jórdaníu síðustu misserin en stjórnvöld þar í landi eru dyggir bandamenn bandarískra stjórnvalda. Erlent Fréttir Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Fleiri fréttir Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Sjá meira
Erlendir ferðamenn í Jórdaníu eru felmtri slegnir eftir að byssumaður varð einum ferðamanni að bana og særði fimm þegar skotið var á hóp ferðalanga í höfuðborginni, Amman í dag. Árásamaðurinn var þegar handtekinn en hann lét til skarar skríða fyrir utan hringleikahús sem ferðamenn sækja í hópum á sumri hverju. Ferðamaðurinn sem féll fyrir hendi morðingjans var Breskur. Tvær breskar konur særðust í árás byssumannsins auk Hollendings, ástralskrar konu og annarrar konur frá Nýja Sjálandi. Maðurinn hleypti af byssu sinni um miðjan dag þar sem ferðamenn voru samankomnir í stórum hóp að skoða hringleikahúsið sem er sagt frá tímu Rómarveldis og stendur í miðborg Ammans. Vitni segja ekki hægt að fullyrða að hann hafi verið íraskur þó hreimur hans hafi bent til þess. Hann mun hafa kallað upp fyrir sig að guð væri voldugur og síðan skotið á mannfjöldann fimmtán skotum. Hann mun hafa notað þrjú skothylki til þess og síðan reynt að flýja af vettvangi. Lögregla umkringdi hann hins vegar og tók höndum. Árásarmaðurinn er á fertugsaldir. Yfirvöld segja ekkert benda til þess að árásin hafi verið þaulskipulögð en hún sé álitin hryðjuverk þar til annað komi í ljós. Ashleig Blair, ástralska konan sem særðist í árásinni, segist hafa gengið upp tröpur í hringleikahúsinu þegar maðurinn hafi komið aftan að hópnum og byrjað að hleypa af byssu sinni. Hún muni einungis eftir því að hafa séð vin sinn hníga niður en í sömu andrá hafi verslunareigandi kallað hana og hluta hópsins inn í búð sína þar sem þau hafi heyrt skothríðina. Fjölmargar árásir hafa verið gerðar á ferðamenn í Jórdaníu síðustu misserin en stjórnvöld þar í landi eru dyggir bandamenn bandarískra stjórnvalda.
Erlent Fréttir Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Fleiri fréttir Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Sjá meira