Erlent

Hleranir NSA brjóta í bága við stjórnarskrá

Höfuðstöðvar Þjóðaröryggisstofnunar Bandaríkjanna.
Höfuðstöðvar Þjóðaröryggisstofnunar Bandaríkjanna.
Dómari við alríkisdómstól í Washington komst að þeirri niðurstöðu í dag að stórfelldar símahleranir NSA, Þjóðaröryggisstofnunar Bandaríkjanna, á milljónum bandarískra ríkisborgara brjóti að öllum líkindum í bága við stjórnarskrá landsins.

Dómarinn, Richard J. Leon, komst að þessari niðurstöðu eftir að aktívistinn og stofnandi Freedom Watch, Larry Klayman, höfðaði mál vegna hlerananna. Leon frestaði ákvörðun í málinu en sagði að hleranirnar væru að öllum líkindum ólöglegar og brytu í bága við stjórnarskrá.

Upp komst um hleranir NSA eftir að uppljóstrarinn Edward Snowden lak upplýsingum til fjölmiðla, en hann starfaði áður sem sérfræðingur hjá stofnuninni.

Frétt Washington Postog Huffington Post.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×