Innlent

Íslendingar áfram bílóðir og greiðslukortavelta eykst

Tæplega 4900 nýir bílar voru skráðir hér á landi á fyrstu þremur mánuðum ársins og er það nærri 15 prósenta aukning frá sama tímabili í fyrra. Þetta sýna nýir Hagvísar Hagstofunnar.

Þegar horft er til síðustu tólf mánaða hafa rúmlega 23.200 bílar verið nýskráðir hér á landi en það er nærri 15 prósenta aukning frá fyrra tólf mánaða tímabili. Það virðist því engin samdráttur í þessum hluta þjóðfélagsins.

Tölur Hagstofunnar sýna enn fremur að innlend greiðslukortavelt jókst um 7,6 prósent í janúar og febrúar í ár miðað við sama tímabil í fyrra. Þar kemur einnig fram að kreditkortavelta heimilanna var rúmum 12 prósentum meiri í janúar og febrúar í ár en á sama tíma í fyrra. Debetkortavelta jókst hins vegar um 2,4 prósent á sama tíma.

Þá jókst kreditkortavelta Íslendinga erlendis um rúman fimmtung á fyrstu tveimur mánuðum ársins. Erlend greiðslukortavelta hérlendis dróst hins vegar saman um rúm 17 prósent á mánuðum tveimur miðað við sama tíma í fyrra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×