Catalína Ncogo: Áverkar tilheyra vændi Erla Hlynsdóttir skrifar 17. nóvember 2010 09:03 Sölumaður fasteigna sem var dæmdur nýtur nafnleyndar samkvæmt ákvörðun dómara Mynd úr safni AFP Íslenskur sölumaður fasteigna var sýknaður af ákæru um kaup á vændi þrátt fyrir að vændiskona sem starfaði í sama vændishúsi hafi í dómssal borið vitni um að maðurinn hafi veitt samstarfskonu hennar áverka og að hún hafi séð manninn greiða fyrir vændi. Stúlkan sem maðurinn keypti aðgang að var farin úr landi þegar málið rataði fyrir dómsstóla og því enginn sem gat vitnað um það „beint" að hann hafi keypt vændi, eins og það er orðað í dómnum. Catalina Ncogo, miðbaugsmaddamman svokallaða, rak vændishúsið en hún afplánar nú dóm vegna milligöngu um vændi. Vændiskonan sem bar vitni sagðist vel muna eftir manninum, sem síðar var sýknaður, og sagðist hafa séð hann greiða annarri konu fimmtán þúsund krónur fyrir vændi, auk þess sem hún sá hann fara inn í herbergi með tveimur vændiskonum. „Hún kvaðst helst muna eftir ákærða í sambandi við áverka sem hann hafi veitt lagskonu sinni og hafi verið kvartað undan því við konuna, sem rak húsið, en hún svarað því til að stúlkan yrði að taka því, vændið væri svona," segir í dómi. Eftir því sem fréttastofa kemst næst er þetta viðhorf einkennandi fyrir Catalínu sem rak mjög umfangsmikla vændisstarfsemi hér á landi um nokkurt skeið. Maðurinn játaði að hafa komið í vændishúsið ásamt félaga sínum, öðrum sölumanni fasteigna, en það hefði aðeins verið til að ræða fasteignaviðskipti. Eins og Vísir hefur greint frá var félaginn dæmdur fyrir vændiskaup þar eð vændiskonan sem sá keypti aðgang að var enn á landinu þegar málið var dómtekið og gat því borið vitni. Báðir mennirnir neituðu ávallt sök en vændiskonan vottaði að þeir hefðu alltaf komið saman. Fyrir dómi kom fram að mennirnir nutu sérstakra afsláttarkjara vegna þess að þeir voru að aðstoða Catalínu að finna annað húsnæði fyrir vændisstarfsemina. Arngrímur Ísberg héraðsdómari kvað upp báða dómana, yfir sölumanninum sem var sakfelldur og yfir sölumanninum sem var sýknaður. Hann ákvað sömuleiðis að þeir menn sem sakfelldir væru fyrir kaup á vændi skyldu njóta nafnleyndar. Vefritið Pressan hefur greint frá því að fyrrverandi lögreglumaður er einn hinna sakfelldu. Tengdar fréttir Vændiskúnni segir vændinu hafa verið „otað að sér“ Tveir menn sem ákærðir voru fyrir vændiskaup fengu gjörólíka dóma þrátt fyrir að ljóst liggi fyrir að þeir fóru saman í vændishúsið. Annar maðurinn var sakfelldur en hinn var sýknaður þar sem konan sem sá síðarnefndi borgaði fyrir vændi var farin af landi brott og bar því ekki vitni. Samstarfskonur hennar vottuðu hins vegar að maðurinn hefði komið í vændishúsið og keypt vændi, þó ekki af þeim. Svo virðist sem mennirnir hafi verið að leita að hentugu húsnæði fyrir húsráðanda til að flytja vændisstarfsemina í. 15. nóvember 2010 15:00 Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Fjórir særðir eftir árás við bænahús gyðinga í Manchester Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Fleiri fréttir Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Sjá meira
Íslenskur sölumaður fasteigna var sýknaður af ákæru um kaup á vændi þrátt fyrir að vændiskona sem starfaði í sama vændishúsi hafi í dómssal borið vitni um að maðurinn hafi veitt samstarfskonu hennar áverka og að hún hafi séð manninn greiða fyrir vændi. Stúlkan sem maðurinn keypti aðgang að var farin úr landi þegar málið rataði fyrir dómsstóla og því enginn sem gat vitnað um það „beint" að hann hafi keypt vændi, eins og það er orðað í dómnum. Catalina Ncogo, miðbaugsmaddamman svokallaða, rak vændishúsið en hún afplánar nú dóm vegna milligöngu um vændi. Vændiskonan sem bar vitni sagðist vel muna eftir manninum, sem síðar var sýknaður, og sagðist hafa séð hann greiða annarri konu fimmtán þúsund krónur fyrir vændi, auk þess sem hún sá hann fara inn í herbergi með tveimur vændiskonum. „Hún kvaðst helst muna eftir ákærða í sambandi við áverka sem hann hafi veitt lagskonu sinni og hafi verið kvartað undan því við konuna, sem rak húsið, en hún svarað því til að stúlkan yrði að taka því, vændið væri svona," segir í dómi. Eftir því sem fréttastofa kemst næst er þetta viðhorf einkennandi fyrir Catalínu sem rak mjög umfangsmikla vændisstarfsemi hér á landi um nokkurt skeið. Maðurinn játaði að hafa komið í vændishúsið ásamt félaga sínum, öðrum sölumanni fasteigna, en það hefði aðeins verið til að ræða fasteignaviðskipti. Eins og Vísir hefur greint frá var félaginn dæmdur fyrir vændiskaup þar eð vændiskonan sem sá keypti aðgang að var enn á landinu þegar málið var dómtekið og gat því borið vitni. Báðir mennirnir neituðu ávallt sök en vændiskonan vottaði að þeir hefðu alltaf komið saman. Fyrir dómi kom fram að mennirnir nutu sérstakra afsláttarkjara vegna þess að þeir voru að aðstoða Catalínu að finna annað húsnæði fyrir vændisstarfsemina. Arngrímur Ísberg héraðsdómari kvað upp báða dómana, yfir sölumanninum sem var sakfelldur og yfir sölumanninum sem var sýknaður. Hann ákvað sömuleiðis að þeir menn sem sakfelldir væru fyrir kaup á vændi skyldu njóta nafnleyndar. Vefritið Pressan hefur greint frá því að fyrrverandi lögreglumaður er einn hinna sakfelldu.
Tengdar fréttir Vændiskúnni segir vændinu hafa verið „otað að sér“ Tveir menn sem ákærðir voru fyrir vændiskaup fengu gjörólíka dóma þrátt fyrir að ljóst liggi fyrir að þeir fóru saman í vændishúsið. Annar maðurinn var sakfelldur en hinn var sýknaður þar sem konan sem sá síðarnefndi borgaði fyrir vændi var farin af landi brott og bar því ekki vitni. Samstarfskonur hennar vottuðu hins vegar að maðurinn hefði komið í vændishúsið og keypt vændi, þó ekki af þeim. Svo virðist sem mennirnir hafi verið að leita að hentugu húsnæði fyrir húsráðanda til að flytja vændisstarfsemina í. 15. nóvember 2010 15:00 Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Fjórir særðir eftir árás við bænahús gyðinga í Manchester Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Fleiri fréttir Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Sjá meira
Vændiskúnni segir vændinu hafa verið „otað að sér“ Tveir menn sem ákærðir voru fyrir vændiskaup fengu gjörólíka dóma þrátt fyrir að ljóst liggi fyrir að þeir fóru saman í vændishúsið. Annar maðurinn var sakfelldur en hinn var sýknaður þar sem konan sem sá síðarnefndi borgaði fyrir vændi var farin af landi brott og bar því ekki vitni. Samstarfskonur hennar vottuðu hins vegar að maðurinn hefði komið í vændishúsið og keypt vændi, þó ekki af þeim. Svo virðist sem mennirnir hafi verið að leita að hentugu húsnæði fyrir húsráðanda til að flytja vændisstarfsemina í. 15. nóvember 2010 15:00