Catalína Ncogo: Áverkar tilheyra vændi Erla Hlynsdóttir skrifar 17. nóvember 2010 09:03 Sölumaður fasteigna sem var dæmdur nýtur nafnleyndar samkvæmt ákvörðun dómara Mynd úr safni AFP Íslenskur sölumaður fasteigna var sýknaður af ákæru um kaup á vændi þrátt fyrir að vændiskona sem starfaði í sama vændishúsi hafi í dómssal borið vitni um að maðurinn hafi veitt samstarfskonu hennar áverka og að hún hafi séð manninn greiða fyrir vændi. Stúlkan sem maðurinn keypti aðgang að var farin úr landi þegar málið rataði fyrir dómsstóla og því enginn sem gat vitnað um það „beint" að hann hafi keypt vændi, eins og það er orðað í dómnum. Catalina Ncogo, miðbaugsmaddamman svokallaða, rak vændishúsið en hún afplánar nú dóm vegna milligöngu um vændi. Vændiskonan sem bar vitni sagðist vel muna eftir manninum, sem síðar var sýknaður, og sagðist hafa séð hann greiða annarri konu fimmtán þúsund krónur fyrir vændi, auk þess sem hún sá hann fara inn í herbergi með tveimur vændiskonum. „Hún kvaðst helst muna eftir ákærða í sambandi við áverka sem hann hafi veitt lagskonu sinni og hafi verið kvartað undan því við konuna, sem rak húsið, en hún svarað því til að stúlkan yrði að taka því, vændið væri svona," segir í dómi. Eftir því sem fréttastofa kemst næst er þetta viðhorf einkennandi fyrir Catalínu sem rak mjög umfangsmikla vændisstarfsemi hér á landi um nokkurt skeið. Maðurinn játaði að hafa komið í vændishúsið ásamt félaga sínum, öðrum sölumanni fasteigna, en það hefði aðeins verið til að ræða fasteignaviðskipti. Eins og Vísir hefur greint frá var félaginn dæmdur fyrir vændiskaup þar eð vændiskonan sem sá keypti aðgang að var enn á landinu þegar málið var dómtekið og gat því borið vitni. Báðir mennirnir neituðu ávallt sök en vændiskonan vottaði að þeir hefðu alltaf komið saman. Fyrir dómi kom fram að mennirnir nutu sérstakra afsláttarkjara vegna þess að þeir voru að aðstoða Catalínu að finna annað húsnæði fyrir vændisstarfsemina. Arngrímur Ísberg héraðsdómari kvað upp báða dómana, yfir sölumanninum sem var sakfelldur og yfir sölumanninum sem var sýknaður. Hann ákvað sömuleiðis að þeir menn sem sakfelldir væru fyrir kaup á vændi skyldu njóta nafnleyndar. Vefritið Pressan hefur greint frá því að fyrrverandi lögreglumaður er einn hinna sakfelldu. Tengdar fréttir Vændiskúnni segir vændinu hafa verið „otað að sér“ Tveir menn sem ákærðir voru fyrir vændiskaup fengu gjörólíka dóma þrátt fyrir að ljóst liggi fyrir að þeir fóru saman í vændishúsið. Annar maðurinn var sakfelldur en hinn var sýknaður þar sem konan sem sá síðarnefndi borgaði fyrir vændi var farin af landi brott og bar því ekki vitni. Samstarfskonur hennar vottuðu hins vegar að maðurinn hefði komið í vændishúsið og keypt vændi, þó ekki af þeim. Svo virðist sem mennirnir hafi verið að leita að hentugu húsnæði fyrir húsráðanda til að flytja vændisstarfsemina í. 15. nóvember 2010 15:00 Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn Innlent Fleiri fréttir Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Sjá meira
Íslenskur sölumaður fasteigna var sýknaður af ákæru um kaup á vændi þrátt fyrir að vændiskona sem starfaði í sama vændishúsi hafi í dómssal borið vitni um að maðurinn hafi veitt samstarfskonu hennar áverka og að hún hafi séð manninn greiða fyrir vændi. Stúlkan sem maðurinn keypti aðgang að var farin úr landi þegar málið rataði fyrir dómsstóla og því enginn sem gat vitnað um það „beint" að hann hafi keypt vændi, eins og það er orðað í dómnum. Catalina Ncogo, miðbaugsmaddamman svokallaða, rak vændishúsið en hún afplánar nú dóm vegna milligöngu um vændi. Vændiskonan sem bar vitni sagðist vel muna eftir manninum, sem síðar var sýknaður, og sagðist hafa séð hann greiða annarri konu fimmtán þúsund krónur fyrir vændi, auk þess sem hún sá hann fara inn í herbergi með tveimur vændiskonum. „Hún kvaðst helst muna eftir ákærða í sambandi við áverka sem hann hafi veitt lagskonu sinni og hafi verið kvartað undan því við konuna, sem rak húsið, en hún svarað því til að stúlkan yrði að taka því, vændið væri svona," segir í dómi. Eftir því sem fréttastofa kemst næst er þetta viðhorf einkennandi fyrir Catalínu sem rak mjög umfangsmikla vændisstarfsemi hér á landi um nokkurt skeið. Maðurinn játaði að hafa komið í vændishúsið ásamt félaga sínum, öðrum sölumanni fasteigna, en það hefði aðeins verið til að ræða fasteignaviðskipti. Eins og Vísir hefur greint frá var félaginn dæmdur fyrir vændiskaup þar eð vændiskonan sem sá keypti aðgang að var enn á landinu þegar málið var dómtekið og gat því borið vitni. Báðir mennirnir neituðu ávallt sök en vændiskonan vottaði að þeir hefðu alltaf komið saman. Fyrir dómi kom fram að mennirnir nutu sérstakra afsláttarkjara vegna þess að þeir voru að aðstoða Catalínu að finna annað húsnæði fyrir vændisstarfsemina. Arngrímur Ísberg héraðsdómari kvað upp báða dómana, yfir sölumanninum sem var sakfelldur og yfir sölumanninum sem var sýknaður. Hann ákvað sömuleiðis að þeir menn sem sakfelldir væru fyrir kaup á vændi skyldu njóta nafnleyndar. Vefritið Pressan hefur greint frá því að fyrrverandi lögreglumaður er einn hinna sakfelldu.
Tengdar fréttir Vændiskúnni segir vændinu hafa verið „otað að sér“ Tveir menn sem ákærðir voru fyrir vændiskaup fengu gjörólíka dóma þrátt fyrir að ljóst liggi fyrir að þeir fóru saman í vændishúsið. Annar maðurinn var sakfelldur en hinn var sýknaður þar sem konan sem sá síðarnefndi borgaði fyrir vændi var farin af landi brott og bar því ekki vitni. Samstarfskonur hennar vottuðu hins vegar að maðurinn hefði komið í vændishúsið og keypt vændi, þó ekki af þeim. Svo virðist sem mennirnir hafi verið að leita að hentugu húsnæði fyrir húsráðanda til að flytja vændisstarfsemina í. 15. nóvember 2010 15:00 Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn Innlent Fleiri fréttir Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Sjá meira
Vændiskúnni segir vændinu hafa verið „otað að sér“ Tveir menn sem ákærðir voru fyrir vændiskaup fengu gjörólíka dóma þrátt fyrir að ljóst liggi fyrir að þeir fóru saman í vændishúsið. Annar maðurinn var sakfelldur en hinn var sýknaður þar sem konan sem sá síðarnefndi borgaði fyrir vændi var farin af landi brott og bar því ekki vitni. Samstarfskonur hennar vottuðu hins vegar að maðurinn hefði komið í vændishúsið og keypt vændi, þó ekki af þeim. Svo virðist sem mennirnir hafi verið að leita að hentugu húsnæði fyrir húsráðanda til að flytja vændisstarfsemina í. 15. nóvember 2010 15:00