Catalína Ncogo: Áverkar tilheyra vændi Erla Hlynsdóttir skrifar 17. nóvember 2010 09:03 Sölumaður fasteigna sem var dæmdur nýtur nafnleyndar samkvæmt ákvörðun dómara Mynd úr safni AFP Íslenskur sölumaður fasteigna var sýknaður af ákæru um kaup á vændi þrátt fyrir að vændiskona sem starfaði í sama vændishúsi hafi í dómssal borið vitni um að maðurinn hafi veitt samstarfskonu hennar áverka og að hún hafi séð manninn greiða fyrir vændi. Stúlkan sem maðurinn keypti aðgang að var farin úr landi þegar málið rataði fyrir dómsstóla og því enginn sem gat vitnað um það „beint" að hann hafi keypt vændi, eins og það er orðað í dómnum. Catalina Ncogo, miðbaugsmaddamman svokallaða, rak vændishúsið en hún afplánar nú dóm vegna milligöngu um vændi. Vændiskonan sem bar vitni sagðist vel muna eftir manninum, sem síðar var sýknaður, og sagðist hafa séð hann greiða annarri konu fimmtán þúsund krónur fyrir vændi, auk þess sem hún sá hann fara inn í herbergi með tveimur vændiskonum. „Hún kvaðst helst muna eftir ákærða í sambandi við áverka sem hann hafi veitt lagskonu sinni og hafi verið kvartað undan því við konuna, sem rak húsið, en hún svarað því til að stúlkan yrði að taka því, vændið væri svona," segir í dómi. Eftir því sem fréttastofa kemst næst er þetta viðhorf einkennandi fyrir Catalínu sem rak mjög umfangsmikla vændisstarfsemi hér á landi um nokkurt skeið. Maðurinn játaði að hafa komið í vændishúsið ásamt félaga sínum, öðrum sölumanni fasteigna, en það hefði aðeins verið til að ræða fasteignaviðskipti. Eins og Vísir hefur greint frá var félaginn dæmdur fyrir vændiskaup þar eð vændiskonan sem sá keypti aðgang að var enn á landinu þegar málið var dómtekið og gat því borið vitni. Báðir mennirnir neituðu ávallt sök en vændiskonan vottaði að þeir hefðu alltaf komið saman. Fyrir dómi kom fram að mennirnir nutu sérstakra afsláttarkjara vegna þess að þeir voru að aðstoða Catalínu að finna annað húsnæði fyrir vændisstarfsemina. Arngrímur Ísberg héraðsdómari kvað upp báða dómana, yfir sölumanninum sem var sakfelldur og yfir sölumanninum sem var sýknaður. Hann ákvað sömuleiðis að þeir menn sem sakfelldir væru fyrir kaup á vændi skyldu njóta nafnleyndar. Vefritið Pressan hefur greint frá því að fyrrverandi lögreglumaður er einn hinna sakfelldu. Tengdar fréttir Vændiskúnni segir vændinu hafa verið „otað að sér“ Tveir menn sem ákærðir voru fyrir vændiskaup fengu gjörólíka dóma þrátt fyrir að ljóst liggi fyrir að þeir fóru saman í vændishúsið. Annar maðurinn var sakfelldur en hinn var sýknaður þar sem konan sem sá síðarnefndi borgaði fyrir vændi var farin af landi brott og bar því ekki vitni. Samstarfskonur hennar vottuðu hins vegar að maðurinn hefði komið í vændishúsið og keypt vændi, þó ekki af þeim. Svo virðist sem mennirnir hafi verið að leita að hentugu húsnæði fyrir húsráðanda til að flytja vændisstarfsemina í. 15. nóvember 2010 15:00 Mest lesið Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Innlent Fleiri fréttir Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Sjá meira
Íslenskur sölumaður fasteigna var sýknaður af ákæru um kaup á vændi þrátt fyrir að vændiskona sem starfaði í sama vændishúsi hafi í dómssal borið vitni um að maðurinn hafi veitt samstarfskonu hennar áverka og að hún hafi séð manninn greiða fyrir vændi. Stúlkan sem maðurinn keypti aðgang að var farin úr landi þegar málið rataði fyrir dómsstóla og því enginn sem gat vitnað um það „beint" að hann hafi keypt vændi, eins og það er orðað í dómnum. Catalina Ncogo, miðbaugsmaddamman svokallaða, rak vændishúsið en hún afplánar nú dóm vegna milligöngu um vændi. Vændiskonan sem bar vitni sagðist vel muna eftir manninum, sem síðar var sýknaður, og sagðist hafa séð hann greiða annarri konu fimmtán þúsund krónur fyrir vændi, auk þess sem hún sá hann fara inn í herbergi með tveimur vændiskonum. „Hún kvaðst helst muna eftir ákærða í sambandi við áverka sem hann hafi veitt lagskonu sinni og hafi verið kvartað undan því við konuna, sem rak húsið, en hún svarað því til að stúlkan yrði að taka því, vændið væri svona," segir í dómi. Eftir því sem fréttastofa kemst næst er þetta viðhorf einkennandi fyrir Catalínu sem rak mjög umfangsmikla vændisstarfsemi hér á landi um nokkurt skeið. Maðurinn játaði að hafa komið í vændishúsið ásamt félaga sínum, öðrum sölumanni fasteigna, en það hefði aðeins verið til að ræða fasteignaviðskipti. Eins og Vísir hefur greint frá var félaginn dæmdur fyrir vændiskaup þar eð vændiskonan sem sá keypti aðgang að var enn á landinu þegar málið var dómtekið og gat því borið vitni. Báðir mennirnir neituðu ávallt sök en vændiskonan vottaði að þeir hefðu alltaf komið saman. Fyrir dómi kom fram að mennirnir nutu sérstakra afsláttarkjara vegna þess að þeir voru að aðstoða Catalínu að finna annað húsnæði fyrir vændisstarfsemina. Arngrímur Ísberg héraðsdómari kvað upp báða dómana, yfir sölumanninum sem var sakfelldur og yfir sölumanninum sem var sýknaður. Hann ákvað sömuleiðis að þeir menn sem sakfelldir væru fyrir kaup á vændi skyldu njóta nafnleyndar. Vefritið Pressan hefur greint frá því að fyrrverandi lögreglumaður er einn hinna sakfelldu.
Tengdar fréttir Vændiskúnni segir vændinu hafa verið „otað að sér“ Tveir menn sem ákærðir voru fyrir vændiskaup fengu gjörólíka dóma þrátt fyrir að ljóst liggi fyrir að þeir fóru saman í vændishúsið. Annar maðurinn var sakfelldur en hinn var sýknaður þar sem konan sem sá síðarnefndi borgaði fyrir vændi var farin af landi brott og bar því ekki vitni. Samstarfskonur hennar vottuðu hins vegar að maðurinn hefði komið í vændishúsið og keypt vændi, þó ekki af þeim. Svo virðist sem mennirnir hafi verið að leita að hentugu húsnæði fyrir húsráðanda til að flytja vændisstarfsemina í. 15. nóvember 2010 15:00 Mest lesið Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Innlent Fleiri fréttir Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Sjá meira
Vændiskúnni segir vændinu hafa verið „otað að sér“ Tveir menn sem ákærðir voru fyrir vændiskaup fengu gjörólíka dóma þrátt fyrir að ljóst liggi fyrir að þeir fóru saman í vændishúsið. Annar maðurinn var sakfelldur en hinn var sýknaður þar sem konan sem sá síðarnefndi borgaði fyrir vændi var farin af landi brott og bar því ekki vitni. Samstarfskonur hennar vottuðu hins vegar að maðurinn hefði komið í vændishúsið og keypt vændi, þó ekki af þeim. Svo virðist sem mennirnir hafi verið að leita að hentugu húsnæði fyrir húsráðanda til að flytja vændisstarfsemina í. 15. nóvember 2010 15:00