Framsóknarmenn æfir út í Hallgrím Jakob Bjarnar skrifar 6. júní 2014 12:16 Guðfinna vandar Hallgrími ekki kveðjurnar og segir nýtt ljóð hans argasti dónaskapur. Guðfinnu Jóh. Guðmundsdóttur, nýjum borgarfulltrúa Framsóknarflokksins, er nóg boðið eftir að Hallgrímur Helgasonbirti ljóð á Herðubreið - og fordæmir kveðskapinn. „Mér er algerlega misboðið. ÉG átta mig ekki á því hvað á sér stað í höfðinu á fólki sem lætur svona,“ segir Guðfinna. Ekkert lát er á umræðunni um moskuútspil Framsóknarmanna í nýafstaðinni kosningabaráttu, um að draga beri lóðaúthlutun borgarinnar til Félags múslima á Íslandi til baka. Guðfinna var í viðtali í Bítinu í morgun og þar var hún spurð hvað henni sýndist um kveðskap Hallgríms. Ljóðið hefst á „Þremur árum eftir Breivik“ og seinna í ljóðinu segir: „vekur íslenskur stjórnmálaflokkur/upp andúð á Íslam/í von um atkvæði/í von um stól eða tvo/í borgarstjórn Reykjavíkur.“ Guðfinnu er nóg boðið: „Mér misbýður þessi umræða, hvernig þessari umræðu hefur verið snúið uppá okkur, sem aldrei nokkurn tíma höfum sagt styggðaryrði í þessa veru. Það er búið að taka þessari umræðu og snúa henni algjörlega á hvolf. Þetta snýst fyrst og fremst um skipulagsmál,“ segir Guðfinna: Skipulagsmál sem Samfylkingin hefur klúðrað. Hún segir að þetta snúist einfaldlega um að þessa tilteknu lóð eigi ekki að nota undir mosku, né kirkju ef því er að skipta. Guðfinna hefur látið þau orð falla að ekki eigi að nota lóð sem þessa undir mosku þegar húsnæðis- og lóðavandi Reykjavíkur er ærinn. Guðfinna fordæmir ljóð Hallgríms. „Hann er að snúa umræðunni, umræðunni sem bæði sjúkir einstaklingar og fólk sem þolir ekki Framsóknarflokkinn er búið að búa til núna síðustu daga, með allskonar útúrsnúningum og rasistaumræðu, og hann er að gera það með þessu ljóði, snúa þessu uppá Framsóknarflokkinn; að við séum búin að búa til hér andúð á Islam í þessu þjóðfélagi, sem fær engan veginn staðist! Og líkja þessu við þennan fjöldamorðingja... það er argasti dónaskapur.“ Vísir spurði Hallgrím hvort ekki væri nokkuð langt gengið að nefna Framsóknarflokkinn og Anders Breivik í sömu andrá? „Ég er ekki að líkja Framsóknarflokknum við Breivik. En óneitanlega koma þessi ódæðisverk hans uppí hugann. Og manni finnst það beinlínis ókurteisi við norsku þjóðina að fara að impra á þessu hérna. Að tiltölulega virðulegur stjórnmálaflokkur skuli taka þessi viðhorf upp og fara að impra á þeim – Islam-fóbíu hér á Íslandi, þremur árum eftir að þetta gerðist.“ Hallgrímur telur engan vafa á leika að þetta útspil Framsóknarflokksins viku fyrir kosningar hafi lítið með skipulagsmál að gera. „Nei, ég held að það sé nú bara útúrsnúningur. Þetta var greinileg tilraun til að afla atkvæða.“Enn emjar Framsókn... nú undan ljóði. http://t.co/wi7glt4m17— Hallgrímur Helgason (@HalgrimHelgason) June 6, 2014 Mest lesið Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Erlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Innlent Fleiri fréttir Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Sjá meira
Guðfinnu Jóh. Guðmundsdóttur, nýjum borgarfulltrúa Framsóknarflokksins, er nóg boðið eftir að Hallgrímur Helgasonbirti ljóð á Herðubreið - og fordæmir kveðskapinn. „Mér er algerlega misboðið. ÉG átta mig ekki á því hvað á sér stað í höfðinu á fólki sem lætur svona,“ segir Guðfinna. Ekkert lát er á umræðunni um moskuútspil Framsóknarmanna í nýafstaðinni kosningabaráttu, um að draga beri lóðaúthlutun borgarinnar til Félags múslima á Íslandi til baka. Guðfinna var í viðtali í Bítinu í morgun og þar var hún spurð hvað henni sýndist um kveðskap Hallgríms. Ljóðið hefst á „Þremur árum eftir Breivik“ og seinna í ljóðinu segir: „vekur íslenskur stjórnmálaflokkur/upp andúð á Íslam/í von um atkvæði/í von um stól eða tvo/í borgarstjórn Reykjavíkur.“ Guðfinnu er nóg boðið: „Mér misbýður þessi umræða, hvernig þessari umræðu hefur verið snúið uppá okkur, sem aldrei nokkurn tíma höfum sagt styggðaryrði í þessa veru. Það er búið að taka þessari umræðu og snúa henni algjörlega á hvolf. Þetta snýst fyrst og fremst um skipulagsmál,“ segir Guðfinna: Skipulagsmál sem Samfylkingin hefur klúðrað. Hún segir að þetta snúist einfaldlega um að þessa tilteknu lóð eigi ekki að nota undir mosku, né kirkju ef því er að skipta. Guðfinna hefur látið þau orð falla að ekki eigi að nota lóð sem þessa undir mosku þegar húsnæðis- og lóðavandi Reykjavíkur er ærinn. Guðfinna fordæmir ljóð Hallgríms. „Hann er að snúa umræðunni, umræðunni sem bæði sjúkir einstaklingar og fólk sem þolir ekki Framsóknarflokkinn er búið að búa til núna síðustu daga, með allskonar útúrsnúningum og rasistaumræðu, og hann er að gera það með þessu ljóði, snúa þessu uppá Framsóknarflokkinn; að við séum búin að búa til hér andúð á Islam í þessu þjóðfélagi, sem fær engan veginn staðist! Og líkja þessu við þennan fjöldamorðingja... það er argasti dónaskapur.“ Vísir spurði Hallgrím hvort ekki væri nokkuð langt gengið að nefna Framsóknarflokkinn og Anders Breivik í sömu andrá? „Ég er ekki að líkja Framsóknarflokknum við Breivik. En óneitanlega koma þessi ódæðisverk hans uppí hugann. Og manni finnst það beinlínis ókurteisi við norsku þjóðina að fara að impra á þessu hérna. Að tiltölulega virðulegur stjórnmálaflokkur skuli taka þessi viðhorf upp og fara að impra á þeim – Islam-fóbíu hér á Íslandi, þremur árum eftir að þetta gerðist.“ Hallgrímur telur engan vafa á leika að þetta útspil Framsóknarflokksins viku fyrir kosningar hafi lítið með skipulagsmál að gera. „Nei, ég held að það sé nú bara útúrsnúningur. Þetta var greinileg tilraun til að afla atkvæða.“Enn emjar Framsókn... nú undan ljóði. http://t.co/wi7glt4m17— Hallgrímur Helgason (@HalgrimHelgason) June 6, 2014
Mest lesið Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Erlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Innlent Fleiri fréttir Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Sjá meira