Skoðun

Borgin sem við viljum?

Guðfinna Jóh. Guðmundsdóttir og Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir skrifar
Nýtt aðalskipulag Reykjavíkur 2010-2030 var samþykkt í borgarstjórn 26. nóvember 2013. Þar kemur fram að markmið aðalskipulagsins sé að byggðar verði að meðaltali 700 íbúðir á ári á tímabilinu eða samtals um 14.500 íbúðir á skipulagstímanum. Í aðalskipulaginu er gert ráð fyrir að a.m.k. 90% allra nýrra íbúða á skipulagstímabilinu rísi innan núverandi þéttbýlismarka. Gegna þar þrjú svæði lykilhlutverki, þ.e. Vatnsmýrin, Miðborgin-Gamla höfnin og Elliðaárvogur. Á skipulagstímanum á að byggja 2.200 íbúðir á svæðinu Miðborgin-Gamla höfnin, 3.200 íbúðir í Elliðaárvogi og 3.600 íbúðir í Vatnsmýrinni, eru það samtals 9.000 íbúðir af þeim 14.500 sem aðalskipulagið gerir ráð fyrir að byggðar verði.

Verði óbreyttur meirihluti í Reykjavík eftir kosningar liggur ljóst fyrir að flugvöllurinn fer úr Vatnsmýrinni enda á fljótlega að hefja uppbyggingu þar, loka á neyðarbrautinni og fjarlægja Fluggarða. Ætlar núverandi meirihluti ekki að bíða með það til ársins 2022. Þá á að byggja þétt meðfram öllum hafnarbakkanum við gömlu höfnina, skerða útsýni borgarbúa og eyðileggja það yfirbragð sem gamli miðbærinn hefur yfir sér. Er þetta það sem við borgarbúar viljum?

Borgarbúar hafa það í valdi sínu 31. maí nk. að breyta þessu, því samþykkt aðalskipulag má taka upp af nýjum meirihluta.




Skoðun

Sjá meira


×