Innlent

Fíkniefnaakstur áberandi í nótt

Lögreglan á Suðurnesjum stöðvaði í nótt fimm ökumenn vegna gruns um akstur undir áhrifum fíkniefna. Af þeim voru tveir að auki kærðir fyrir ölvun við akstur. Það sem af er marsmánuði hafa 31 ökumaður verið kærðir á Suðurnesjum fyrir akstur undir áhrifum fíkniefna.

Þá var einn tekinn grunaður um fíkniefnaakstur á Akureyri í nótt. Að sögn lögreglunnar er þetta í þriðja skiptið sem sá hinn sami er tekinn fyrir slíkt brot og eru fyrri mál hans til meðferðar í réttarkerfinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×