Glæsilegt stjörnuskoðunarhús í einkagarði í Hornafirði Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 19. maí 2018 19:45 Eitt glæsilegasta stjörnuskoðunarhús landsins er staðsett í Hornafirði en inni í húsinu er stærsti stjörnusjónauki í einkaeigu á landinu. Það er Snævarr Guðmundsson, stjörnuáhugamaður sem byggði húsið og flutti sjónaukann til landsins. Stjörnuskoðunarhúsið er staðsett í garðinum við heimili Snævars í Hornafirði, glæsilegt hús sem hann byggði með hvolfþaki sem hann getur fært til eftir því hvert hann ætlar að beina stjörnukíkinum út í himinhvolfið. Stjörnusjónaukinn er engin smásmíði og með þeim allra fullkomnustu á landinu í einkaeigu. „Þessi sjónauki er með birtusöfnun upp á fjögur þúsund og fimm hundruð fallt mannsaugans ef það segir eitthvað. Ég get skoðað allt fyrir ofan sjóndeildarhring, allan hringinn, allt sem er að eiga sér stað. Það eina sem er þröskuldurinn er veðrið og auðvitað sumarið, en allan veturinn á meðan það er heiðríkja nýti ég þennan sjónauka,“ segir Snævarr. Hann segist aðallega skoða myrkvastjörnur sem eru afar þétt tvístirni sem sjást í stjörnusjónaukum sem ein stök stjarna.Stjörnuskoðunarhúsið hýsir stærsta stjörnusjónauka landsins sem er í einkaeigu.Vísir/Magnús HlynurEn er það eitthvað sérstakt og óvenjulegt sem Snævarr hefur séð í himingeimnum? „Fjarreikistjörnur, það er ótrúlegt að við getum séð eða numið merki frá fjarlægjum reikistjörnum. Það má ekki gleyma því að við erum fyrsta kynslóðin sem getur það. Allar þær kynslóðir sem gengnar eru á undan ræddu þetta, skyldu vera til reikistjörnur annars staðar en í sólkerfinu okkar en þær gátu aldrei sýnt fram á það. Það er auðvitað stórmerkilegt.“ Snævarr, sem er náttúrulandfræðingur hjá Náttúrustofu Suðausturlands, tekur ljósmyndir af stjörnunum og hefur haldið sérstakar stjörnuljósamyndlistasýningar á Höfn. En af hverju hefur hann svona mikinn áhuga á stjörnuskoðun? „Ef ég fæ áhuga á einhverju þá tek ég það á fullu vegna þess að ef maður vill ná árangri í einhverju þá verður maður á fókusa á það,“ segir Snævarr Guðmundsson, einn helsti stjörnuskoðunarmaður landsins. Mest lesið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið Biðin langa: Rúmt ár í herlegheitin Leikjavísir Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Aldrei verið eins einfalt að bóka tíma Lífið samstarf Fleiri fréttir Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Sjá meira
Eitt glæsilegasta stjörnuskoðunarhús landsins er staðsett í Hornafirði en inni í húsinu er stærsti stjörnusjónauki í einkaeigu á landinu. Það er Snævarr Guðmundsson, stjörnuáhugamaður sem byggði húsið og flutti sjónaukann til landsins. Stjörnuskoðunarhúsið er staðsett í garðinum við heimili Snævars í Hornafirði, glæsilegt hús sem hann byggði með hvolfþaki sem hann getur fært til eftir því hvert hann ætlar að beina stjörnukíkinum út í himinhvolfið. Stjörnusjónaukinn er engin smásmíði og með þeim allra fullkomnustu á landinu í einkaeigu. „Þessi sjónauki er með birtusöfnun upp á fjögur þúsund og fimm hundruð fallt mannsaugans ef það segir eitthvað. Ég get skoðað allt fyrir ofan sjóndeildarhring, allan hringinn, allt sem er að eiga sér stað. Það eina sem er þröskuldurinn er veðrið og auðvitað sumarið, en allan veturinn á meðan það er heiðríkja nýti ég þennan sjónauka,“ segir Snævarr. Hann segist aðallega skoða myrkvastjörnur sem eru afar þétt tvístirni sem sjást í stjörnusjónaukum sem ein stök stjarna.Stjörnuskoðunarhúsið hýsir stærsta stjörnusjónauka landsins sem er í einkaeigu.Vísir/Magnús HlynurEn er það eitthvað sérstakt og óvenjulegt sem Snævarr hefur séð í himingeimnum? „Fjarreikistjörnur, það er ótrúlegt að við getum séð eða numið merki frá fjarlægjum reikistjörnum. Það má ekki gleyma því að við erum fyrsta kynslóðin sem getur það. Allar þær kynslóðir sem gengnar eru á undan ræddu þetta, skyldu vera til reikistjörnur annars staðar en í sólkerfinu okkar en þær gátu aldrei sýnt fram á það. Það er auðvitað stórmerkilegt.“ Snævarr, sem er náttúrulandfræðingur hjá Náttúrustofu Suðausturlands, tekur ljósmyndir af stjörnunum og hefur haldið sérstakar stjörnuljósamyndlistasýningar á Höfn. En af hverju hefur hann svona mikinn áhuga á stjörnuskoðun? „Ef ég fæ áhuga á einhverju þá tek ég það á fullu vegna þess að ef maður vill ná árangri í einhverju þá verður maður á fókusa á það,“ segir Snævarr Guðmundsson, einn helsti stjörnuskoðunarmaður landsins.
Mest lesið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið Biðin langa: Rúmt ár í herlegheitin Leikjavísir Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Aldrei verið eins einfalt að bóka tíma Lífið samstarf Fleiri fréttir Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Sjá meira