Glæsilegt stjörnuskoðunarhús í einkagarði í Hornafirði Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 19. maí 2018 19:45 Eitt glæsilegasta stjörnuskoðunarhús landsins er staðsett í Hornafirði en inni í húsinu er stærsti stjörnusjónauki í einkaeigu á landinu. Það er Snævarr Guðmundsson, stjörnuáhugamaður sem byggði húsið og flutti sjónaukann til landsins. Stjörnuskoðunarhúsið er staðsett í garðinum við heimili Snævars í Hornafirði, glæsilegt hús sem hann byggði með hvolfþaki sem hann getur fært til eftir því hvert hann ætlar að beina stjörnukíkinum út í himinhvolfið. Stjörnusjónaukinn er engin smásmíði og með þeim allra fullkomnustu á landinu í einkaeigu. „Þessi sjónauki er með birtusöfnun upp á fjögur þúsund og fimm hundruð fallt mannsaugans ef það segir eitthvað. Ég get skoðað allt fyrir ofan sjóndeildarhring, allan hringinn, allt sem er að eiga sér stað. Það eina sem er þröskuldurinn er veðrið og auðvitað sumarið, en allan veturinn á meðan það er heiðríkja nýti ég þennan sjónauka,“ segir Snævarr. Hann segist aðallega skoða myrkvastjörnur sem eru afar þétt tvístirni sem sjást í stjörnusjónaukum sem ein stök stjarna.Stjörnuskoðunarhúsið hýsir stærsta stjörnusjónauka landsins sem er í einkaeigu.Vísir/Magnús HlynurEn er það eitthvað sérstakt og óvenjulegt sem Snævarr hefur séð í himingeimnum? „Fjarreikistjörnur, það er ótrúlegt að við getum séð eða numið merki frá fjarlægjum reikistjörnum. Það má ekki gleyma því að við erum fyrsta kynslóðin sem getur það. Allar þær kynslóðir sem gengnar eru á undan ræddu þetta, skyldu vera til reikistjörnur annars staðar en í sólkerfinu okkar en þær gátu aldrei sýnt fram á það. Það er auðvitað stórmerkilegt.“ Snævarr, sem er náttúrulandfræðingur hjá Náttúrustofu Suðausturlands, tekur ljósmyndir af stjörnunum og hefur haldið sérstakar stjörnuljósamyndlistasýningar á Höfn. En af hverju hefur hann svona mikinn áhuga á stjörnuskoðun? „Ef ég fæ áhuga á einhverju þá tek ég það á fullu vegna þess að ef maður vill ná árangri í einhverju þá verður maður á fókusa á það,“ segir Snævarr Guðmundsson, einn helsti stjörnuskoðunarmaður landsins. Mest lesið Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Lífið „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ Lífið Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2026 Bíó og sjónvarp Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Menning „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ Lífið Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng Lífið Svona heldur Rakel sér unglegri Lífið Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lífið „Þetta er ekki uppgjör á mínu uppeldi“ Tónlist Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Lífið Fleiri fréttir Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann Sjá meira
Eitt glæsilegasta stjörnuskoðunarhús landsins er staðsett í Hornafirði en inni í húsinu er stærsti stjörnusjónauki í einkaeigu á landinu. Það er Snævarr Guðmundsson, stjörnuáhugamaður sem byggði húsið og flutti sjónaukann til landsins. Stjörnuskoðunarhúsið er staðsett í garðinum við heimili Snævars í Hornafirði, glæsilegt hús sem hann byggði með hvolfþaki sem hann getur fært til eftir því hvert hann ætlar að beina stjörnukíkinum út í himinhvolfið. Stjörnusjónaukinn er engin smásmíði og með þeim allra fullkomnustu á landinu í einkaeigu. „Þessi sjónauki er með birtusöfnun upp á fjögur þúsund og fimm hundruð fallt mannsaugans ef það segir eitthvað. Ég get skoðað allt fyrir ofan sjóndeildarhring, allan hringinn, allt sem er að eiga sér stað. Það eina sem er þröskuldurinn er veðrið og auðvitað sumarið, en allan veturinn á meðan það er heiðríkja nýti ég þennan sjónauka,“ segir Snævarr. Hann segist aðallega skoða myrkvastjörnur sem eru afar þétt tvístirni sem sjást í stjörnusjónaukum sem ein stök stjarna.Stjörnuskoðunarhúsið hýsir stærsta stjörnusjónauka landsins sem er í einkaeigu.Vísir/Magnús HlynurEn er það eitthvað sérstakt og óvenjulegt sem Snævarr hefur séð í himingeimnum? „Fjarreikistjörnur, það er ótrúlegt að við getum séð eða numið merki frá fjarlægjum reikistjörnum. Það má ekki gleyma því að við erum fyrsta kynslóðin sem getur það. Allar þær kynslóðir sem gengnar eru á undan ræddu þetta, skyldu vera til reikistjörnur annars staðar en í sólkerfinu okkar en þær gátu aldrei sýnt fram á það. Það er auðvitað stórmerkilegt.“ Snævarr, sem er náttúrulandfræðingur hjá Náttúrustofu Suðausturlands, tekur ljósmyndir af stjörnunum og hefur haldið sérstakar stjörnuljósamyndlistasýningar á Höfn. En af hverju hefur hann svona mikinn áhuga á stjörnuskoðun? „Ef ég fæ áhuga á einhverju þá tek ég það á fullu vegna þess að ef maður vill ná árangri í einhverju þá verður maður á fókusa á það,“ segir Snævarr Guðmundsson, einn helsti stjörnuskoðunarmaður landsins.
Mest lesið Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Lífið „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ Lífið Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2026 Bíó og sjónvarp Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Menning „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ Lífið Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng Lífið Svona heldur Rakel sér unglegri Lífið Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lífið „Þetta er ekki uppgjör á mínu uppeldi“ Tónlist Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Lífið Fleiri fréttir Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann Sjá meira