Fjörutíu ár frá hamfaragosinu í St Helens Atli Ísleifsson skrifar 17. maí 2020 21:00 Gosið í St Helens var svokallað sprengigos og má því segja að fjallið hafi sprungið í loft upp þarna að morgni 18. maí 1980. Getty Fjörutíu ár eru á morgun liðin frá hamfaragosinu í St Helens fjalli í Washington-ríki í Bandaríkjunum. Öflugur skjálfti framkallaði þá mikið sprengigos, en skriður úr fjallinu og öskufall leiddi til gríðarlegrar eyðileggingar á umhverfi og eignum. Gosið er sömuleiðis það mannskæðasta í sögu Bandaríkjanna, en alls fórust 57 manns í hamförunum þennan dag, þar á meðal bóndinn Harry R. Truman sem hafði vakið mikla athygli í bandarískum fjölmiðlum eftir að hafa neitað að yfirgefa heimili sitt, þrátt fyrir aðsteðjandi hættu. Gosið í St Helens var svokallað sprengigos og má því segja að fjallið hafi sprungið í loft upp þarna að morgni 18. maí 1980. Kraftur sprengingarinnar jafnaðist á við fimm hundruð kjarnorkusprengjur og var sú stærsta sinnar tegundar í sögu Bandaríkjanna. Á fáeinum sekúndum lækkaði hæð fjallsins um einhverja 400 metra, í 2.549 metra. Fylgdust með fjallinu í nokkrar vikur Jarðvísindamenn urðu varir við aukna skjálftavirkni í og í kringum fjallið, sem er að finna um 150 kílómetrum suður af Seattle, þann 16. mars 1980. Eftir nokkuð stöðuga skjálftavirkni hófust svo eldsumbrot þann 27. mars þegar um 75 metra breiður gígur opnaðist á toppi fjallsins og ösku spúði út í andrúmsloftið. Bárust fréttir um ösku á jörð í allt að 500 kílómetra fjarlægð frá fjallinu. Fulltrúar yfirvalda gerðu sér grein fyrir því að hætta væri á ferðum og skilgreindu því svæði með 80 kílómetra radíus frá fjallinu sem sérstakt hættusvæði. Vegatálmum var komið upp, en margir hunsuðu tilskipanir yfirvalda og nýttu sér fáfarna skógarvegi, ætlaða fyrir timburflutninga, til að komast leiðar sinnar. Harry R. Truman, eigandi Spirit Lake Lodge við St Helens-fjallaði, neitaði að yfirgafa heimili sitt. Truman tengdist samnefndum forseta Bandaríkjunum ekki. Getty Neituðu að yfirgefa skilgreint hættusvæði Fjölmargir flúðu heimili sín vegna yfirvofandi hættu, en aðrir neituðu, þar á meðal hinn 84 ára bóndi, Harry Truman, sem átti eftir að vekja gríðarlega athygli fyrir staðfestu sína. Hann bjó á jörð sinni ásamt sextán köttum sínum og átján þvottabjörnum, en hann sagðist neita að yfirgefa hana, meðal annars þar sem þar væri kona hans jarðsett. Allan aprílmánuð og byrjun maí fylgdust vísindamenn svo grannt með norðurhlið fjallsins bólgna út. Skjálfti 5,1 að stærð varð svo klukkan 8:32 að morgni 18. maí – skjálfti sem framkallaði gríðarlegt sprengigos í fjallinu. Feikileg aurskriða Ógurlegt magn ösku fór þá út í andrúmsloftið á sama tíma og berg, aur, gas og ís streymdi niður fjallshlíðina á miklum hraða. Þegar jökullinn á fjallinu bráðnaði myndaðist feikileg aurskriða sem hrifsaði með sér byggingar og ýmislegt fleira, auk þess að stífla ár. Jarðfræðingurinn Dave Johnston var næst fjallinu þegar sprengigosið varð, og náði hann bara að segja „Vancouver! Vancouver! Þetta er að gerast“ í talstöð sína áður en skriðan hrifsaði bíl hans ofan í gil og hann lést. Fjallið spúði sömuleiðis gríðarlegu magni ösku í níu tíma áður en tók að róast á ný og bárust þá fréttir af öskufalli á fjarlægum slóðum, meðal annars Minneapolis í Minnesota. Eyðileggingin í kringum St Helens-fjall var gríðarleg.Getty Rúmlega 22 kílómetra kafli af Toutle-ánni fór á kaf vegna skriðunnar og hraun rann sömuleiðis langar leiðir í átt frá fjallinu. Áætlað er að um 600 ferkílómetra svæði umhverfis fjallið hafi eyðilagst í hamförunum, en milljónir trjáa ýmist brunnu eða eyðilögðust í hamförunum. Þá drápust þúsundir stórra dýra, meðal annars hreindýr, birnir og elgir. Eldvirkni í fjallinu var áfram nokkur á níunda áratugnum og hófst á ný í fjallinu árið 2004 og var hún minniháttar næstu árin sem fylgdu. Bandaríkin Einu sinni var... Fréttaskýringar Eldgos og jarðhræringar Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Erlent Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Innlent Fleiri fréttir Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sjá meira
Fjörutíu ár eru á morgun liðin frá hamfaragosinu í St Helens fjalli í Washington-ríki í Bandaríkjunum. Öflugur skjálfti framkallaði þá mikið sprengigos, en skriður úr fjallinu og öskufall leiddi til gríðarlegrar eyðileggingar á umhverfi og eignum. Gosið er sömuleiðis það mannskæðasta í sögu Bandaríkjanna, en alls fórust 57 manns í hamförunum þennan dag, þar á meðal bóndinn Harry R. Truman sem hafði vakið mikla athygli í bandarískum fjölmiðlum eftir að hafa neitað að yfirgefa heimili sitt, þrátt fyrir aðsteðjandi hættu. Gosið í St Helens var svokallað sprengigos og má því segja að fjallið hafi sprungið í loft upp þarna að morgni 18. maí 1980. Kraftur sprengingarinnar jafnaðist á við fimm hundruð kjarnorkusprengjur og var sú stærsta sinnar tegundar í sögu Bandaríkjanna. Á fáeinum sekúndum lækkaði hæð fjallsins um einhverja 400 metra, í 2.549 metra. Fylgdust með fjallinu í nokkrar vikur Jarðvísindamenn urðu varir við aukna skjálftavirkni í og í kringum fjallið, sem er að finna um 150 kílómetrum suður af Seattle, þann 16. mars 1980. Eftir nokkuð stöðuga skjálftavirkni hófust svo eldsumbrot þann 27. mars þegar um 75 metra breiður gígur opnaðist á toppi fjallsins og ösku spúði út í andrúmsloftið. Bárust fréttir um ösku á jörð í allt að 500 kílómetra fjarlægð frá fjallinu. Fulltrúar yfirvalda gerðu sér grein fyrir því að hætta væri á ferðum og skilgreindu því svæði með 80 kílómetra radíus frá fjallinu sem sérstakt hættusvæði. Vegatálmum var komið upp, en margir hunsuðu tilskipanir yfirvalda og nýttu sér fáfarna skógarvegi, ætlaða fyrir timburflutninga, til að komast leiðar sinnar. Harry R. Truman, eigandi Spirit Lake Lodge við St Helens-fjallaði, neitaði að yfirgafa heimili sitt. Truman tengdist samnefndum forseta Bandaríkjunum ekki. Getty Neituðu að yfirgefa skilgreint hættusvæði Fjölmargir flúðu heimili sín vegna yfirvofandi hættu, en aðrir neituðu, þar á meðal hinn 84 ára bóndi, Harry Truman, sem átti eftir að vekja gríðarlega athygli fyrir staðfestu sína. Hann bjó á jörð sinni ásamt sextán köttum sínum og átján þvottabjörnum, en hann sagðist neita að yfirgefa hana, meðal annars þar sem þar væri kona hans jarðsett. Allan aprílmánuð og byrjun maí fylgdust vísindamenn svo grannt með norðurhlið fjallsins bólgna út. Skjálfti 5,1 að stærð varð svo klukkan 8:32 að morgni 18. maí – skjálfti sem framkallaði gríðarlegt sprengigos í fjallinu. Feikileg aurskriða Ógurlegt magn ösku fór þá út í andrúmsloftið á sama tíma og berg, aur, gas og ís streymdi niður fjallshlíðina á miklum hraða. Þegar jökullinn á fjallinu bráðnaði myndaðist feikileg aurskriða sem hrifsaði með sér byggingar og ýmislegt fleira, auk þess að stífla ár. Jarðfræðingurinn Dave Johnston var næst fjallinu þegar sprengigosið varð, og náði hann bara að segja „Vancouver! Vancouver! Þetta er að gerast“ í talstöð sína áður en skriðan hrifsaði bíl hans ofan í gil og hann lést. Fjallið spúði sömuleiðis gríðarlegu magni ösku í níu tíma áður en tók að róast á ný og bárust þá fréttir af öskufalli á fjarlægum slóðum, meðal annars Minneapolis í Minnesota. Eyðileggingin í kringum St Helens-fjall var gríðarleg.Getty Rúmlega 22 kílómetra kafli af Toutle-ánni fór á kaf vegna skriðunnar og hraun rann sömuleiðis langar leiðir í átt frá fjallinu. Áætlað er að um 600 ferkílómetra svæði umhverfis fjallið hafi eyðilagst í hamförunum, en milljónir trjáa ýmist brunnu eða eyðilögðust í hamförunum. Þá drápust þúsundir stórra dýra, meðal annars hreindýr, birnir og elgir. Eldvirkni í fjallinu var áfram nokkur á níunda áratugnum og hófst á ný í fjallinu árið 2004 og var hún minniháttar næstu árin sem fylgdu.
Bandaríkin Einu sinni var... Fréttaskýringar Eldgos og jarðhræringar Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Erlent Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Innlent Fleiri fréttir Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sjá meira