Hendrikka segir Ted Turner hrifinn af Íslandi 17. nóvember 2010 21:24 Hendrikka Waage og Ted Turner ,,Við ræddum um kynni hans af Íslandi og um góðgerðasamtökin Kids Parliament" sagði Hendrikka Waage þegar hún var spurð að því hvað bar á góma í samskiptum hennar og Teds Turner, stofnanda CNN, í boði hjá honum í New York nýlega. ,,Ted Turner hefur komið til Íslands og var ákaflega hrifin af landinu. Hann er núna á leið til Grænlands," sagði Hendrikka. Og þrátt fyrir að skartgripahönnuðurinn Hendrikka Waage sé önnum kafin við að fylgja eftir annarri barnabókinni sinni ,,Rikka og töfrahringurinn á Indlandi" gaf hún sér að sjálfsögðu tíma til að þiggja boð fyrrum fjölmiðlarisans Teds Turner. Boðið var haldið til að heiðra sameiginlegan vin þeirra, Amir Dossal, sem var að hætta hjá Sameinuðu þjóðunum. Þeir hafa unnið saman að góðgerðarmálum en Ted Turner styrkti málefni Sameinuðu þjóðanna um milljarð bandaríkjadala. Og Amir Dossal hefur verið yfir styrktarsjóðum Teds Turner, sem meðal annars styrkja yfir 450 verkefni er lúta að heilsu barna, loftslagsmálum, fjölbreytni lífríkis, konum og mannfjöldaþróun svo dæmi séu nefnd. Amir Dossal er persónulegur vinur Hendrikku og skrifar fallega aftan á nýjustu barnabókina hennar ,,Rikka og töfrahringurinn á Indlandi" en markmið bókarinnar er að efla frið og skilning milli þjóða og rennur allur ágóðinn af bókinni til ,,Alþingis barna" eða ,,Kids Parliament" sem Hendrikka er í forsvari fyrir. Aðspurð um það hvernig Ted Turner hefði komið Hendrikku fyrir sjónir sagði hún: ,,Fyrir mér er hann fyrst og fremst farsæll frumkvöðull. Hann stofnaði CNN, það mikla fjölmiðlaveldi, og var fyrstur til að sjónvarpa beint úr stíði, Persaflóastríðinu 1991. Hann er mikill mannvinur og er þekktur fyrir að hafa gefið Sameinuðu þjóðunum einn milljarð bandaríkjadala til að koma af stað Styrktarsjóði Sameinuðu þjóðanna." Hendrikka hlær að spurningunni um hvort Ted sé enn giftur Jane Fonda. ,,Nei, hann er ekki ennþá giftur Jane Fonda. En hann er skemmtilegur, ótrúlega framsýnn og hrifinn af Íslandi." En hvað er að frétta af alþjóðlegu samtökunum ,,Kids Parliament" sem hafa átt hug og hjarta Hendrikku um nokkurt skeið? ,,Þetta tekur allt sinn tíma. Það er fjöldinn allur af heimsþekktu áhrifafólki sem tekur þátt í þessu og samtökin verða formlega kynnt 2011." Mest lesið „Ástandið er að versna“ Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Innlent Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Innlent Fleiri fréttir Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Sjá meira
,,Við ræddum um kynni hans af Íslandi og um góðgerðasamtökin Kids Parliament" sagði Hendrikka Waage þegar hún var spurð að því hvað bar á góma í samskiptum hennar og Teds Turner, stofnanda CNN, í boði hjá honum í New York nýlega. ,,Ted Turner hefur komið til Íslands og var ákaflega hrifin af landinu. Hann er núna á leið til Grænlands," sagði Hendrikka. Og þrátt fyrir að skartgripahönnuðurinn Hendrikka Waage sé önnum kafin við að fylgja eftir annarri barnabókinni sinni ,,Rikka og töfrahringurinn á Indlandi" gaf hún sér að sjálfsögðu tíma til að þiggja boð fyrrum fjölmiðlarisans Teds Turner. Boðið var haldið til að heiðra sameiginlegan vin þeirra, Amir Dossal, sem var að hætta hjá Sameinuðu þjóðunum. Þeir hafa unnið saman að góðgerðarmálum en Ted Turner styrkti málefni Sameinuðu þjóðanna um milljarð bandaríkjadala. Og Amir Dossal hefur verið yfir styrktarsjóðum Teds Turner, sem meðal annars styrkja yfir 450 verkefni er lúta að heilsu barna, loftslagsmálum, fjölbreytni lífríkis, konum og mannfjöldaþróun svo dæmi séu nefnd. Amir Dossal er persónulegur vinur Hendrikku og skrifar fallega aftan á nýjustu barnabókina hennar ,,Rikka og töfrahringurinn á Indlandi" en markmið bókarinnar er að efla frið og skilning milli þjóða og rennur allur ágóðinn af bókinni til ,,Alþingis barna" eða ,,Kids Parliament" sem Hendrikka er í forsvari fyrir. Aðspurð um það hvernig Ted Turner hefði komið Hendrikku fyrir sjónir sagði hún: ,,Fyrir mér er hann fyrst og fremst farsæll frumkvöðull. Hann stofnaði CNN, það mikla fjölmiðlaveldi, og var fyrstur til að sjónvarpa beint úr stíði, Persaflóastríðinu 1991. Hann er mikill mannvinur og er þekktur fyrir að hafa gefið Sameinuðu þjóðunum einn milljarð bandaríkjadala til að koma af stað Styrktarsjóði Sameinuðu þjóðanna." Hendrikka hlær að spurningunni um hvort Ted sé enn giftur Jane Fonda. ,,Nei, hann er ekki ennþá giftur Jane Fonda. En hann er skemmtilegur, ótrúlega framsýnn og hrifinn af Íslandi." En hvað er að frétta af alþjóðlegu samtökunum ,,Kids Parliament" sem hafa átt hug og hjarta Hendrikku um nokkurt skeið? ,,Þetta tekur allt sinn tíma. Það er fjöldinn allur af heimsþekktu áhrifafólki sem tekur þátt í þessu og samtökin verða formlega kynnt 2011."
Mest lesið „Ástandið er að versna“ Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Innlent Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Innlent Fleiri fréttir Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Sjá meira