Hendrikka segir Ted Turner hrifinn af Íslandi 17. nóvember 2010 21:24 Hendrikka Waage og Ted Turner ,,Við ræddum um kynni hans af Íslandi og um góðgerðasamtökin Kids Parliament" sagði Hendrikka Waage þegar hún var spurð að því hvað bar á góma í samskiptum hennar og Teds Turner, stofnanda CNN, í boði hjá honum í New York nýlega. ,,Ted Turner hefur komið til Íslands og var ákaflega hrifin af landinu. Hann er núna á leið til Grænlands," sagði Hendrikka. Og þrátt fyrir að skartgripahönnuðurinn Hendrikka Waage sé önnum kafin við að fylgja eftir annarri barnabókinni sinni ,,Rikka og töfrahringurinn á Indlandi" gaf hún sér að sjálfsögðu tíma til að þiggja boð fyrrum fjölmiðlarisans Teds Turner. Boðið var haldið til að heiðra sameiginlegan vin þeirra, Amir Dossal, sem var að hætta hjá Sameinuðu þjóðunum. Þeir hafa unnið saman að góðgerðarmálum en Ted Turner styrkti málefni Sameinuðu þjóðanna um milljarð bandaríkjadala. Og Amir Dossal hefur verið yfir styrktarsjóðum Teds Turner, sem meðal annars styrkja yfir 450 verkefni er lúta að heilsu barna, loftslagsmálum, fjölbreytni lífríkis, konum og mannfjöldaþróun svo dæmi séu nefnd. Amir Dossal er persónulegur vinur Hendrikku og skrifar fallega aftan á nýjustu barnabókina hennar ,,Rikka og töfrahringurinn á Indlandi" en markmið bókarinnar er að efla frið og skilning milli þjóða og rennur allur ágóðinn af bókinni til ,,Alþingis barna" eða ,,Kids Parliament" sem Hendrikka er í forsvari fyrir. Aðspurð um það hvernig Ted Turner hefði komið Hendrikku fyrir sjónir sagði hún: ,,Fyrir mér er hann fyrst og fremst farsæll frumkvöðull. Hann stofnaði CNN, það mikla fjölmiðlaveldi, og var fyrstur til að sjónvarpa beint úr stíði, Persaflóastríðinu 1991. Hann er mikill mannvinur og er þekktur fyrir að hafa gefið Sameinuðu þjóðunum einn milljarð bandaríkjadala til að koma af stað Styrktarsjóði Sameinuðu þjóðanna." Hendrikka hlær að spurningunni um hvort Ted sé enn giftur Jane Fonda. ,,Nei, hann er ekki ennþá giftur Jane Fonda. En hann er skemmtilegur, ótrúlega framsýnn og hrifinn af Íslandi." En hvað er að frétta af alþjóðlegu samtökunum ,,Kids Parliament" sem hafa átt hug og hjarta Hendrikku um nokkurt skeið? ,,Þetta tekur allt sinn tíma. Það er fjöldinn allur af heimsþekktu áhrifafólki sem tekur þátt í þessu og samtökin verða formlega kynnt 2011." Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Innlent Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Innlent Fleiri fréttir Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram eftir degi Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Sjá meira
,,Við ræddum um kynni hans af Íslandi og um góðgerðasamtökin Kids Parliament" sagði Hendrikka Waage þegar hún var spurð að því hvað bar á góma í samskiptum hennar og Teds Turner, stofnanda CNN, í boði hjá honum í New York nýlega. ,,Ted Turner hefur komið til Íslands og var ákaflega hrifin af landinu. Hann er núna á leið til Grænlands," sagði Hendrikka. Og þrátt fyrir að skartgripahönnuðurinn Hendrikka Waage sé önnum kafin við að fylgja eftir annarri barnabókinni sinni ,,Rikka og töfrahringurinn á Indlandi" gaf hún sér að sjálfsögðu tíma til að þiggja boð fyrrum fjölmiðlarisans Teds Turner. Boðið var haldið til að heiðra sameiginlegan vin þeirra, Amir Dossal, sem var að hætta hjá Sameinuðu þjóðunum. Þeir hafa unnið saman að góðgerðarmálum en Ted Turner styrkti málefni Sameinuðu þjóðanna um milljarð bandaríkjadala. Og Amir Dossal hefur verið yfir styrktarsjóðum Teds Turner, sem meðal annars styrkja yfir 450 verkefni er lúta að heilsu barna, loftslagsmálum, fjölbreytni lífríkis, konum og mannfjöldaþróun svo dæmi séu nefnd. Amir Dossal er persónulegur vinur Hendrikku og skrifar fallega aftan á nýjustu barnabókina hennar ,,Rikka og töfrahringurinn á Indlandi" en markmið bókarinnar er að efla frið og skilning milli þjóða og rennur allur ágóðinn af bókinni til ,,Alþingis barna" eða ,,Kids Parliament" sem Hendrikka er í forsvari fyrir. Aðspurð um það hvernig Ted Turner hefði komið Hendrikku fyrir sjónir sagði hún: ,,Fyrir mér er hann fyrst og fremst farsæll frumkvöðull. Hann stofnaði CNN, það mikla fjölmiðlaveldi, og var fyrstur til að sjónvarpa beint úr stíði, Persaflóastríðinu 1991. Hann er mikill mannvinur og er þekktur fyrir að hafa gefið Sameinuðu þjóðunum einn milljarð bandaríkjadala til að koma af stað Styrktarsjóði Sameinuðu þjóðanna." Hendrikka hlær að spurningunni um hvort Ted sé enn giftur Jane Fonda. ,,Nei, hann er ekki ennþá giftur Jane Fonda. En hann er skemmtilegur, ótrúlega framsýnn og hrifinn af Íslandi." En hvað er að frétta af alþjóðlegu samtökunum ,,Kids Parliament" sem hafa átt hug og hjarta Hendrikku um nokkurt skeið? ,,Þetta tekur allt sinn tíma. Það er fjöldinn allur af heimsþekktu áhrifafólki sem tekur þátt í þessu og samtökin verða formlega kynnt 2011."
Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Innlent Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Innlent Fleiri fréttir Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram eftir degi Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Sjá meira