Ráðherra biðst undan dómsmálum ingvar haraldsson skrifar 16. ágúst 2014 11:00 Aðstoðarmaðurinn ákærður Hanna Birna Kristjánsdóttir hefur ítrekað neitað að kannast við minnisblaðið. vísir/stefán Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra hefur farið fram á að vera leyst frá skyldum sínum sem ráðherra dómsmála á meðan dómsmál á hendur Gísla Frey Valdórssyni, aðstoðarmanni hennar, stendur yfir. Gísla Frey barst ákæra frá ríkissaksóknara síðdegis í gær vegna meðferðar persónuupplýsinga um hælisleitandann Tony Omos. Hanna Birna segist hafa leyst Gísla Frey frá störfum á meðan málið er til meðferðar fyrir dómstólum. Hanna Birna sagðist í samtali við Fréttablaðið í gærkvöldi ekki vilja tjá sig frekar um málið að sinni. Sjálf hefur Hanna Birna ítrekað neitað að kannast við minnisblaðið sem birtist í fjölmiðlum. Þórey Vilhjálmsdóttir, hinn aðstoðarmaður Hönnu Birnu, segist ekki hafa verið ákærð vegna málsins. Þann 20. nóvember á síðasta ári birtust fréttir í fjölmiðlum um að hælisleitandinn Tony Omos væri grunaður um aðild að mansali. Fréttirnar voru byggðar á minnisblaði sem fullyrt var að væru úr innanríkisráðuneytinu. Daginn áður hafði verið boðað til mótmæla fyrir utan innanríkisráðuneytið vegna þess að vísa ætti Tony Omos úr landi. Lögreglurannsókn hófst á starfsmönnum innanríkisráðuneytisins vegna lekamálsins í febrúar eftir að ríkissaksóknari fór fram á það. Við rannsókn málsins fór lögregla fram á það við blaðamann mbl.is að hann upplýsti um samskipti sín við heimildarmann sinn í innanríkisráðuneytinu. Blaðamaðurinn neitaði að veita slíkar upplýsingar og því fór málið fyrir bæði Héraðsdóm Reykjavíkur og Hæstarétt sem dæmdi að blaðamaðurinn þyrfti ekki að upplýsa um heimildarmann sinn. Í úrskurði dómstólanna kom fram að „starfsmaður B“ hjá innanríkisráðuneytinu hefði réttarstöðu grunaðs manns. Fyrr í gær birtust á vef innanríkisráðuneytisins svör við spurningum umboðsmanns Alþingis er varða samskipti hennar og Stefáns Eiríkssonar, fráfarandi lögreglustjóra á höfuðborgarsvæðinu. Hanna Birna sagði engin gögn vera til frá tveimur af þeim fjórum fundum sem hún átti með Stefáni eftir að rannsókn lekamálsins hófst. Ráðherra ítrekar að enginn af þessum fjórum fundum hennar með Stefáni hafi verið haldinn sérstaklega til að ræða rannsóknina á lekamálinu. Í svari ráðherra segir að á tveimur fyrri fundunum hafi lögreglustjóri upplýst hana um hin ýmsu málefni. Á síðari tveimur fundunum hafi verið rætt um breytingar á högum Stefáns. Reglur um skráningu formlegra samskipta í Stjórnarráði Íslands greina að skrá skuli í málaskrá ráðuneytis formleg samskipti og formlega fundi. Í svari sínu segir ráðherra að reglurnar nái ekki til tveggja fyrrnefndra funda, né heldur símtöl þeirra á milli, enda hafi ekki verið fjallað um mál sem voru til umfjöllunar í ráðuneytinu. Lekamálið Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Innlent Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Erlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Innlent Fleiri fréttir Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Sjá meira
Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra hefur farið fram á að vera leyst frá skyldum sínum sem ráðherra dómsmála á meðan dómsmál á hendur Gísla Frey Valdórssyni, aðstoðarmanni hennar, stendur yfir. Gísla Frey barst ákæra frá ríkissaksóknara síðdegis í gær vegna meðferðar persónuupplýsinga um hælisleitandann Tony Omos. Hanna Birna segist hafa leyst Gísla Frey frá störfum á meðan málið er til meðferðar fyrir dómstólum. Hanna Birna sagðist í samtali við Fréttablaðið í gærkvöldi ekki vilja tjá sig frekar um málið að sinni. Sjálf hefur Hanna Birna ítrekað neitað að kannast við minnisblaðið sem birtist í fjölmiðlum. Þórey Vilhjálmsdóttir, hinn aðstoðarmaður Hönnu Birnu, segist ekki hafa verið ákærð vegna málsins. Þann 20. nóvember á síðasta ári birtust fréttir í fjölmiðlum um að hælisleitandinn Tony Omos væri grunaður um aðild að mansali. Fréttirnar voru byggðar á minnisblaði sem fullyrt var að væru úr innanríkisráðuneytinu. Daginn áður hafði verið boðað til mótmæla fyrir utan innanríkisráðuneytið vegna þess að vísa ætti Tony Omos úr landi. Lögreglurannsókn hófst á starfsmönnum innanríkisráðuneytisins vegna lekamálsins í febrúar eftir að ríkissaksóknari fór fram á það. Við rannsókn málsins fór lögregla fram á það við blaðamann mbl.is að hann upplýsti um samskipti sín við heimildarmann sinn í innanríkisráðuneytinu. Blaðamaðurinn neitaði að veita slíkar upplýsingar og því fór málið fyrir bæði Héraðsdóm Reykjavíkur og Hæstarétt sem dæmdi að blaðamaðurinn þyrfti ekki að upplýsa um heimildarmann sinn. Í úrskurði dómstólanna kom fram að „starfsmaður B“ hjá innanríkisráðuneytinu hefði réttarstöðu grunaðs manns. Fyrr í gær birtust á vef innanríkisráðuneytisins svör við spurningum umboðsmanns Alþingis er varða samskipti hennar og Stefáns Eiríkssonar, fráfarandi lögreglustjóra á höfuðborgarsvæðinu. Hanna Birna sagði engin gögn vera til frá tveimur af þeim fjórum fundum sem hún átti með Stefáni eftir að rannsókn lekamálsins hófst. Ráðherra ítrekar að enginn af þessum fjórum fundum hennar með Stefáni hafi verið haldinn sérstaklega til að ræða rannsóknina á lekamálinu. Í svari ráðherra segir að á tveimur fyrri fundunum hafi lögreglustjóri upplýst hana um hin ýmsu málefni. Á síðari tveimur fundunum hafi verið rætt um breytingar á högum Stefáns. Reglur um skráningu formlegra samskipta í Stjórnarráði Íslands greina að skrá skuli í málaskrá ráðuneytis formleg samskipti og formlega fundi. Í svari sínu segir ráðherra að reglurnar nái ekki til tveggja fyrrnefndra funda, né heldur símtöl þeirra á milli, enda hafi ekki verið fjallað um mál sem voru til umfjöllunar í ráðuneytinu.
Lekamálið Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Innlent Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Erlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Innlent Fleiri fréttir Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Sjá meira