Ráðherra biðst undan dómsmálum ingvar haraldsson skrifar 16. ágúst 2014 11:00 Aðstoðarmaðurinn ákærður Hanna Birna Kristjánsdóttir hefur ítrekað neitað að kannast við minnisblaðið. vísir/stefán Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra hefur farið fram á að vera leyst frá skyldum sínum sem ráðherra dómsmála á meðan dómsmál á hendur Gísla Frey Valdórssyni, aðstoðarmanni hennar, stendur yfir. Gísla Frey barst ákæra frá ríkissaksóknara síðdegis í gær vegna meðferðar persónuupplýsinga um hælisleitandann Tony Omos. Hanna Birna segist hafa leyst Gísla Frey frá störfum á meðan málið er til meðferðar fyrir dómstólum. Hanna Birna sagðist í samtali við Fréttablaðið í gærkvöldi ekki vilja tjá sig frekar um málið að sinni. Sjálf hefur Hanna Birna ítrekað neitað að kannast við minnisblaðið sem birtist í fjölmiðlum. Þórey Vilhjálmsdóttir, hinn aðstoðarmaður Hönnu Birnu, segist ekki hafa verið ákærð vegna málsins. Þann 20. nóvember á síðasta ári birtust fréttir í fjölmiðlum um að hælisleitandinn Tony Omos væri grunaður um aðild að mansali. Fréttirnar voru byggðar á minnisblaði sem fullyrt var að væru úr innanríkisráðuneytinu. Daginn áður hafði verið boðað til mótmæla fyrir utan innanríkisráðuneytið vegna þess að vísa ætti Tony Omos úr landi. Lögreglurannsókn hófst á starfsmönnum innanríkisráðuneytisins vegna lekamálsins í febrúar eftir að ríkissaksóknari fór fram á það. Við rannsókn málsins fór lögregla fram á það við blaðamann mbl.is að hann upplýsti um samskipti sín við heimildarmann sinn í innanríkisráðuneytinu. Blaðamaðurinn neitaði að veita slíkar upplýsingar og því fór málið fyrir bæði Héraðsdóm Reykjavíkur og Hæstarétt sem dæmdi að blaðamaðurinn þyrfti ekki að upplýsa um heimildarmann sinn. Í úrskurði dómstólanna kom fram að „starfsmaður B“ hjá innanríkisráðuneytinu hefði réttarstöðu grunaðs manns. Fyrr í gær birtust á vef innanríkisráðuneytisins svör við spurningum umboðsmanns Alþingis er varða samskipti hennar og Stefáns Eiríkssonar, fráfarandi lögreglustjóra á höfuðborgarsvæðinu. Hanna Birna sagði engin gögn vera til frá tveimur af þeim fjórum fundum sem hún átti með Stefáni eftir að rannsókn lekamálsins hófst. Ráðherra ítrekar að enginn af þessum fjórum fundum hennar með Stefáni hafi verið haldinn sérstaklega til að ræða rannsóknina á lekamálinu. Í svari ráðherra segir að á tveimur fyrri fundunum hafi lögreglustjóri upplýst hana um hin ýmsu málefni. Á síðari tveimur fundunum hafi verið rætt um breytingar á högum Stefáns. Reglur um skráningu formlegra samskipta í Stjórnarráði Íslands greina að skrá skuli í málaskrá ráðuneytis formleg samskipti og formlega fundi. Í svari sínu segir ráðherra að reglurnar nái ekki til tveggja fyrrnefndra funda, né heldur símtöl þeirra á milli, enda hafi ekki verið fjallað um mál sem voru til umfjöllunar í ráðuneytinu. Lekamálið Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Innlent Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Innlent „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Innlent Fleiri fréttir Ætla að synda frá Elliðaey til Vestmannaeyja Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Sjá meira
Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra hefur farið fram á að vera leyst frá skyldum sínum sem ráðherra dómsmála á meðan dómsmál á hendur Gísla Frey Valdórssyni, aðstoðarmanni hennar, stendur yfir. Gísla Frey barst ákæra frá ríkissaksóknara síðdegis í gær vegna meðferðar persónuupplýsinga um hælisleitandann Tony Omos. Hanna Birna segist hafa leyst Gísla Frey frá störfum á meðan málið er til meðferðar fyrir dómstólum. Hanna Birna sagðist í samtali við Fréttablaðið í gærkvöldi ekki vilja tjá sig frekar um málið að sinni. Sjálf hefur Hanna Birna ítrekað neitað að kannast við minnisblaðið sem birtist í fjölmiðlum. Þórey Vilhjálmsdóttir, hinn aðstoðarmaður Hönnu Birnu, segist ekki hafa verið ákærð vegna málsins. Þann 20. nóvember á síðasta ári birtust fréttir í fjölmiðlum um að hælisleitandinn Tony Omos væri grunaður um aðild að mansali. Fréttirnar voru byggðar á minnisblaði sem fullyrt var að væru úr innanríkisráðuneytinu. Daginn áður hafði verið boðað til mótmæla fyrir utan innanríkisráðuneytið vegna þess að vísa ætti Tony Omos úr landi. Lögreglurannsókn hófst á starfsmönnum innanríkisráðuneytisins vegna lekamálsins í febrúar eftir að ríkissaksóknari fór fram á það. Við rannsókn málsins fór lögregla fram á það við blaðamann mbl.is að hann upplýsti um samskipti sín við heimildarmann sinn í innanríkisráðuneytinu. Blaðamaðurinn neitaði að veita slíkar upplýsingar og því fór málið fyrir bæði Héraðsdóm Reykjavíkur og Hæstarétt sem dæmdi að blaðamaðurinn þyrfti ekki að upplýsa um heimildarmann sinn. Í úrskurði dómstólanna kom fram að „starfsmaður B“ hjá innanríkisráðuneytinu hefði réttarstöðu grunaðs manns. Fyrr í gær birtust á vef innanríkisráðuneytisins svör við spurningum umboðsmanns Alþingis er varða samskipti hennar og Stefáns Eiríkssonar, fráfarandi lögreglustjóra á höfuðborgarsvæðinu. Hanna Birna sagði engin gögn vera til frá tveimur af þeim fjórum fundum sem hún átti með Stefáni eftir að rannsókn lekamálsins hófst. Ráðherra ítrekar að enginn af þessum fjórum fundum hennar með Stefáni hafi verið haldinn sérstaklega til að ræða rannsóknina á lekamálinu. Í svari ráðherra segir að á tveimur fyrri fundunum hafi lögreglustjóri upplýst hana um hin ýmsu málefni. Á síðari tveimur fundunum hafi verið rætt um breytingar á högum Stefáns. Reglur um skráningu formlegra samskipta í Stjórnarráði Íslands greina að skrá skuli í málaskrá ráðuneytis formleg samskipti og formlega fundi. Í svari sínu segir ráðherra að reglurnar nái ekki til tveggja fyrrnefndra funda, né heldur símtöl þeirra á milli, enda hafi ekki verið fjallað um mál sem voru til umfjöllunar í ráðuneytinu.
Lekamálið Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Innlent Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Innlent „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Innlent Fleiri fréttir Ætla að synda frá Elliðaey til Vestmannaeyja Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Sjá meira