Ráðherra getur verið sóttur til saka Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 16. ágúst 2014 21:30 Hanna Birna Kristjánsdóttir, innanríkisráðherra, ætlar að segja sig frá málefnum sem hafa með ákæruvald og dómstóla að gera, meðan dómsmál stendur yfir gegn aðstoðarmanni hennar, Gísla Frey Valdórssyni. Um verkaskiptingu milli ráðuneyta er fjallað í forsetaúrskurði um skiptingu stjórnarmálefna milli ráðuneyta í Stjórnarráði Íslands. Fyrir liggur að liðir 2 og 3 í 4. gr. úrskurðarins munu færast yfir til annars ráðherra. Undir ákæruvald falla meðal annars embætti ríkissaksóknara og embætti sérstaks saksóknara, en undir dómstóla falla meðal annars dómstólaráð, dómnefnd um hæfi umsækjenda um dómarastörf og nefnd um dómarastörf. Björg Thorarensen, lagaprófessor og sérfræðingur í stjórnskipunarrétti, segir það á hendi forsætisráðherra að meta hvernig og hvert þessi málefni verði flutt. „Þetta er reyndar mjög óvenjulegt mál, að svona stórir málaflokkar eða málefni, séu fluttir eitthvað annað um einhver ótilgreindar tíma. Ég teldi rétt við þessar aðstæður að það yrði þá gerð þessi breyting með forsetaúrskurði sem að forsætisráðherra gerir tillögu um til forseta og breyti núverandi forsetaúrskurði,“ segir Björg. Hefur þessi staða komið upp áður? „Ég þekki engin dæmi þess að svo umfangsmiklir málaflokkar hafi verið færðir frá ráðherra, til einhvers annars ráðherra,“ segir Björg. Björg bendir á að samkvæmt 7. gr. laga um ráðherraábyrgð verði ráðherra einnig sóttur til ábyrgðar fyrir athafnir undirmanna sinna. „Það eru gerðar mjög ríkar kröfur til ásetnings ráðherra í slíku tilviki en það er ekki útilokað. Og að því leytinu til er skiljanlegt, og auðvitað óheppilegt, að þarna er það undirmaður ráðherra sem er ákærður fyrir mál sem eru unnin innan ráðuneytisins,“ segir Björg. Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Leggur 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Erlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Innlent Fleiri fréttir Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Sjá meira
Hanna Birna Kristjánsdóttir, innanríkisráðherra, ætlar að segja sig frá málefnum sem hafa með ákæruvald og dómstóla að gera, meðan dómsmál stendur yfir gegn aðstoðarmanni hennar, Gísla Frey Valdórssyni. Um verkaskiptingu milli ráðuneyta er fjallað í forsetaúrskurði um skiptingu stjórnarmálefna milli ráðuneyta í Stjórnarráði Íslands. Fyrir liggur að liðir 2 og 3 í 4. gr. úrskurðarins munu færast yfir til annars ráðherra. Undir ákæruvald falla meðal annars embætti ríkissaksóknara og embætti sérstaks saksóknara, en undir dómstóla falla meðal annars dómstólaráð, dómnefnd um hæfi umsækjenda um dómarastörf og nefnd um dómarastörf. Björg Thorarensen, lagaprófessor og sérfræðingur í stjórnskipunarrétti, segir það á hendi forsætisráðherra að meta hvernig og hvert þessi málefni verði flutt. „Þetta er reyndar mjög óvenjulegt mál, að svona stórir málaflokkar eða málefni, séu fluttir eitthvað annað um einhver ótilgreindar tíma. Ég teldi rétt við þessar aðstæður að það yrði þá gerð þessi breyting með forsetaúrskurði sem að forsætisráðherra gerir tillögu um til forseta og breyti núverandi forsetaúrskurði,“ segir Björg. Hefur þessi staða komið upp áður? „Ég þekki engin dæmi þess að svo umfangsmiklir málaflokkar hafi verið færðir frá ráðherra, til einhvers annars ráðherra,“ segir Björg. Björg bendir á að samkvæmt 7. gr. laga um ráðherraábyrgð verði ráðherra einnig sóttur til ábyrgðar fyrir athafnir undirmanna sinna. „Það eru gerðar mjög ríkar kröfur til ásetnings ráðherra í slíku tilviki en það er ekki útilokað. Og að því leytinu til er skiljanlegt, og auðvitað óheppilegt, að þarna er það undirmaður ráðherra sem er ákærður fyrir mál sem eru unnin innan ráðuneytisins,“ segir Björg.
Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Leggur 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Erlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Innlent Fleiri fréttir Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Sjá meira