Fordæma boðuð mótmæli við heimili Bjarna Benediktssonar Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 23. apríl 2016 12:41 Efsta myndin fylgir viðburðinum á Facebook þar sem boðað er til grills fyrir utan heimili Bjarna. Fjölmargir hafa fordæmt boðuð mótmæli við heimili Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra á Facebook í dag. Mótmælin eiga að vera sunnudagskvöldið 1. maí og eru í boði hóps sem kallar sig „Beinar aðgerðir“ og segja þau yfirskrift mótmælanna vera „Grillum á kvöldin – sækjum þau heim.“ „Hópurinn hvetur alla landsmenn til að mæta í grillið með einnota grill, mat, tjaldstóla, trommur og góða skapið. Einnig er gott að æfa raddböndin aðeins og slagorð til þess að syngja. Í kjölfarið verða heimili ráðherra ríkisstjórnarinnar þrædd, eitt heimili á kvöldi. Látum þá ekki sitja eina að grilli og gróða á kostnað okkar hinna! Ef gleðskapurinn hentar ekki Bjarna Benediktssyni og hans félögum í ríkisstjórn þá er lítið mál að kippa því í liðinn. Það eina sem hann þarf að gera er að samþykkja kröfur hópsins fyrir 1. maí: Ríkisstjórn Íslands segi af sér og mynduð verði utanþingsstjórn. Sett verði dagsetning á kosningar, ekki seinna en 10. september. Ef ríkisstjórn Sigurðar Inga hefur ekki aðhafst fyrir 1. maí þá hittumst við, kæru landsmenn, stundvíslega við heimili Bjarna klukkan 19:00 þann 1. maí,“ segir í viðburðinum og er heimilisfang fjármálaráðherra tilgreint skilmerkilega.Guðmundur Andri telur augljóslega að mótmælin þjóni ekki tilgangi sínumFjölmargir hafa lýst vanþóknun sinni á framtakinu á Facebook. Á viðburðinn sjálfan setur rithöfundurinn Guðmundur Andri Thorsson eftirfarandi ummæli: „Er þessi hópur á vegum Framsóknarflokksins? Og markmiðið að gera andstöðu við ríkisstjórnina að viðhorfi eins fárra og mögulegt er?“ Þá kemur leikkonan og ritstjórinn Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir því skilmerkilega á framfæri að hún styðji ekki svona framtak: „Ég styð ekki mótmæli af þessu tagi. Vanhugsað.“ Fyrrverandi gjaldkeri Samfylkingarinnar mætir ekki á morgun.Vilhjálmur Þorsteinsson, fyrrum gjaldkeri Samfylkingarinnar, sem sagði af sér eftir að í ljós kom að hann á talsvert fé í félagi í Lúxemborg hyggst ekki mæta. „Ég mun ekki mæta þarna. Þetta er of langt gengið og ekki málstaðnum til framdráttar,“ skrifar Vilhjálmur á viðburðinn. Blaðamaðurinn Atli Þór Fanndal telur ekki eðlilegt að mótmæla fyrir utan heimili fólks en hann færir þó fram rök fyrir því að vandlæting fólks sé til þess fallin að gera mótmæli að einhverju sóðalegu, sem þau séu ekki. „Almennt tel ég ekki eðlilegt að mótmæla fyrir utan heimili fólks. Ég tel hins vegar ömurlegt að gera mótmæli alltaf að einhverju svo sóðalegu að það verði þráhyggja að enginn móðgist. Bjarni er gerandinn hér ekki fórnalamb. Hrokinn, frekjan, svindlið, lygarnar, valdagræðgðin, vanvirðingin og fyrirlitning hans á almenningi er ástæða þess að fólk finnur sig knúið til að mótmæla fyrir utan hans heimili.“ Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, er á öðru máli og telur mótmælin afskaplega ógeðfelld. „Fólk getur mótmælt við opinberar byggingar, en heimili fólks eiga að njóta friðhelgi.“Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, ritari Sjálfstæðisflokksins, hvetur fólk til þess að „reporta“ eða leggja inn kvörtun vegna viðburða sem þessara. „Þetta er ekki í lagi,“ skrifar hún í ummæli við eftirfarandi færslu frá Ísaki Rúnarssyni, fyrrum formanni Stúdentaráðs. Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Erlent Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Erlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Fleiri fréttir Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Sjá meira
Fjölmargir hafa fordæmt boðuð mótmæli við heimili Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra á Facebook í dag. Mótmælin eiga að vera sunnudagskvöldið 1. maí og eru í boði hóps sem kallar sig „Beinar aðgerðir“ og segja þau yfirskrift mótmælanna vera „Grillum á kvöldin – sækjum þau heim.“ „Hópurinn hvetur alla landsmenn til að mæta í grillið með einnota grill, mat, tjaldstóla, trommur og góða skapið. Einnig er gott að æfa raddböndin aðeins og slagorð til þess að syngja. Í kjölfarið verða heimili ráðherra ríkisstjórnarinnar þrædd, eitt heimili á kvöldi. Látum þá ekki sitja eina að grilli og gróða á kostnað okkar hinna! Ef gleðskapurinn hentar ekki Bjarna Benediktssyni og hans félögum í ríkisstjórn þá er lítið mál að kippa því í liðinn. Það eina sem hann þarf að gera er að samþykkja kröfur hópsins fyrir 1. maí: Ríkisstjórn Íslands segi af sér og mynduð verði utanþingsstjórn. Sett verði dagsetning á kosningar, ekki seinna en 10. september. Ef ríkisstjórn Sigurðar Inga hefur ekki aðhafst fyrir 1. maí þá hittumst við, kæru landsmenn, stundvíslega við heimili Bjarna klukkan 19:00 þann 1. maí,“ segir í viðburðinum og er heimilisfang fjármálaráðherra tilgreint skilmerkilega.Guðmundur Andri telur augljóslega að mótmælin þjóni ekki tilgangi sínumFjölmargir hafa lýst vanþóknun sinni á framtakinu á Facebook. Á viðburðinn sjálfan setur rithöfundurinn Guðmundur Andri Thorsson eftirfarandi ummæli: „Er þessi hópur á vegum Framsóknarflokksins? Og markmiðið að gera andstöðu við ríkisstjórnina að viðhorfi eins fárra og mögulegt er?“ Þá kemur leikkonan og ritstjórinn Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir því skilmerkilega á framfæri að hún styðji ekki svona framtak: „Ég styð ekki mótmæli af þessu tagi. Vanhugsað.“ Fyrrverandi gjaldkeri Samfylkingarinnar mætir ekki á morgun.Vilhjálmur Þorsteinsson, fyrrum gjaldkeri Samfylkingarinnar, sem sagði af sér eftir að í ljós kom að hann á talsvert fé í félagi í Lúxemborg hyggst ekki mæta. „Ég mun ekki mæta þarna. Þetta er of langt gengið og ekki málstaðnum til framdráttar,“ skrifar Vilhjálmur á viðburðinn. Blaðamaðurinn Atli Þór Fanndal telur ekki eðlilegt að mótmæla fyrir utan heimili fólks en hann færir þó fram rök fyrir því að vandlæting fólks sé til þess fallin að gera mótmæli að einhverju sóðalegu, sem þau séu ekki. „Almennt tel ég ekki eðlilegt að mótmæla fyrir utan heimili fólks. Ég tel hins vegar ömurlegt að gera mótmæli alltaf að einhverju svo sóðalegu að það verði þráhyggja að enginn móðgist. Bjarni er gerandinn hér ekki fórnalamb. Hrokinn, frekjan, svindlið, lygarnar, valdagræðgðin, vanvirðingin og fyrirlitning hans á almenningi er ástæða þess að fólk finnur sig knúið til að mótmæla fyrir utan hans heimili.“ Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, er á öðru máli og telur mótmælin afskaplega ógeðfelld. „Fólk getur mótmælt við opinberar byggingar, en heimili fólks eiga að njóta friðhelgi.“Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, ritari Sjálfstæðisflokksins, hvetur fólk til þess að „reporta“ eða leggja inn kvörtun vegna viðburða sem þessara. „Þetta er ekki í lagi,“ skrifar hún í ummæli við eftirfarandi færslu frá Ísaki Rúnarssyni, fyrrum formanni Stúdentaráðs.
Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Erlent Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Erlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Fleiri fréttir Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Sjá meira