Góðgerðarsjóðir skila ársreikningum afar illa Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 13. mars 2017 07:00 UNICEF Ísland er á meðal félaga sem hafði ekki skilað ársreikningum. Félagið hefur styrkt ýmis verkefni, meðal annars í Nepal. Mynd/UNICEF Rétt tæpur helmingur sjóða og sjálfseignarstofnana trassar skil á ársreikningum til Ríkisendurskoðunar. Af þeim 725 sem eru á skrá hafa 387 skilað ársreikningi fyrir rekstrarárið 2015. Þar af skiluðu nokkrir tugir of seint. Ríkisendurskoðun sendi út ítrekun til þeirra aðila sem ekki höfðu skilað ársreikningi nú í lok janúar. Lárus Ögmundsson, yfirlögfræðingur Ríkisendurskoðunar, heldur utan um skil sjóða og sjálfseignarstofnana á téðum ársreikningum. Að hans sögn eru það aðallega minni sjóðir sem trassa skil. „Þetta er auðvitað svolítið raunalegt að árangurinn sé ekki meiri en þessi. Ég kann ekki aðra skýringu á þessu en að þeir sem trassa þetta séu oftar en ekki mjög litlir sjóðir,“ segir Lárus. Jafnvel séu þeir sem hafa haft forsjá með umræddum sjóðum fallnir frá. „Stundum er þetta þó bara hefðbundinn trassaskapur,“ bætir Lárus við. „Svona er þetta búið að vera nokkuð lengi. Þeir skila seint og illa,“ segir Lárus. Hann segir stöðuna gjarnan vera þannig að reikningarnir séu til en annaðhvort hafi þeir ekki verið sendir til Ríkisendurskoðunar eða jafnvel sendir á rangan stað. „Það eru dæmi um að reikningar séu sendir á Ríkisskattstjóra en ekki á okkur,“ segir Lárus. Þá er gleymska ekki afsökun fyrir því að trassa skil. „Við erum með þessa sjóði á skrá og við sendum þeim ítrekanir. Það á ekki að fara á milli mála að við eigum að fá reikninga frá sjóðunum.“ Lárus segir Ríkisendurskoðun reyna eftir fremsta megni að kalla eftir reikningum. Takist það ekki sé haft samband við Sýslumanninn á Norðurlandi vestra sem annist framkvæmd laga um sjóði og stofnanir. „Síðan er jafnvel reynt að koma því þannig við að leggja þessa sjóði niður ef það tekst að grafa upp hver hefur forsjá með þeim,“ segir Lárus. Í versta falli sé hægt að kalla eftir lögreglurannsókn á ákveðnum sjóðum. Til þess hefur hins vegar aldrei komið svo Lárus muni til.Fréttablaðið rak augun í nafn UNICEF Íslands við yfirferð á sjóðum og stofnunum sem hafa ekki skilað ársreikningi. Bergsteinn Jónsson framkvæmdastjóri vissi ekki af því fyrr en blaðamaður spurði hann út í ástæðuna. Í ljós kom að mistökin mætti rekja til endurskoðandans. „Vegna mistaka hjá Deloitte, endurskoðanda okkar, sendu þau ekki Ríkisendurskoðun ársreikninga okkar til skráningar árin 2014 og 2015 þótt reikningarnir hefðu sannarlega verið gerðir, samþykktir af stjórn og legið frammi til skoðunar hjá okkur,“ segir Bergsteinn og bætir við: „Við báðum endurskoðanda okkar um að senda ársreikningana til Ríkisendurskoðunar bæði árin og stóðum í þeirri trú að það hefði verið gert. Við munum fylgjast vandlega með þessu í framtíðinni og fá staðfestingu frá Ríkisendurskoðun um að endurskoðandi hafi sent ársreikning inn til skráningar.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Erlent Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Erlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Erlent Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Erlent Fleiri fréttir Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Sjá meira
Rétt tæpur helmingur sjóða og sjálfseignarstofnana trassar skil á ársreikningum til Ríkisendurskoðunar. Af þeim 725 sem eru á skrá hafa 387 skilað ársreikningi fyrir rekstrarárið 2015. Þar af skiluðu nokkrir tugir of seint. Ríkisendurskoðun sendi út ítrekun til þeirra aðila sem ekki höfðu skilað ársreikningi nú í lok janúar. Lárus Ögmundsson, yfirlögfræðingur Ríkisendurskoðunar, heldur utan um skil sjóða og sjálfseignarstofnana á téðum ársreikningum. Að hans sögn eru það aðallega minni sjóðir sem trassa skil. „Þetta er auðvitað svolítið raunalegt að árangurinn sé ekki meiri en þessi. Ég kann ekki aðra skýringu á þessu en að þeir sem trassa þetta séu oftar en ekki mjög litlir sjóðir,“ segir Lárus. Jafnvel séu þeir sem hafa haft forsjá með umræddum sjóðum fallnir frá. „Stundum er þetta þó bara hefðbundinn trassaskapur,“ bætir Lárus við. „Svona er þetta búið að vera nokkuð lengi. Þeir skila seint og illa,“ segir Lárus. Hann segir stöðuna gjarnan vera þannig að reikningarnir séu til en annaðhvort hafi þeir ekki verið sendir til Ríkisendurskoðunar eða jafnvel sendir á rangan stað. „Það eru dæmi um að reikningar séu sendir á Ríkisskattstjóra en ekki á okkur,“ segir Lárus. Þá er gleymska ekki afsökun fyrir því að trassa skil. „Við erum með þessa sjóði á skrá og við sendum þeim ítrekanir. Það á ekki að fara á milli mála að við eigum að fá reikninga frá sjóðunum.“ Lárus segir Ríkisendurskoðun reyna eftir fremsta megni að kalla eftir reikningum. Takist það ekki sé haft samband við Sýslumanninn á Norðurlandi vestra sem annist framkvæmd laga um sjóði og stofnanir. „Síðan er jafnvel reynt að koma því þannig við að leggja þessa sjóði niður ef það tekst að grafa upp hver hefur forsjá með þeim,“ segir Lárus. Í versta falli sé hægt að kalla eftir lögreglurannsókn á ákveðnum sjóðum. Til þess hefur hins vegar aldrei komið svo Lárus muni til.Fréttablaðið rak augun í nafn UNICEF Íslands við yfirferð á sjóðum og stofnunum sem hafa ekki skilað ársreikningi. Bergsteinn Jónsson framkvæmdastjóri vissi ekki af því fyrr en blaðamaður spurði hann út í ástæðuna. Í ljós kom að mistökin mætti rekja til endurskoðandans. „Vegna mistaka hjá Deloitte, endurskoðanda okkar, sendu þau ekki Ríkisendurskoðun ársreikninga okkar til skráningar árin 2014 og 2015 þótt reikningarnir hefðu sannarlega verið gerðir, samþykktir af stjórn og legið frammi til skoðunar hjá okkur,“ segir Bergsteinn og bætir við: „Við báðum endurskoðanda okkar um að senda ársreikningana til Ríkisendurskoðunar bæði árin og stóðum í þeirri trú að það hefði verið gert. Við munum fylgjast vandlega með þessu í framtíðinni og fá staðfestingu frá Ríkisendurskoðun um að endurskoðandi hafi sent ársreikning inn til skráningar.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Erlent Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Erlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Erlent Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Erlent Fleiri fréttir Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Sjá meira