Aldrei skal hlaupa undan ísbirni 18. júní 2008 18:40 Sjaldgæft er að ísbirnir drepi menn og eru slík tilvik í heiminum á síðasta áratug teljandi á fingrum annarrar handar. Kristján Már Unnarsson var á ísbjarnarslóðum í Norður-Kanada í vor þar sem hann kynnti sér leiðbeiningar um hvað menn eigi að gera ef þeir mæta ísbirni. Ísbjörninn er stærsta landrándýr jarðar og tveir þriðju allra ísbjarna heimsins búa í Kanada. Rannsóknir á tilvikum á undanförnum áratugum þar sem ísbirnir hafa drepið menn sýna að ýmist var um að ræða að ísbjörninn var vannærður eða honum hafði verið ögrað. Atvikin eru reyndar svo fá að tvö til þrjú ár líða iðulega á milli þess að ísbjörn verði manni að bana einhversstaðar í heiminum. Í Kanada hafa ísbirnir drepið sjö menn á síðustu þrjátíu árum og í Bandaríkjunum hefur ísbjörn orðið einum manni að bana á sama tíma. Ísbirnir og menn lenda oftast í návígi við bæinn Churchill við Hudson-flóa, sem kallar sig ísbjarnarhöfuðborg heimsins, þar hafa tveir menn látist vegna ísbjarna á síðustu 300 árum. Hér í þjóðgarði við Pangnirtung á Baffinseyju ganga bakpokaaferðalangar um dögum saman á ísbjarnarslóðum og þeim er bannað að hafa með sér byssu. Það eina sem þeir fá eru leiðbeiningar á blaði um hvernig eigi að umgangast ísbirni. Nálgist aldrei ísbjörn, aldrei ögra birni, og alls ekki lenda á milli birnu og húna. Ef þið sjáið ísbjörn og hann veit ekki af ykkur: Ganga rólega burt af svæðinu, halda ró sinni, fylgjast með birninum og forðast að láta vindinn bera lykt ykkar til bjarnarins. Ef björninn veit af ykkur; ganga rólega til baka, engar snöggar hreyfingar og alls ekki að hlaupa því þá gæti hann litið á ykkur sem bráð. Og þá er betra að björninn róist og geti nýtt þefskynið til að fylgjast með ykkur.Fylgist með birninum en ekki horfast í augu við hann. Ekki ögra. Ísbirnir eru forvitnir um menn en þeir eru líka skræfur og hræðast auðveldlega menn en ef ísbjörn gerir sig líklegan til að ráðast á ykkur þá er vopnlausum ferðalöngum ráðlagt að hræða hann í burtu með því lyfta höndum upp eða flík, láta sig þannig sýnast stærri og öskra og garga á björninn. En þá verður hann að hafa flóttaleið. Standið saman í hóp. Komið ykkur burt af svæðinu en alls ekki hlaupa. Ef menn lenda í slag er best að standa fastur fyrir og berjast á móti með tiltækum vopnum, spýtum eða hnífum. Ísbjörninn kemst ekki á lista yfir hættulegustu dýr jarðar en þar er móskítóflugan á toppnum með tvær milljónir mannslífa á ári, en síðan koma snákar, sporðdrekar, krókódílar, fílar, býflugur, ljón, flóðhestar, marglyttur og hákarlar, og er þá maðurinn sjálfur undanskilinn. Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Innlent Fleiri fréttir Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Sjá meira
Sjaldgæft er að ísbirnir drepi menn og eru slík tilvik í heiminum á síðasta áratug teljandi á fingrum annarrar handar. Kristján Már Unnarsson var á ísbjarnarslóðum í Norður-Kanada í vor þar sem hann kynnti sér leiðbeiningar um hvað menn eigi að gera ef þeir mæta ísbirni. Ísbjörninn er stærsta landrándýr jarðar og tveir þriðju allra ísbjarna heimsins búa í Kanada. Rannsóknir á tilvikum á undanförnum áratugum þar sem ísbirnir hafa drepið menn sýna að ýmist var um að ræða að ísbjörninn var vannærður eða honum hafði verið ögrað. Atvikin eru reyndar svo fá að tvö til þrjú ár líða iðulega á milli þess að ísbjörn verði manni að bana einhversstaðar í heiminum. Í Kanada hafa ísbirnir drepið sjö menn á síðustu þrjátíu árum og í Bandaríkjunum hefur ísbjörn orðið einum manni að bana á sama tíma. Ísbirnir og menn lenda oftast í návígi við bæinn Churchill við Hudson-flóa, sem kallar sig ísbjarnarhöfuðborg heimsins, þar hafa tveir menn látist vegna ísbjarna á síðustu 300 árum. Hér í þjóðgarði við Pangnirtung á Baffinseyju ganga bakpokaaferðalangar um dögum saman á ísbjarnarslóðum og þeim er bannað að hafa með sér byssu. Það eina sem þeir fá eru leiðbeiningar á blaði um hvernig eigi að umgangast ísbirni. Nálgist aldrei ísbjörn, aldrei ögra birni, og alls ekki lenda á milli birnu og húna. Ef þið sjáið ísbjörn og hann veit ekki af ykkur: Ganga rólega burt af svæðinu, halda ró sinni, fylgjast með birninum og forðast að láta vindinn bera lykt ykkar til bjarnarins. Ef björninn veit af ykkur; ganga rólega til baka, engar snöggar hreyfingar og alls ekki að hlaupa því þá gæti hann litið á ykkur sem bráð. Og þá er betra að björninn róist og geti nýtt þefskynið til að fylgjast með ykkur.Fylgist með birninum en ekki horfast í augu við hann. Ekki ögra. Ísbirnir eru forvitnir um menn en þeir eru líka skræfur og hræðast auðveldlega menn en ef ísbjörn gerir sig líklegan til að ráðast á ykkur þá er vopnlausum ferðalöngum ráðlagt að hræða hann í burtu með því lyfta höndum upp eða flík, láta sig þannig sýnast stærri og öskra og garga á björninn. En þá verður hann að hafa flóttaleið. Standið saman í hóp. Komið ykkur burt af svæðinu en alls ekki hlaupa. Ef menn lenda í slag er best að standa fastur fyrir og berjast á móti með tiltækum vopnum, spýtum eða hnífum. Ísbjörninn kemst ekki á lista yfir hættulegustu dýr jarðar en þar er móskítóflugan á toppnum með tvær milljónir mannslífa á ári, en síðan koma snákar, sporðdrekar, krókódílar, fílar, býflugur, ljón, flóðhestar, marglyttur og hákarlar, og er þá maðurinn sjálfur undanskilinn.
Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Innlent Fleiri fréttir Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Sjá meira