Innlent

19 ára vaktmaður sá eldtungu

Hafþór Þórsson, 19 ára vaktmaður varð eldsins við Hringrás fyrst var. Hann sagði að eldtunga hefði teygt sig út úr einu horni vöruskemmu á svæði Hringrásar. Hafþór gerði Neyðarlínunni strax viðvart og þegar slökkvilið kom á staðinn örfáum mínútum síðar var húsið alelda. Eldurinn læsti sig fljótlega í dekkjahrúgu við hlið skemmunnar og úr varð gríðarmikið bál á fáum mínútum. Slökkvilið virðist vera að ná tökum á eldinum en ljóst er að slökkvistarf mun taka langan tíma. Varðskip er komið að svæðinu og dælir sjó í tækjabúnað slökkviliðsins. Lögregla og björgunarlið eru enn að rýma hús í nágrenninu og flytja íbúa í fjöldahjálparstöð Rauða krossins í Langholtsskóla. Þar eru læknar og hjúkrunarfólk til aðstoðar en ekki er vitað um nein alvarleg slys á fólki. Fólki verður ekki leyft að snúa heim í nótt og gistir því í Langholtsskóla. Leigubílar eru til taks fyrir þá sem geta fengið gistingu hjá ættingjum og vinum. Rauði krossinn hefur opnað upplýsingasíma þar sem menn geta fengið upplýsingar um ættingja sína, síminn er 1717.MYNDASÍÐA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×