Stóra bomban heldur áfram: Sakar Sigmund um innherjasvik og krefst afsagnar Jóhann Óli Eiðsson skrifar 29. mars 2016 09:30 Forstjórinn og ráðherrann karpa enn en að undanförnu hefur talsvert meira heyrst í Kára. Ritdeila Kára Stefánssonar og Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, „Stóra bomban“ hin síðari, heldur áfram. Í dag birtist í Morgunblaðinu opið bréf Kára til forsætisráðherra þar sem forstjórinn krefst þess að Sigmundur segi af sér auk þess að saka hann um innherjaviðskipti og möguleg landráð. „[Neyðist þú] ekki til þess að standa upp úr stólnum vegna þess að Alþingi er að einhverju leyti skipað lúðulökum og lufsum, þá er ég viss um að þú munir gera það af fúsum og frjálsum vilja af því þú ert góður drengur og af því þér þykir vænt um þína þjóð,“ skrifar Kári. Til stuðnings máli sínu bendir Kári á tvo punkta. Í fyrsta lagi bendir Kári á að Sigmundur Davíð sé einn þeirra kröfuhafa sem bera 550 milljörðum meira úr býtum en stefnt var að í upphafi. Forstjórinn segir að þar skipti engu þó að krafan hafi verið komin til vegna séreignar eiginkonu hans þar sem að reglur um innherjaviðskipti geri ráð fyrir að hagsmunir maka leið til sömu hagsmunaárekstra og þínir eigin. „Þjóðarleiðtogi sem er að semja fyrir hönd þjóðarsinnar og hefur sem einstaklingur hagsmuna að gæta með þeim sem hann er að semja við og gegn þjóðinni er óhæfur til þess að sinna starfi sínu og ef hann heldur því leyndi má leiða að því rök að hann hafi orðið uppvís að landráðum,“ skrifar Kári.Rifjar upp mál Baldurs Guðlaugs Í öðru lagi telur Kári að sú staðreynd að Sigmundur Davíð hafi haft innsýn í möguleg framtíðarverðmæti kröfu sinnar feli í sér að hann sé sekur um innherjaviðskipti. Líkir Kári máli Sigmundar meðal annars saman við mál Baldurs Guðlaugssonar, fyrrverandi ráðuneytisstjóra fjármálaráðuneytisins. „Nú er líklegt að það séu þeir bæði í pólitík og utan sem mér eru ósammála um það sem ég hef sagt í þessu bréfi vegna þess að þú átt vegna verðleika þinna stuðningsmenn og aðdáendur út um allt en það er næsta víst að margir koma til með að sjá þetta svipuðum augum og ég. Þar af leiðandi kemurðu til með að hrekjast úr embætti að endingu þótt þú berjist gegn því með kjafti og klóm,“ segir í niðurlagi opna bréfsins.Stóra bomban hinni fyrri átti sér stað árið 1930 en það var ritdeila Jónasar Jónssonar frá Hriflu, þáverandi dómsmálaráðherra fyrir Framsóknarflokkinn, og Helga Tómassonar yfirlæknis á Kleppi. Þó að efnistök þeirrar deilu hafi verið önnur eru atvik svipuð að hluta þar sem um ráðherra Framsóknarflokksins og læknir eru þátttakendur. Opinn pennavinskapur Kára og Sigmundar hefur einnig staðið yfir í talsvert lengri tíma. Tengdar fréttir Segir forsætisráðherra vinna skemmdarverk Kári Stefánsson segir það skemmdarverk af hálfu forsætisráðherra að leggja til breytingar á staðsetningu nýs Landspítala á þessari stundu. Undirskriftarsöfnun hans fyrir endurreisn heilbrigðiskerfisins er nú orðin sú stærsta í Íslandssögunni. 13. mars 2016 18:45 Kári segir að Sigmundi verði „hent út á eyrunum við næstu kosningar“ Kári Stefánsson segir Sigmund Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, ekki hlusta á fólkið í landinu og vísar í orð hans á þingi í vikunni í óundirbúnum fyrirspurnartíma. 18. febrúar 2016 10:37 Sigmundur Davíð segir Kára yfirgangssegg og besservisser Forsætisráðherra kallar Kára Stefánsson "Toppara“ sem er þjakaður af athyglissýki. 11. desember 2015 08:52 Kári skrifar opið bréf til Sigmundar Davíðs: Segir forsætisráðherra í stríði við samstarfsflokkinn Kári Stefánsson fer um víðan völl í opnu bréfi til Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra. 18. mars 2016 06:45 Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Fleiri fréttir Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Sjá meira
Ritdeila Kára Stefánssonar og Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, „Stóra bomban“ hin síðari, heldur áfram. Í dag birtist í Morgunblaðinu opið bréf Kára til forsætisráðherra þar sem forstjórinn krefst þess að Sigmundur segi af sér auk þess að saka hann um innherjaviðskipti og möguleg landráð. „[Neyðist þú] ekki til þess að standa upp úr stólnum vegna þess að Alþingi er að einhverju leyti skipað lúðulökum og lufsum, þá er ég viss um að þú munir gera það af fúsum og frjálsum vilja af því þú ert góður drengur og af því þér þykir vænt um þína þjóð,“ skrifar Kári. Til stuðnings máli sínu bendir Kári á tvo punkta. Í fyrsta lagi bendir Kári á að Sigmundur Davíð sé einn þeirra kröfuhafa sem bera 550 milljörðum meira úr býtum en stefnt var að í upphafi. Forstjórinn segir að þar skipti engu þó að krafan hafi verið komin til vegna séreignar eiginkonu hans þar sem að reglur um innherjaviðskipti geri ráð fyrir að hagsmunir maka leið til sömu hagsmunaárekstra og þínir eigin. „Þjóðarleiðtogi sem er að semja fyrir hönd þjóðarsinnar og hefur sem einstaklingur hagsmuna að gæta með þeim sem hann er að semja við og gegn þjóðinni er óhæfur til þess að sinna starfi sínu og ef hann heldur því leyndi má leiða að því rök að hann hafi orðið uppvís að landráðum,“ skrifar Kári.Rifjar upp mál Baldurs Guðlaugs Í öðru lagi telur Kári að sú staðreynd að Sigmundur Davíð hafi haft innsýn í möguleg framtíðarverðmæti kröfu sinnar feli í sér að hann sé sekur um innherjaviðskipti. Líkir Kári máli Sigmundar meðal annars saman við mál Baldurs Guðlaugssonar, fyrrverandi ráðuneytisstjóra fjármálaráðuneytisins. „Nú er líklegt að það séu þeir bæði í pólitík og utan sem mér eru ósammála um það sem ég hef sagt í þessu bréfi vegna þess að þú átt vegna verðleika þinna stuðningsmenn og aðdáendur út um allt en það er næsta víst að margir koma til með að sjá þetta svipuðum augum og ég. Þar af leiðandi kemurðu til með að hrekjast úr embætti að endingu þótt þú berjist gegn því með kjafti og klóm,“ segir í niðurlagi opna bréfsins.Stóra bomban hinni fyrri átti sér stað árið 1930 en það var ritdeila Jónasar Jónssonar frá Hriflu, þáverandi dómsmálaráðherra fyrir Framsóknarflokkinn, og Helga Tómassonar yfirlæknis á Kleppi. Þó að efnistök þeirrar deilu hafi verið önnur eru atvik svipuð að hluta þar sem um ráðherra Framsóknarflokksins og læknir eru þátttakendur. Opinn pennavinskapur Kára og Sigmundar hefur einnig staðið yfir í talsvert lengri tíma.
Tengdar fréttir Segir forsætisráðherra vinna skemmdarverk Kári Stefánsson segir það skemmdarverk af hálfu forsætisráðherra að leggja til breytingar á staðsetningu nýs Landspítala á þessari stundu. Undirskriftarsöfnun hans fyrir endurreisn heilbrigðiskerfisins er nú orðin sú stærsta í Íslandssögunni. 13. mars 2016 18:45 Kári segir að Sigmundi verði „hent út á eyrunum við næstu kosningar“ Kári Stefánsson segir Sigmund Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, ekki hlusta á fólkið í landinu og vísar í orð hans á þingi í vikunni í óundirbúnum fyrirspurnartíma. 18. febrúar 2016 10:37 Sigmundur Davíð segir Kára yfirgangssegg og besservisser Forsætisráðherra kallar Kára Stefánsson "Toppara“ sem er þjakaður af athyglissýki. 11. desember 2015 08:52 Kári skrifar opið bréf til Sigmundar Davíðs: Segir forsætisráðherra í stríði við samstarfsflokkinn Kári Stefánsson fer um víðan völl í opnu bréfi til Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra. 18. mars 2016 06:45 Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Fleiri fréttir Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Sjá meira
Segir forsætisráðherra vinna skemmdarverk Kári Stefánsson segir það skemmdarverk af hálfu forsætisráðherra að leggja til breytingar á staðsetningu nýs Landspítala á þessari stundu. Undirskriftarsöfnun hans fyrir endurreisn heilbrigðiskerfisins er nú orðin sú stærsta í Íslandssögunni. 13. mars 2016 18:45
Kári segir að Sigmundi verði „hent út á eyrunum við næstu kosningar“ Kári Stefánsson segir Sigmund Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, ekki hlusta á fólkið í landinu og vísar í orð hans á þingi í vikunni í óundirbúnum fyrirspurnartíma. 18. febrúar 2016 10:37
Sigmundur Davíð segir Kára yfirgangssegg og besservisser Forsætisráðherra kallar Kára Stefánsson "Toppara“ sem er þjakaður af athyglissýki. 11. desember 2015 08:52
Kári skrifar opið bréf til Sigmundar Davíðs: Segir forsætisráðherra í stríði við samstarfsflokkinn Kári Stefánsson fer um víðan völl í opnu bréfi til Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra. 18. mars 2016 06:45