Kári skrifar opið bréf til Sigmundar Davíðs: Segir forsætisráðherra í stríði við samstarfsflokkinn Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 18. mars 2016 06:45 Kári Stefánsson og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson. vísir Kári Stefánsson segir að tillaga Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra um að flytja fyrirhugaða spítalabyggingu frá Hringbraut að Vífilsstöðum benda til þess að þar með sé forsætisráðherra sestur í stjórnarandstöðu. Tillagan hafi verið sett fram sem stríðsyfirlýsing gegn samstarfsflokki Framsóknarflokksins í ríkisstjórn, Sjálfstæðisflokknum. Þetta kemur fram í opnu bréfi sem Kári hefur skrifað til forsætisráðherra og birtist í Fréttablaðinu í dag. Fer Kári yfir feril Sigmundar Davíð sem forsætisráðherra. Segir Kári það vera með öllu fordæmislaust að ráðherra í samsteypustjórn gangi opinberlega gegn mikilvægum ákvörðunum ráðherra úr samstarfsflokki sínum. „Það má leiða að því rök að þar með sért þú genginn í lið með stjórnarandstöðunnni og sitjir beggja vegna borðs, bæði sem forsætisráðherra og stjórnarandstöðuþingmaður,“ ritar Kári áður en hann heldur áfram. „Tillagan, sem í efni sínu var í það minnsta allt í lagi, var sett fram sem nokkurs konar stríðyfirlýsing gegn samstarfsflokki þínum í ríkisstjórninni og þeim aðilum sem veita heilbrigðismálum forystu í landinu.“Sjá einnig: Kári segir að Sigmundi verði „hent út á eyrunum við næstu kosningar“Kári segist vita að Sigmundur Davíð hafi rætt við landlækni um tillögu sína og hafi hann mælt gegn því að forsætisráðherra setti hana fram. Með því að setja fram þessa tillögu, sem Kári nefnir sprengju, hafi forsætisráðherra enn aukið á þá erfiðleika sem þarf að yfirstíga til þess að nýr spítali rísi sem fyrst. Það sé það sem skipti máli, ekki nákvæmlega hvar hann verði byggður líkt og Kári hefur áður sagt.Forsætisráðherra fari í sjósund, horfi í spegil og segi: Það er gaman að vera forsætisráðherraKári fer um víðan völl í greininni og minnist meðal annars á brandara sem hann segir að gárungarnir segi um Sigmund Davíð. „Á fyrstu tveimur árum þínum í forsætisráðherrastóli kvartaði stjórnarandstaðan oft undan fjarveru þinni úr þingsal og því að þú væri gjarnan í fríi og það næðist ekki í þig. Sannist hér hið fornkveðna að enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur. Nú þjáist nefnilega ekki bara stjórnarandstaðan og stjórnin heldur þjóðin öll af skorti á fjarveru þinni.“Sjá einnig: Sigmundur Davíð segir Kára yfirgangssegg og besservisserKári segir að upphaflega hafi Sigmundur Davíð komið inn í íslensk stjórnmál eins og ferskur vindur á vordegi en fljótlega hafi farið að halla undan fæti. Telur hann líklegt að það hafi verið ákveðið áfall fyrir ungan mann eins og Sigmund að verða forsætisráðherra og segir margt benda til þess að Sigmundur Davíð telji sig ekki eiga skilið að gegna því embætti. Kári hefur þó ráð á reiðum höndum fyrir Sigmund Davíð til þess að vinna bug á þeirri tilfinningu. „Þú ferð út í Nauthólsvík í hádeginu á miðvikudögum, slæst í hópinn með sjósundsfólkinu og dvelur nokkrar mínútur í ísköldu vatninu. Þú ferð beint þaðan niður í stjórnarráð, sest fyrir framan spegil og horfir svo hvasst í augun á sjálfum þér að þú verðir að horfa undan og horfir svo til baka og segir aftur og aftur: það er gaman að vera forsætisráðherra, það er gaman að vera forsætisráðherra þangað til þú ferð að trúa því sjálfur.“Lesa má opið bréf Kára Stefánssonar til Sigmundar Davíðs í heild með því að smella hér. Tengdar fréttir Kári segir að Sigmundi verði „hent út á eyrunum við næstu kosningar“ Kári Stefánsson segir Sigmund Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, ekki hlusta á fólkið í landinu og vísar í orð hans á þingi í vikunni í óundirbúnum fyrirspurnartíma. 18. febrúar 2016 10:37 Kári: Heiður að fá skvettu úr koppi forsætisráðherra „Það er alveg ljóst að ég kem til með að þvo þetta af mér og þurrka mér.“ 11. desember 2015 14:51 Sigmundur Davíð kallar Kára mannvin og miskunnsaman samfélagsrýni Ritdeilum forsætisráðherra og Kára Stefánssonar er hvergi nærri lokið. 27. janúar 2016 12:06 Hæstvirtur forsætisráðherra Opið bréf til Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar Sigmundur Davíð, það eru ekki nema nokkur ár síðan þú komst inn í íslensk stjórnmál eins og ferskur vindur á vordegi. Þú varst ungur og hugrakkur og horfðir yfir landið hvössum augum og sást hvað skipti máli og hvað ekki. Þú braust inn 18. mars 2016 07:00 Kári segir Sigmund fýldan út í allt og alla: „Þá sérstaklega þjóðina sem hann á að stjórna“ Segir forsætisráðherra eiga að taka fátækari þjóðir sér til fyrirmyndar í stað þess að lítilsvirða þær. 26. janúar 2016 15:07 Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Innlent Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Erlent Fleiri fréttir Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Sveitarstjórn hafi látið aflífa hunda án heimildar Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Sjá meira
Kári Stefánsson segir að tillaga Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra um að flytja fyrirhugaða spítalabyggingu frá Hringbraut að Vífilsstöðum benda til þess að þar með sé forsætisráðherra sestur í stjórnarandstöðu. Tillagan hafi verið sett fram sem stríðsyfirlýsing gegn samstarfsflokki Framsóknarflokksins í ríkisstjórn, Sjálfstæðisflokknum. Þetta kemur fram í opnu bréfi sem Kári hefur skrifað til forsætisráðherra og birtist í Fréttablaðinu í dag. Fer Kári yfir feril Sigmundar Davíð sem forsætisráðherra. Segir Kári það vera með öllu fordæmislaust að ráðherra í samsteypustjórn gangi opinberlega gegn mikilvægum ákvörðunum ráðherra úr samstarfsflokki sínum. „Það má leiða að því rök að þar með sért þú genginn í lið með stjórnarandstöðunnni og sitjir beggja vegna borðs, bæði sem forsætisráðherra og stjórnarandstöðuþingmaður,“ ritar Kári áður en hann heldur áfram. „Tillagan, sem í efni sínu var í það minnsta allt í lagi, var sett fram sem nokkurs konar stríðyfirlýsing gegn samstarfsflokki þínum í ríkisstjórninni og þeim aðilum sem veita heilbrigðismálum forystu í landinu.“Sjá einnig: Kári segir að Sigmundi verði „hent út á eyrunum við næstu kosningar“Kári segist vita að Sigmundur Davíð hafi rætt við landlækni um tillögu sína og hafi hann mælt gegn því að forsætisráðherra setti hana fram. Með því að setja fram þessa tillögu, sem Kári nefnir sprengju, hafi forsætisráðherra enn aukið á þá erfiðleika sem þarf að yfirstíga til þess að nýr spítali rísi sem fyrst. Það sé það sem skipti máli, ekki nákvæmlega hvar hann verði byggður líkt og Kári hefur áður sagt.Forsætisráðherra fari í sjósund, horfi í spegil og segi: Það er gaman að vera forsætisráðherraKári fer um víðan völl í greininni og minnist meðal annars á brandara sem hann segir að gárungarnir segi um Sigmund Davíð. „Á fyrstu tveimur árum þínum í forsætisráðherrastóli kvartaði stjórnarandstaðan oft undan fjarveru þinni úr þingsal og því að þú væri gjarnan í fríi og það næðist ekki í þig. Sannist hér hið fornkveðna að enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur. Nú þjáist nefnilega ekki bara stjórnarandstaðan og stjórnin heldur þjóðin öll af skorti á fjarveru þinni.“Sjá einnig: Sigmundur Davíð segir Kára yfirgangssegg og besservisserKári segir að upphaflega hafi Sigmundur Davíð komið inn í íslensk stjórnmál eins og ferskur vindur á vordegi en fljótlega hafi farið að halla undan fæti. Telur hann líklegt að það hafi verið ákveðið áfall fyrir ungan mann eins og Sigmund að verða forsætisráðherra og segir margt benda til þess að Sigmundur Davíð telji sig ekki eiga skilið að gegna því embætti. Kári hefur þó ráð á reiðum höndum fyrir Sigmund Davíð til þess að vinna bug á þeirri tilfinningu. „Þú ferð út í Nauthólsvík í hádeginu á miðvikudögum, slæst í hópinn með sjósundsfólkinu og dvelur nokkrar mínútur í ísköldu vatninu. Þú ferð beint þaðan niður í stjórnarráð, sest fyrir framan spegil og horfir svo hvasst í augun á sjálfum þér að þú verðir að horfa undan og horfir svo til baka og segir aftur og aftur: það er gaman að vera forsætisráðherra, það er gaman að vera forsætisráðherra þangað til þú ferð að trúa því sjálfur.“Lesa má opið bréf Kára Stefánssonar til Sigmundar Davíðs í heild með því að smella hér.
Tengdar fréttir Kári segir að Sigmundi verði „hent út á eyrunum við næstu kosningar“ Kári Stefánsson segir Sigmund Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, ekki hlusta á fólkið í landinu og vísar í orð hans á þingi í vikunni í óundirbúnum fyrirspurnartíma. 18. febrúar 2016 10:37 Kári: Heiður að fá skvettu úr koppi forsætisráðherra „Það er alveg ljóst að ég kem til með að þvo þetta af mér og þurrka mér.“ 11. desember 2015 14:51 Sigmundur Davíð kallar Kára mannvin og miskunnsaman samfélagsrýni Ritdeilum forsætisráðherra og Kára Stefánssonar er hvergi nærri lokið. 27. janúar 2016 12:06 Hæstvirtur forsætisráðherra Opið bréf til Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar Sigmundur Davíð, það eru ekki nema nokkur ár síðan þú komst inn í íslensk stjórnmál eins og ferskur vindur á vordegi. Þú varst ungur og hugrakkur og horfðir yfir landið hvössum augum og sást hvað skipti máli og hvað ekki. Þú braust inn 18. mars 2016 07:00 Kári segir Sigmund fýldan út í allt og alla: „Þá sérstaklega þjóðina sem hann á að stjórna“ Segir forsætisráðherra eiga að taka fátækari þjóðir sér til fyrirmyndar í stað þess að lítilsvirða þær. 26. janúar 2016 15:07 Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Innlent Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Erlent Fleiri fréttir Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Sveitarstjórn hafi látið aflífa hunda án heimildar Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Sjá meira
Kári segir að Sigmundi verði „hent út á eyrunum við næstu kosningar“ Kári Stefánsson segir Sigmund Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, ekki hlusta á fólkið í landinu og vísar í orð hans á þingi í vikunni í óundirbúnum fyrirspurnartíma. 18. febrúar 2016 10:37
Kári: Heiður að fá skvettu úr koppi forsætisráðherra „Það er alveg ljóst að ég kem til með að þvo þetta af mér og þurrka mér.“ 11. desember 2015 14:51
Sigmundur Davíð kallar Kára mannvin og miskunnsaman samfélagsrýni Ritdeilum forsætisráðherra og Kára Stefánssonar er hvergi nærri lokið. 27. janúar 2016 12:06
Hæstvirtur forsætisráðherra Opið bréf til Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar Sigmundur Davíð, það eru ekki nema nokkur ár síðan þú komst inn í íslensk stjórnmál eins og ferskur vindur á vordegi. Þú varst ungur og hugrakkur og horfðir yfir landið hvössum augum og sást hvað skipti máli og hvað ekki. Þú braust inn 18. mars 2016 07:00
Kári segir Sigmund fýldan út í allt og alla: „Þá sérstaklega þjóðina sem hann á að stjórna“ Segir forsætisráðherra eiga að taka fátækari þjóðir sér til fyrirmyndar í stað þess að lítilsvirða þær. 26. janúar 2016 15:07