Létt við heimkomuna 13. október 2005 15:02 Ekki miklar skemmdir urðu á heimilum á Kleppsvegi af völdum eldsvoðans sem varð þegar endurvinnslustöðin Hringrás brann til kaldra kola á mánudag. Lyktin eftir eiturmettaðan reykinn sat þó í teppum stigaganga og fannst einnig í íbúðunum. Ekki margir snéru heim á fyrstu klukkustund eftir að lögreglan hafði gefið til þess leyfi. Fólkið sem Fréttablaðið hitti var létt. Það hafði gist hjá ættingjum og haft áhyggjur af eigum sínum. Um 600 íbúar urðu að yfirgefa heimili sína í Laugarneshverfinu vegna eiturgufanna í fyrra kvöld. Helgi Unnar Valgeirsson, kona hans Sigríður Elín og sonur yfirgáfu íbúðina sína upp úr ellefu í gærkvöldi. Þau töldu ekki ráðlegt að hafa soninn í íbúðinni vegna lyktarinnar og reyksins þar sem hann þjáist af astma. Þá eiga þau von á sínu öðru barni og vænta þess á laugardag: "Við vorum að kaupa íbúðina og erum nýbúin að mála hana alla. Ég hef verið að flísaleggja og gera allt klár. Barnið að koma á laugardaginn og þá gerist þetta," segir Helgi sem hefur staðið í undirbúningi fyrir fjölgun í fjölskyldunni síðasta mánuðinn: "Allt var tilbúið en nú liggur brækjan um íbúðina. Barnafötin nýþvegin voru komin á sinn stað, en nú þurfum við að taka allt í gegn aftur." Stofan í íbúðinni snýr frá sjónum þar sem reykinn lagði að húsinu. Hún var lokuð og mátti finna mikinn mun á lyktinni þar inni og miðað við þann hluta íbúðarinnar sem mæddi helst á. Helgi sagðist óviss um hvernær fjölskyldan gisti aftur í íbúðinni. Þau vildu vera viss og hafa varann á vegna astma sonarins og ástands konunnar. Anna Guðmundsdóttir og maður hennar Gunnar Guðmannsson voru nýkomin heim frá dóttur sinn í Kópavogi sem þau gistu hjá: "Við lokuðum gluggum snemma og biðum þar til lögreglan kom og bankaði," segir Anna. Henni hafi verið orðið órótt og viljað komast heim sem fyrst að skoða aðstæðurnar. "Það er ekki mikið í fötum og allt virðist í lagi. Það var aðeins lykt á ganginum en ekkert inni í stofu eða svefnherbergi þannig að við sleppum vel þó við séum svona nálægt eldsupptökunum." Anna og Gunnar eiga fimm uppkomin börn. Gunnar sat við símann og greindi frá því að allt hefði farið vel. Anna taldi þau hjónin heppin. Það hafi farið um hana þar sem þau hafi ekki haft innbústryggingar. Aðalheiður Hauksdóttir og barnabarn hennar Aron Freyr voru í eftirlitsferð um íbúð foreldra hennar við Klapparstíg sem voru erlendis. "Þau eru búin að vera á línunni og hringdu strax niður í Rauða kross-hús til að tilkynna sig. Ég hafði búið mig undir það versta, að allt yrði svart, en íbúðin virðist í lagi," segir Aðalheiður. Hún búi við Granda og hafi fundið lyktina sem lagði yfir bæinn í fyrrakvöld. Hún segir foreldra hennar hafa verið áhyggjufulla en prísaði sig sæla fyrir að ekki fór verr. Fréttir Innlent Mest lesið Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Innlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Innlent „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent Fleiri fréttir „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Sjá meira
Ekki miklar skemmdir urðu á heimilum á Kleppsvegi af völdum eldsvoðans sem varð þegar endurvinnslustöðin Hringrás brann til kaldra kola á mánudag. Lyktin eftir eiturmettaðan reykinn sat þó í teppum stigaganga og fannst einnig í íbúðunum. Ekki margir snéru heim á fyrstu klukkustund eftir að lögreglan hafði gefið til þess leyfi. Fólkið sem Fréttablaðið hitti var létt. Það hafði gist hjá ættingjum og haft áhyggjur af eigum sínum. Um 600 íbúar urðu að yfirgefa heimili sína í Laugarneshverfinu vegna eiturgufanna í fyrra kvöld. Helgi Unnar Valgeirsson, kona hans Sigríður Elín og sonur yfirgáfu íbúðina sína upp úr ellefu í gærkvöldi. Þau töldu ekki ráðlegt að hafa soninn í íbúðinni vegna lyktarinnar og reyksins þar sem hann þjáist af astma. Þá eiga þau von á sínu öðru barni og vænta þess á laugardag: "Við vorum að kaupa íbúðina og erum nýbúin að mála hana alla. Ég hef verið að flísaleggja og gera allt klár. Barnið að koma á laugardaginn og þá gerist þetta," segir Helgi sem hefur staðið í undirbúningi fyrir fjölgun í fjölskyldunni síðasta mánuðinn: "Allt var tilbúið en nú liggur brækjan um íbúðina. Barnafötin nýþvegin voru komin á sinn stað, en nú þurfum við að taka allt í gegn aftur." Stofan í íbúðinni snýr frá sjónum þar sem reykinn lagði að húsinu. Hún var lokuð og mátti finna mikinn mun á lyktinni þar inni og miðað við þann hluta íbúðarinnar sem mæddi helst á. Helgi sagðist óviss um hvernær fjölskyldan gisti aftur í íbúðinni. Þau vildu vera viss og hafa varann á vegna astma sonarins og ástands konunnar. Anna Guðmundsdóttir og maður hennar Gunnar Guðmannsson voru nýkomin heim frá dóttur sinn í Kópavogi sem þau gistu hjá: "Við lokuðum gluggum snemma og biðum þar til lögreglan kom og bankaði," segir Anna. Henni hafi verið orðið órótt og viljað komast heim sem fyrst að skoða aðstæðurnar. "Það er ekki mikið í fötum og allt virðist í lagi. Það var aðeins lykt á ganginum en ekkert inni í stofu eða svefnherbergi þannig að við sleppum vel þó við séum svona nálægt eldsupptökunum." Anna og Gunnar eiga fimm uppkomin börn. Gunnar sat við símann og greindi frá því að allt hefði farið vel. Anna taldi þau hjónin heppin. Það hafi farið um hana þar sem þau hafi ekki haft innbústryggingar. Aðalheiður Hauksdóttir og barnabarn hennar Aron Freyr voru í eftirlitsferð um íbúð foreldra hennar við Klapparstíg sem voru erlendis. "Þau eru búin að vera á línunni og hringdu strax niður í Rauða kross-hús til að tilkynna sig. Ég hafði búið mig undir það versta, að allt yrði svart, en íbúðin virðist í lagi," segir Aðalheiður. Hún búi við Granda og hafi fundið lyktina sem lagði yfir bæinn í fyrrakvöld. Hún segir foreldra hennar hafa verið áhyggjufulla en prísaði sig sæla fyrir að ekki fór verr.
Fréttir Innlent Mest lesið Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Innlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Innlent „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent Fleiri fréttir „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Sjá meira