Innlent

Hrólfur sótti um framkvæmdasviðið

Átta sóttu um starf sviðsstjóra framkvæmdasviðs hjá Reykjavíkurborg en umsóknarfrestur rann út á hádegi á mánudaginn var. Umsækjendur eru: Garðar Lárusson, starfsmaður friðargæslu í Afganistan, Guðrún S. Hilmisdóttir, verkfræðingur hjá Gatnamálastofu, Hrólfur Jónsson slökkviliðsstjóri, Jóhann Einarsson, markaðsrannsóknastjóri hjá Fróða, Kristinn J. Gíslason, deildarstjóri Fasteignastofu, Ólafur Bjarnason, forstöðumaður hjá Umhverfis- og tæknisviði Reykjavíkurborgar, Óskar Örn Jónsson, ráðgjafarverkfræðingur og Stefán Agnar Finnsson, yfirverkfræðingur hjá Umhvefis- og tæknisviði Reykjavíkurborgar. Búist er við að gengið verði frá ráðningunni í dag eða á morgun og að ráðningin verði lögð fyrir borgarráð á fimmtudag.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×