Hætt að greiða ljósmæðranemum laun á Landspítala Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar 2. júlí 2013 09:00 Nemar í ljósmóðurfræði ganga allar vaktir, að sögn námsbrautarstjóra. Fréttablaðið/Vilhelm Hjúkrunarfræðingar í ljósmóðurfræðinámi munu frá og með miðju næsta ári ekki fá greitt fyrir verklegan hluta námsins. Helga Gottfreðsdóttir námsbrautarstjóri er ósátt við þetta. „Við höfum beðið um að samræmis sé gætt í launagreiðslum til nema í starfsnámi á spítalanum. Hjúkrunarfræðingar í skurð- og svæfingarhjúkrunarnámi fá til dæmis greidd laun.“ Jón Hilmar Friðriksson, framkvæmdastjóri kvenna- og barnasviðs Landspítalans, sem sendi Helgu Gottfreðsdóttur bréf um að greiðslum yrði hætt, segir að námið í skurð- og svæfingarhjúkrun sé skipulagt af spítalanum. „Við viljum meina að þarna sé eðlismunur. Svo snýst þetta einnig um hagræðingu. Ég get ekki verið að segja upp föstu starfsfólki og draga úr starfsemi til þess að borga nemum laun.“ Jón Hilmar bendir á að nemar í ljósmóðurfræði fái núna eingöngu laun frá Landspítala og FSA en ekki öðrum stofnunum þar sem þeir eru í starfsnámi. Spurður segir hann læknanema í starfsnámi ekki fá laun. Hins vegar fái útskrifaðir nemar á kandídatsári laun þar sem þá séu þeir starfsmenn spítalans.Helga GottfreðsdóttirHelga segir nemendur á fyrra ári í ljósmóðurfræði hafa verið á launum þar til fyrir nokkrum árum. Síðan hafi hluti greiðslnanna á öðru ári verið afnuminn og nú eigi að afnema allar greiðslur. „Þetta er tveggja ára nám og 65 til 70 prósent þess er klínískt nám. Nemarnir fara á allar vaktir og það hefur komið deildunum ágætlega. Við berum ábyrgð á bóklega þætti námsins en spítalinn á klíníska þættinum. Við tökum inn tíu nemendur á ári og af þeim hefur nú einn dregið umsókn sína til baka vegna fyrirsjáanlegs launaleysis. Það er ekki hægt að læra ljósmóðurfræði nema vera í mikilli vinnu. Þetta er lítill hópur og viðkvæmur en þetta er sá fjöldi sem við þurfum til þess að viðhalda þeirri þjónustu sem ljósmæður standa fyrir. Ég veit ekki hvaða áhrif þetta hefur inn í framtíðina.“ Námsbrautarstjórinn tekur það fram að hún vilji ekki að hreyft verði við launum annarra nema. „Við köllum hins vegar eftir samræmi og vonum að spítalinn endurskoði ákvörðun sína.“ Mest lesið Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Fleiri fréttir „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Sjá meira
Hjúkrunarfræðingar í ljósmóðurfræðinámi munu frá og með miðju næsta ári ekki fá greitt fyrir verklegan hluta námsins. Helga Gottfreðsdóttir námsbrautarstjóri er ósátt við þetta. „Við höfum beðið um að samræmis sé gætt í launagreiðslum til nema í starfsnámi á spítalanum. Hjúkrunarfræðingar í skurð- og svæfingarhjúkrunarnámi fá til dæmis greidd laun.“ Jón Hilmar Friðriksson, framkvæmdastjóri kvenna- og barnasviðs Landspítalans, sem sendi Helgu Gottfreðsdóttur bréf um að greiðslum yrði hætt, segir að námið í skurð- og svæfingarhjúkrun sé skipulagt af spítalanum. „Við viljum meina að þarna sé eðlismunur. Svo snýst þetta einnig um hagræðingu. Ég get ekki verið að segja upp föstu starfsfólki og draga úr starfsemi til þess að borga nemum laun.“ Jón Hilmar bendir á að nemar í ljósmóðurfræði fái núna eingöngu laun frá Landspítala og FSA en ekki öðrum stofnunum þar sem þeir eru í starfsnámi. Spurður segir hann læknanema í starfsnámi ekki fá laun. Hins vegar fái útskrifaðir nemar á kandídatsári laun þar sem þá séu þeir starfsmenn spítalans.Helga GottfreðsdóttirHelga segir nemendur á fyrra ári í ljósmóðurfræði hafa verið á launum þar til fyrir nokkrum árum. Síðan hafi hluti greiðslnanna á öðru ári verið afnuminn og nú eigi að afnema allar greiðslur. „Þetta er tveggja ára nám og 65 til 70 prósent þess er klínískt nám. Nemarnir fara á allar vaktir og það hefur komið deildunum ágætlega. Við berum ábyrgð á bóklega þætti námsins en spítalinn á klíníska þættinum. Við tökum inn tíu nemendur á ári og af þeim hefur nú einn dregið umsókn sína til baka vegna fyrirsjáanlegs launaleysis. Það er ekki hægt að læra ljósmóðurfræði nema vera í mikilli vinnu. Þetta er lítill hópur og viðkvæmur en þetta er sá fjöldi sem við þurfum til þess að viðhalda þeirri þjónustu sem ljósmæður standa fyrir. Ég veit ekki hvaða áhrif þetta hefur inn í framtíðina.“ Námsbrautarstjórinn tekur það fram að hún vilji ekki að hreyft verði við launum annarra nema. „Við köllum hins vegar eftir samræmi og vonum að spítalinn endurskoði ákvörðun sína.“
Mest lesið Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Fleiri fréttir „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Sjá meira