Boðað til fundar milli Eflingar og Reykjavíkurborgar Sylvía Hall skrifar 17. febrúar 2020 17:20 Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, leiddi kröfugöngu frá Iðnó og yfir í ráðhúsið á þriðjudaginn. Vísir/Arnar H Ríkissáttasemjari hefur boðað samninganefndir Eflingar og Reykjavíkurborgar á fund klukkan tíu í fyrramálið. Þetta herma heimildir fréttastofu en ótímabundið verkfall félagsmanna Eflingar skall á nú á miðnætti. Verkfallið hefur áhrif á áhrif á 1.650 notendur velferðarþjónustu borgarinnar en alls starfa um 1.850 félagsmenn Eflingar hjá Reykjavíkurborg á 129 starfstöðvum. Aðgerðirnar munu hafa áhrif á vistun allra leikskólabarna í borginni. Ekkert hefur miðað í kjaraviðræðum Eflingar og borgarinnar undanfarið og var samningafundi frestað fyrir viku síðan. Síðasti fundur deiluaðila fór fram þann 7. febrúar síðastliðinn. Í samtali við fréttastofu þá sagði Sólveig Anna formaður Eflingar að mikið bæri á milli deiluaðila en sagðist þó telja stjórnendur borgarinnar fullfæra um að mæta kröfum Eflingar. „Það ber mikið á milli einfaldlega vegna þess að borgin sér fyrir sér að halda áfram að geta ofurarðrænt risastóran hóp kvenna sem að sinna mikilvægustu störfum í þessu samfélagi. Við aftur á móti erum ekki lengur tilbúnar að sætta okkur við það. Borgin hún getur mætt kröfum okkar,“ sagði Sólveig Anna. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri sagði ekki vera hægt að mæta öllum kröfum Eflingar. Með því færu viðræður við aðra aðila í uppnám enda myndi bilið milli háskólamenntaðra og ófaglærðra starfsmanna minnka umtalsvert. Í raun yrði enginn munur á launum þeirra hópa. „Kröfur Eflingar eru ekki bara um þessar umtalsverðu hækkanir á lægstu launin heldur í raun að fá meiri hækkanir ofan á það og upp stigann þannig að það verður nánast enginn munur á launum þeirra sem eru ófaglærðir og eru með þriggja til fimm ára háskólamenntun. Við einfaldlega teljum og vitum að leikskólakennarar og aðrir munu ekki sætta sig við það,“ sagði Dagur. Kjaramál Reykjavík Verkföll 2020 Tengdar fréttir Ótímabundið verkfall félagsmanna Eflingar skollið á Ótímabundið verkfall félagsmanna Eflingar sem starfa hjá Reykjavíkurborg hófst nú á miðnætti. Ekki hefur verið boðað til nýs samningafundar í kjaradeilunni. 17. febrúar 2020 00:01 „Langvarandi vanmat á gildum þessara starfa“ Ótímabundið verkfall Eflingar sem hófst á miðnætti hefur áhrif á um 1650 notendur velferðarþjónustu hjá Reykjavíkurborg. 17. febrúar 2020 12:42 Mest lesið Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Innlent Víða rigning og hiti að fjórtán stigum Veður „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Fleiri fréttir Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sjá meira
Ríkissáttasemjari hefur boðað samninganefndir Eflingar og Reykjavíkurborgar á fund klukkan tíu í fyrramálið. Þetta herma heimildir fréttastofu en ótímabundið verkfall félagsmanna Eflingar skall á nú á miðnætti. Verkfallið hefur áhrif á áhrif á 1.650 notendur velferðarþjónustu borgarinnar en alls starfa um 1.850 félagsmenn Eflingar hjá Reykjavíkurborg á 129 starfstöðvum. Aðgerðirnar munu hafa áhrif á vistun allra leikskólabarna í borginni. Ekkert hefur miðað í kjaraviðræðum Eflingar og borgarinnar undanfarið og var samningafundi frestað fyrir viku síðan. Síðasti fundur deiluaðila fór fram þann 7. febrúar síðastliðinn. Í samtali við fréttastofu þá sagði Sólveig Anna formaður Eflingar að mikið bæri á milli deiluaðila en sagðist þó telja stjórnendur borgarinnar fullfæra um að mæta kröfum Eflingar. „Það ber mikið á milli einfaldlega vegna þess að borgin sér fyrir sér að halda áfram að geta ofurarðrænt risastóran hóp kvenna sem að sinna mikilvægustu störfum í þessu samfélagi. Við aftur á móti erum ekki lengur tilbúnar að sætta okkur við það. Borgin hún getur mætt kröfum okkar,“ sagði Sólveig Anna. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri sagði ekki vera hægt að mæta öllum kröfum Eflingar. Með því færu viðræður við aðra aðila í uppnám enda myndi bilið milli háskólamenntaðra og ófaglærðra starfsmanna minnka umtalsvert. Í raun yrði enginn munur á launum þeirra hópa. „Kröfur Eflingar eru ekki bara um þessar umtalsverðu hækkanir á lægstu launin heldur í raun að fá meiri hækkanir ofan á það og upp stigann þannig að það verður nánast enginn munur á launum þeirra sem eru ófaglærðir og eru með þriggja til fimm ára háskólamenntun. Við einfaldlega teljum og vitum að leikskólakennarar og aðrir munu ekki sætta sig við það,“ sagði Dagur.
Kjaramál Reykjavík Verkföll 2020 Tengdar fréttir Ótímabundið verkfall félagsmanna Eflingar skollið á Ótímabundið verkfall félagsmanna Eflingar sem starfa hjá Reykjavíkurborg hófst nú á miðnætti. Ekki hefur verið boðað til nýs samningafundar í kjaradeilunni. 17. febrúar 2020 00:01 „Langvarandi vanmat á gildum þessara starfa“ Ótímabundið verkfall Eflingar sem hófst á miðnætti hefur áhrif á um 1650 notendur velferðarþjónustu hjá Reykjavíkurborg. 17. febrúar 2020 12:42 Mest lesið Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Innlent Víða rigning og hiti að fjórtán stigum Veður „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Fleiri fréttir Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sjá meira
Ótímabundið verkfall félagsmanna Eflingar skollið á Ótímabundið verkfall félagsmanna Eflingar sem starfa hjá Reykjavíkurborg hófst nú á miðnætti. Ekki hefur verið boðað til nýs samningafundar í kjaradeilunni. 17. febrúar 2020 00:01
„Langvarandi vanmat á gildum þessara starfa“ Ótímabundið verkfall Eflingar sem hófst á miðnætti hefur áhrif á um 1650 notendur velferðarþjónustu hjá Reykjavíkurborg. 17. febrúar 2020 12:42