Persónuvernd fengið ábendingu um viðbrögð Bjössa í World Class Sunna Kristín Hilmarsdóttir og Kolbeinn Tumi Daðason skrifa 6. maí 2020 11:14 Hér má sjá skjáskot af umræðunni í athugasemdakerfi Vísis á mánudag. Björn Leifsson, eigandi World Class, greip til þess ráðs að svara greiðanda áskriftar hjá World Class opinberlega í vikunni. Viðbrögð Björns vöktu athygli og spurningar um mögulegt brot á persónuverndarlögum. Persónuvernd hefur borist ábending um málið en ekki formleg kvörtun að því er segir í svari Helgu Þórisdóttur, forstjóra stofnunarinnar, við fyrirspurn Vísis. Stofnunin hafi ekki kannað umrætt tilvik en berist henni kvörtun frá einhverjum þeim einstaklinga sem upplýsingarnar varða verður hún tekin til nánari skoðunar. Björn lýsti yfir mikilli óánægju sinni á mánudag með þá hugmynd sóttvarnalæknis að opna sundlaugar þann 18. maí en líkamsræktarstöðvar síðar. Björn sagðist hundfúll í viðtali við Reykjavík síðdegis. Fyrirtæki hans tapaði 75 milljónum á hverri viku og hann sæi ekki hvers vegna fólk ætti að geta sótt sundlaugar en ekki líkamsrækt. Taldi hann pólitík á bak við ákvörðun sóttvarnalæknis. Einhver sem vildi komast í sund væri að hafa áhrif bak við tjöldin. Töluverðar umræður sköpuðust við frétt Vísis á mánudag upp úr viðtali við Björn Leifsson í Reykjavík síðdegis. „Þú átt ekkert kort hjá okkur og hefur ekki átt“ Viðtalið vakti mikla athygli og varð tilefni fréttar á Vísi og víðar. Í athugasemdakerfinu við frétt Vísis spunnust miklar umræður þar sem sumir voru sammála Birni á meðan aðrir gerðu athugasemdir við stöðuna á áskriftum sínum hjá fyrirtækinu nú þegar lokað væri fyrir aðgang. Einn lesandi Vísis, kona, spurði í athugasemdakerfinu: „Hverju þykist hann vera að tapa? Enn er rifið út af minum reikn fyrir þjónustu sem WC er ekki að veita.“ Björn svaraði að bragði og sagði við konuna: „þú átt ekkert kort hjá okkur og hefur ekki átt.“ Konan svaraði að bragði að það væru tvö kort skráð á hennar debetkort, annars vegar fyrir son hennar og hins vegar dóttur. Björn svaraði því þá til að konan ætti þriggja mánaða staðgreitt kort sem yrði framlengt um þann tíma sem líkamsræktarstöðvar World Class eru lokaðar. Persónuvernd hefur borist ábending um ummæli Björns en ekki formleg kvörtun. Hvatti konuna til að kæra uppflettinguna til Persónuverndar Konan og Björn skiptust síðan á nokkrum athugasemdum til viðbótar þar til einn lesandi benti konunni á að kæra uppflettinguna á viðskiptum konunnar við World Class til Persónuverndar. Þá spurði hann Björn hvers vegna hann væri að fletta upp viðskiptasögu kúnnans óumbeðinn og birta opinberlega. Slíkt væri með öllu ólöglegt. Á Twitter skapaðist einnig umræða varðandi það hvort athugasemdir Björns væru ekki brot á persónuverndarlögum. Það liggur alveg fyrir að þetta stenst ekki GDPR.— Sigurður O. (@SiggiOrr) May 4, 2020 Vísir beindi fyrirspurn til Persónuverndar vegna málsins þar sem spurt var hvort að það væri brot á persónuverndarlögum að fletta manneskju upp í viðskiptakerfi World Class og greina svo frá því á opinberum vettvangi í hvaða viðskiptum viðkomandi á við fyrirtækið. Helga Þórisdóttir er forstjóri Persónuverndar.Vísir/Egill Þarf að gæta að því að hafa heimild til að birta persónuupplýsingar opinberlega Í svari forstjóra Persónuverndar segir að aðeins sé hægt að svara fyrirspurninni með almennum hætti. Ekki sé hægt að svara til um þetta tiltekna tilvik þar sem stofnunin gæti fengið formlega kvörtun vegna þess. „Nú þegar hefur Persónuvernd borist ábending um þetta mál. Almenna svarið er þetta: Sá sem birtir persónuupplýsingar opinberlega þarf að gæta að því fyrst að hann hafi heimild til birtingarinnar samkvæmt ákvæðum persónuverndarlaga. Nánari upplýsingar um þær heimildir sem koma til greina er að finna á vefsíðu Persónuverndar,“ segir í svari Helgu Þórisdóttur. Þá segir jafnframt að Persónuvernd hafi „ekki kannað það tilvik sem hér um ræðir. Berist stofnuninni kvörtun frá einhverjum þeirra einstaklinga sem upplýsingarnar varða verður hún tekin til nánari skoðunar. Persónuvernd hefur einnig heimildir til að fjalla um einstök mál að eigin frumkvæði, en rétt er að taka fram að vegna fordæmalausra anna hjá stofnuninni undanfarin misseri, sem og alvarlegrar undirmönnunar til lengri tíma, hefur Persónuvernd einungis tök á að sinna takmörkuðum hluta þeirra ábendinga sem berast,“ segir í svari forstjóra Persónuverndar. Fram hefur komið í máli Björns að tæplega fimmtíu þúsund manns eru viðskiptavinir World Class hér á landi. Persónuvernd Neytendur Líkamsræktarstöðvar Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Fleiri fréttir Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Sjá meira
Björn Leifsson, eigandi World Class, greip til þess ráðs að svara greiðanda áskriftar hjá World Class opinberlega í vikunni. Viðbrögð Björns vöktu athygli og spurningar um mögulegt brot á persónuverndarlögum. Persónuvernd hefur borist ábending um málið en ekki formleg kvörtun að því er segir í svari Helgu Þórisdóttur, forstjóra stofnunarinnar, við fyrirspurn Vísis. Stofnunin hafi ekki kannað umrætt tilvik en berist henni kvörtun frá einhverjum þeim einstaklinga sem upplýsingarnar varða verður hún tekin til nánari skoðunar. Björn lýsti yfir mikilli óánægju sinni á mánudag með þá hugmynd sóttvarnalæknis að opna sundlaugar þann 18. maí en líkamsræktarstöðvar síðar. Björn sagðist hundfúll í viðtali við Reykjavík síðdegis. Fyrirtæki hans tapaði 75 milljónum á hverri viku og hann sæi ekki hvers vegna fólk ætti að geta sótt sundlaugar en ekki líkamsrækt. Taldi hann pólitík á bak við ákvörðun sóttvarnalæknis. Einhver sem vildi komast í sund væri að hafa áhrif bak við tjöldin. Töluverðar umræður sköpuðust við frétt Vísis á mánudag upp úr viðtali við Björn Leifsson í Reykjavík síðdegis. „Þú átt ekkert kort hjá okkur og hefur ekki átt“ Viðtalið vakti mikla athygli og varð tilefni fréttar á Vísi og víðar. Í athugasemdakerfinu við frétt Vísis spunnust miklar umræður þar sem sumir voru sammála Birni á meðan aðrir gerðu athugasemdir við stöðuna á áskriftum sínum hjá fyrirtækinu nú þegar lokað væri fyrir aðgang. Einn lesandi Vísis, kona, spurði í athugasemdakerfinu: „Hverju þykist hann vera að tapa? Enn er rifið út af minum reikn fyrir þjónustu sem WC er ekki að veita.“ Björn svaraði að bragði og sagði við konuna: „þú átt ekkert kort hjá okkur og hefur ekki átt.“ Konan svaraði að bragði að það væru tvö kort skráð á hennar debetkort, annars vegar fyrir son hennar og hins vegar dóttur. Björn svaraði því þá til að konan ætti þriggja mánaða staðgreitt kort sem yrði framlengt um þann tíma sem líkamsræktarstöðvar World Class eru lokaðar. Persónuvernd hefur borist ábending um ummæli Björns en ekki formleg kvörtun. Hvatti konuna til að kæra uppflettinguna til Persónuverndar Konan og Björn skiptust síðan á nokkrum athugasemdum til viðbótar þar til einn lesandi benti konunni á að kæra uppflettinguna á viðskiptum konunnar við World Class til Persónuverndar. Þá spurði hann Björn hvers vegna hann væri að fletta upp viðskiptasögu kúnnans óumbeðinn og birta opinberlega. Slíkt væri með öllu ólöglegt. Á Twitter skapaðist einnig umræða varðandi það hvort athugasemdir Björns væru ekki brot á persónuverndarlögum. Það liggur alveg fyrir að þetta stenst ekki GDPR.— Sigurður O. (@SiggiOrr) May 4, 2020 Vísir beindi fyrirspurn til Persónuverndar vegna málsins þar sem spurt var hvort að það væri brot á persónuverndarlögum að fletta manneskju upp í viðskiptakerfi World Class og greina svo frá því á opinberum vettvangi í hvaða viðskiptum viðkomandi á við fyrirtækið. Helga Þórisdóttir er forstjóri Persónuverndar.Vísir/Egill Þarf að gæta að því að hafa heimild til að birta persónuupplýsingar opinberlega Í svari forstjóra Persónuverndar segir að aðeins sé hægt að svara fyrirspurninni með almennum hætti. Ekki sé hægt að svara til um þetta tiltekna tilvik þar sem stofnunin gæti fengið formlega kvörtun vegna þess. „Nú þegar hefur Persónuvernd borist ábending um þetta mál. Almenna svarið er þetta: Sá sem birtir persónuupplýsingar opinberlega þarf að gæta að því fyrst að hann hafi heimild til birtingarinnar samkvæmt ákvæðum persónuverndarlaga. Nánari upplýsingar um þær heimildir sem koma til greina er að finna á vefsíðu Persónuverndar,“ segir í svari Helgu Þórisdóttur. Þá segir jafnframt að Persónuvernd hafi „ekki kannað það tilvik sem hér um ræðir. Berist stofnuninni kvörtun frá einhverjum þeirra einstaklinga sem upplýsingarnar varða verður hún tekin til nánari skoðunar. Persónuvernd hefur einnig heimildir til að fjalla um einstök mál að eigin frumkvæði, en rétt er að taka fram að vegna fordæmalausra anna hjá stofnuninni undanfarin misseri, sem og alvarlegrar undirmönnunar til lengri tíma, hefur Persónuvernd einungis tök á að sinna takmörkuðum hluta þeirra ábendinga sem berast,“ segir í svari forstjóra Persónuverndar. Fram hefur komið í máli Björns að tæplega fimmtíu þúsund manns eru viðskiptavinir World Class hér á landi.
Persónuvernd Neytendur Líkamsræktarstöðvar Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Fleiri fréttir Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Sjá meira