Skásta veðrið í Vesturbænum og Hlíðunum Kristín Ólafsdóttir skrifar 13. febrúar 2020 19:44 Frá síðustu sprengilægð í desember. Vísir/Vilhelm Veðrið á höfuðborgarsvæðinu á morgun verður verst í efri byggðum og við ströndina en erfiðara er að segja til um svæðin þar sem skjólsælla verður. Líklegast verður veður þó skást í Vesturbænum og Hlíðunum. Rauð viðvörun tekur gildi í fyrsta sinn á höfuðborgarsvæðinu klukkan sjö í fyrramálið. Þar má búast við 20-30 m/s, snjókomu, skafrenningi og lélegu skyggni. Búast má við víðtækum samgöngutruflunum og hefur akstri Strætó á höfuðborgarsvæðinu þegar verið aflýst í fyrramálið. Á vef Veðurstofunnar er þess sérstaklega getið í lýsingu á rauðu viðvöruninni fyrir höfuðborgarsvæðið að örfá hverfi verði í þokkalegu skjóli fyrir austanátt, og veðrið nái sér því síður á strik þar. Þorsteinn V. Jónsson veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands segir í samtali við Vísi að erfitt sé að segja til um hvaða hverfi það verði. Líklegast verði veðrið þó hægara í Hlíðunum og Vesturbænum, í það minnsta í „hreinni“ austanátt. „[…] og þetta verður eitthvað misskipt, veðrið í bænum. En við verðum að vara við í allri borginni,“ segir Þorsteinn. En hvar verður veðrið verst? Í efri byggðum, segir Þorsteinn: í Vallahverfi, Kórahverfi og Norðlingaholti, sem og á Kjalarnesi, Geldinganesi, Sundunum og út að Seltjarnarnesi. Veðrið skellur á í höfuðborginni strax í nótt. Þannig tekur gul viðvörun gildi upp úr klukkan tvö, appelsínugul klukkan fimm og rauð verður í gildi frá klukkan sjö til ellefu á morgun. „Á háannatíma,“ segir Þorsteinn. „Við erum líka að spá smá snjókomu og þá verður svo mikið kóf að fólk sér ekki neitt og þá hægist á umferðinni.“ Þess vegna sé því beint til fólks að halda sig heima, hafi það tök á. Þá hefur vefur Veðurstofunnar, vedur.is, látið ófriðlega í dag. Vefurinn lá niðri um tíma og er ekki enn kominn aftur í gagnið að fullu. Þorsteinn segir að tæknimenn vinni sveittir að viðgerð og hafi gert síðan í morgun. Það mikilvægasta nú sé að koma út viðvörununum en sá hluti vefsins er í lagi. Fylgjast má með nýjustu tíðindum af veðrinu í veðurvakt Vísis hér. Óveður 14. febrúar 2020 Reykjavík Veður Tengdar fréttir Austfirðingar hvattir til að huga að bátum sínum Vegna slæmrar veðurspár á morgun hvetur lögregla íbúa á Austurlandi til að vera ekki á ferli að nauðsynjalausu á meðan veður gengur yfir og beisla allt lauslegt. 13. febrúar 2020 12:01 Vefur Veðurstofunnar bilaður í aðdraganda óveðursins "Stundum gerist allt í einu,“ segir í tilkynningu á Facebook-síðu Veðurstofu Íslands. Bilun er í tölvukerfi Veðurstofunnar sem veldur því að spár birtast ekki á vef Veðurstofunnar. 13. febrúar 2020 12:05 Strekkingsvindur mun væntanlega virðast sem logn eftir sprengilægðina Lægðin sem valda mun miklu óveðri um land allt á morgun er nú stödd 850 kílómetra austur af Nýfundnalandi. 13. febrúar 2020 07:04 Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Fleiri fréttir Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Sjá meira
Veðrið á höfuðborgarsvæðinu á morgun verður verst í efri byggðum og við ströndina en erfiðara er að segja til um svæðin þar sem skjólsælla verður. Líklegast verður veður þó skást í Vesturbænum og Hlíðunum. Rauð viðvörun tekur gildi í fyrsta sinn á höfuðborgarsvæðinu klukkan sjö í fyrramálið. Þar má búast við 20-30 m/s, snjókomu, skafrenningi og lélegu skyggni. Búast má við víðtækum samgöngutruflunum og hefur akstri Strætó á höfuðborgarsvæðinu þegar verið aflýst í fyrramálið. Á vef Veðurstofunnar er þess sérstaklega getið í lýsingu á rauðu viðvöruninni fyrir höfuðborgarsvæðið að örfá hverfi verði í þokkalegu skjóli fyrir austanátt, og veðrið nái sér því síður á strik þar. Þorsteinn V. Jónsson veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands segir í samtali við Vísi að erfitt sé að segja til um hvaða hverfi það verði. Líklegast verði veðrið þó hægara í Hlíðunum og Vesturbænum, í það minnsta í „hreinni“ austanátt. „[…] og þetta verður eitthvað misskipt, veðrið í bænum. En við verðum að vara við í allri borginni,“ segir Þorsteinn. En hvar verður veðrið verst? Í efri byggðum, segir Þorsteinn: í Vallahverfi, Kórahverfi og Norðlingaholti, sem og á Kjalarnesi, Geldinganesi, Sundunum og út að Seltjarnarnesi. Veðrið skellur á í höfuðborginni strax í nótt. Þannig tekur gul viðvörun gildi upp úr klukkan tvö, appelsínugul klukkan fimm og rauð verður í gildi frá klukkan sjö til ellefu á morgun. „Á háannatíma,“ segir Þorsteinn. „Við erum líka að spá smá snjókomu og þá verður svo mikið kóf að fólk sér ekki neitt og þá hægist á umferðinni.“ Þess vegna sé því beint til fólks að halda sig heima, hafi það tök á. Þá hefur vefur Veðurstofunnar, vedur.is, látið ófriðlega í dag. Vefurinn lá niðri um tíma og er ekki enn kominn aftur í gagnið að fullu. Þorsteinn segir að tæknimenn vinni sveittir að viðgerð og hafi gert síðan í morgun. Það mikilvægasta nú sé að koma út viðvörununum en sá hluti vefsins er í lagi. Fylgjast má með nýjustu tíðindum af veðrinu í veðurvakt Vísis hér.
Óveður 14. febrúar 2020 Reykjavík Veður Tengdar fréttir Austfirðingar hvattir til að huga að bátum sínum Vegna slæmrar veðurspár á morgun hvetur lögregla íbúa á Austurlandi til að vera ekki á ferli að nauðsynjalausu á meðan veður gengur yfir og beisla allt lauslegt. 13. febrúar 2020 12:01 Vefur Veðurstofunnar bilaður í aðdraganda óveðursins "Stundum gerist allt í einu,“ segir í tilkynningu á Facebook-síðu Veðurstofu Íslands. Bilun er í tölvukerfi Veðurstofunnar sem veldur því að spár birtast ekki á vef Veðurstofunnar. 13. febrúar 2020 12:05 Strekkingsvindur mun væntanlega virðast sem logn eftir sprengilægðina Lægðin sem valda mun miklu óveðri um land allt á morgun er nú stödd 850 kílómetra austur af Nýfundnalandi. 13. febrúar 2020 07:04 Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Fleiri fréttir Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Sjá meira
Austfirðingar hvattir til að huga að bátum sínum Vegna slæmrar veðurspár á morgun hvetur lögregla íbúa á Austurlandi til að vera ekki á ferli að nauðsynjalausu á meðan veður gengur yfir og beisla allt lauslegt. 13. febrúar 2020 12:01
Vefur Veðurstofunnar bilaður í aðdraganda óveðursins "Stundum gerist allt í einu,“ segir í tilkynningu á Facebook-síðu Veðurstofu Íslands. Bilun er í tölvukerfi Veðurstofunnar sem veldur því að spár birtast ekki á vef Veðurstofunnar. 13. febrúar 2020 12:05
Strekkingsvindur mun væntanlega virðast sem logn eftir sprengilægðina Lægðin sem valda mun miklu óveðri um land allt á morgun er nú stödd 850 kílómetra austur af Nýfundnalandi. 13. febrúar 2020 07:04