Innlent

Austfirðingar hvattir til að huga að bátum sínum

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Eskfirðingar eiga von á allt öðru veðri en var þennan fallega sumardag í fyrra.
Eskfirðingar eiga von á allt öðru veðri en var þennan fallega sumardag í fyrra. Vísir/Vilhelm

Vegna slæmrar veðurspár á morgun hvetur lögregla íbúa á Austurlandi til að vera ekki á ferli að nauðsynjalausu á meðan veður gengur yfir og beisla allt lauslegt.

Þá eru umráðamenn báta og skipa í höfnum hvattir til að huga að fleyum sínum og tryggi þau svo sem hægt er sökum hárrar sjávarstöðu og áhlaðanda.

Spáð er austan vonskuveðri aðfaranótt föstudags og áfram allan föstdag fram á kvöld með slyddu eða snjókomu í flestum landshlutum. Viðvaranir eru örlítið breytilegar eftir landshlutum en víðast verður vindur 25-33m/s og má búast við varhugaverðum vindhviður við fjöll.

Víðtækar samgöngutruflanir eru líklegar og bendir Veðurstofa Íslands fólki á að ganga frá lausum munum og sýna varkárni. Ekkert ferðaveður er á meðan viðvaranirnar eru í gildi.

Að auki má búast við hækkandi sjávarstöðu á allnokkrum stöðum vegna áhlaðanda og líkur á að smábátar geti laskast eða losnað frá bryggju




Fleiri fréttir

Sjá meira


×