Mokveiði og þorskur út um allt í byrjun vetrarvertíðar Kristján Már Unnarsson skrifar 13. febrúar 2020 21:15 Kristján Ásgeirsson, skipstjóri á Vésteini GK, við löndun í Grindavíkurhöfn í morgun. Stöð 2/Ólafur Ásgeir Jónsson. Það er mokveiði og þorskur út um allt, segir skipstjórinn á litlum línubát sem landaði yfir tuttugu tonnum í Grindavíkurhöfn í morgun eftir sólarhring á sjó. Púlsinn var tekinn á Suðurnesjamönnum við upphaf vetrarvertíðar í fréttum Stöðvar 2. Þeir eru fjórir í áhöfn línubátsins Vésteins GK, sem Einhamar í Grindavík gerir út, sem komu að landi í morgun með sextíu kör, stútfull af fiski. Aflann höfðu þeir fengið á sandbotni við Vestmannaeyjar, en þar komu þeir við í fyrrinótt á leið sinni frá Austfjörðum. Skipstjórinn, Kristján Ásgeirsson, segir þá gera út frá Stöðvarfirði megnið af árinu en þeir flytji sig vestur til Grindavíkur yfir vertíðina. Þeir hafi svo komið við á leiðinni í Vestmannaeyjum til að taka olíu, en línuna lögðu þeir út við Eyjar. „Fengum alveg rótarafla. Kjaftfylltum bátinn. Þetta eru eitthvað rúm tuttugu tonn,“ segir Kristján. Þorskur var í 47 körum af 60 í afla Vésteins GK.Stöð 2/Ólafur Ásgeir Jónsson. Trukkurinn á bryggjunni var í sinni þriðju ferð að flytja aflann, og ekki allt komið enn, en afli þessa þrjátíu tonna báts var á leið í vinnslu Einhamars og síðan áfram í flug til útlanda. „Það er að fyllast allt af þorski hérna.“ -Þannig að núna er vetrarvertíðin að hefjast? „Já, maður hefur heyrt bara, - að það er rótarafli í Sandgerði og Faxaflóanum og alveg austur fyrir Eyjar. Þannig að það er þorskur út um allt.“ -Þannig að það er gaman að lifa núna? „Já. Það er gaman. Og líka fyrir austan. Það er mokveiði fyrir austan líka. Það er bara nóg til af þorski í sjónum,“ segir Kristján Ásgeirsson, skipstjóri á Vésteini GK. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Fjarðabyggð Grindavík Sjávarútvegur Vestmannaeyjar Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
Það er mokveiði og þorskur út um allt, segir skipstjórinn á litlum línubát sem landaði yfir tuttugu tonnum í Grindavíkurhöfn í morgun eftir sólarhring á sjó. Púlsinn var tekinn á Suðurnesjamönnum við upphaf vetrarvertíðar í fréttum Stöðvar 2. Þeir eru fjórir í áhöfn línubátsins Vésteins GK, sem Einhamar í Grindavík gerir út, sem komu að landi í morgun með sextíu kör, stútfull af fiski. Aflann höfðu þeir fengið á sandbotni við Vestmannaeyjar, en þar komu þeir við í fyrrinótt á leið sinni frá Austfjörðum. Skipstjórinn, Kristján Ásgeirsson, segir þá gera út frá Stöðvarfirði megnið af árinu en þeir flytji sig vestur til Grindavíkur yfir vertíðina. Þeir hafi svo komið við á leiðinni í Vestmannaeyjum til að taka olíu, en línuna lögðu þeir út við Eyjar. „Fengum alveg rótarafla. Kjaftfylltum bátinn. Þetta eru eitthvað rúm tuttugu tonn,“ segir Kristján. Þorskur var í 47 körum af 60 í afla Vésteins GK.Stöð 2/Ólafur Ásgeir Jónsson. Trukkurinn á bryggjunni var í sinni þriðju ferð að flytja aflann, og ekki allt komið enn, en afli þessa þrjátíu tonna báts var á leið í vinnslu Einhamars og síðan áfram í flug til útlanda. „Það er að fyllast allt af þorski hérna.“ -Þannig að núna er vetrarvertíðin að hefjast? „Já, maður hefur heyrt bara, - að það er rótarafli í Sandgerði og Faxaflóanum og alveg austur fyrir Eyjar. Þannig að það er þorskur út um allt.“ -Þannig að það er gaman að lifa núna? „Já. Það er gaman. Og líka fyrir austan. Það er mokveiði fyrir austan líka. Það er bara nóg til af þorski í sjónum,“ segir Kristján Ásgeirsson, skipstjóri á Vésteini GK. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Fjarðabyggð Grindavík Sjávarútvegur Vestmannaeyjar Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent