Margir fegnir að fá loksins að komast inn á Vog um jólin Birgir Olgeirsson skrifar 22. desember 2019 19:00 Á sjöunda hundrað manns bíða eftir að komast í meðferð á Vogi og vantar stofnunina um 200 milljónir til að stytta þann lista. Skrefin inn á stofnunina eru þung fyrir jólin en margir taka því þó fagnandi að fá loksins tækifæri til að komast í meðferð. Nú þegar hátíð ljóss og friðar er fyrir höndum er eflaust flestum efst í huga samverustundir með fjölskyldu og vinum. Sá veruleiki á þó ekki við alla því fjöldi verður í meðferð hjá SÁÁ yfir jólin. „Það verða 130 manns í meðferð hér yfir jólin ef við teljum með Vog, eftir meðferðina á Vík og búsetuúrræðið Vin,“ segir Valgerður Rúnarsdóttir yfirlæknir á Vogi. Skrefin inn á Vog um jólin geta verið þung. „Fyrir marga eru þetta þung skref. En kannski er samt ekki annað í stöðunni. Erfiðleikar og mikil neysla og nauðsynlegt fyrir fjölskylduna að viðkomandi fari í meðferð. Og svo eru aðrir sem kæra sig kollótta um hvaða dagar eru. Þeir láta þetta ganga fyrir því það er mikilvægt að taka sig á og nú er tíminn til þess.“ Á milli sex og sjö hundruð manns eru á biðlista eftir að komast í meðferð á Vogi. „Sumir þurfa að bíða mjög lengi. Þeir sem lögðu beiðni inn í vor eru sumir hverjir að koma inn núna. Það er alltof langt. Sumir eru að koma fyrr inn vegna aðstæðna sinna, líkamleg veikindi eða barnaverndarmál, það eru ekki allir sem bíða í marga marga mánuði en sumir eru þar.“ Hún segir biðina hafa lengst statt og stöðugt síðastliðin ár. „Kannski helst það í hendur við það neyslumynstur sem er. Það er mikið um kókaín, ópíóðaefni koma inn. Þetta er hættuleg neysla og keyrir fólk í kaf mjög fljótt.“ Valgerður segir að vinna þyrfti hraðar á þessum lista. Til þess þurfi stofnunin 200 milljónir krónir til að geta ráðið þann fjölda starfsfólks sem til þarf. „Þetta er þannig vandi að það er skynsamlegast og best að grípa inn í fljótt. Auðvitað er eðlilegt að sumir bíði af eðlilegum ástæðum. Ég held að það sé bara skynsamlegt að gera það á allra handa máta.“ Áfengi og tóbak Fíkn Heilbrigðismál Jól Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Fleiri fréttir Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Sjá meira
Á sjöunda hundrað manns bíða eftir að komast í meðferð á Vogi og vantar stofnunina um 200 milljónir til að stytta þann lista. Skrefin inn á stofnunina eru þung fyrir jólin en margir taka því þó fagnandi að fá loksins tækifæri til að komast í meðferð. Nú þegar hátíð ljóss og friðar er fyrir höndum er eflaust flestum efst í huga samverustundir með fjölskyldu og vinum. Sá veruleiki á þó ekki við alla því fjöldi verður í meðferð hjá SÁÁ yfir jólin. „Það verða 130 manns í meðferð hér yfir jólin ef við teljum með Vog, eftir meðferðina á Vík og búsetuúrræðið Vin,“ segir Valgerður Rúnarsdóttir yfirlæknir á Vogi. Skrefin inn á Vog um jólin geta verið þung. „Fyrir marga eru þetta þung skref. En kannski er samt ekki annað í stöðunni. Erfiðleikar og mikil neysla og nauðsynlegt fyrir fjölskylduna að viðkomandi fari í meðferð. Og svo eru aðrir sem kæra sig kollótta um hvaða dagar eru. Þeir láta þetta ganga fyrir því það er mikilvægt að taka sig á og nú er tíminn til þess.“ Á milli sex og sjö hundruð manns eru á biðlista eftir að komast í meðferð á Vogi. „Sumir þurfa að bíða mjög lengi. Þeir sem lögðu beiðni inn í vor eru sumir hverjir að koma inn núna. Það er alltof langt. Sumir eru að koma fyrr inn vegna aðstæðna sinna, líkamleg veikindi eða barnaverndarmál, það eru ekki allir sem bíða í marga marga mánuði en sumir eru þar.“ Hún segir biðina hafa lengst statt og stöðugt síðastliðin ár. „Kannski helst það í hendur við það neyslumynstur sem er. Það er mikið um kókaín, ópíóðaefni koma inn. Þetta er hættuleg neysla og keyrir fólk í kaf mjög fljótt.“ Valgerður segir að vinna þyrfti hraðar á þessum lista. Til þess þurfi stofnunin 200 milljónir krónir til að geta ráðið þann fjölda starfsfólks sem til þarf. „Þetta er þannig vandi að það er skynsamlegast og best að grípa inn í fljótt. Auðvitað er eðlilegt að sumir bíði af eðlilegum ástæðum. Ég held að það sé bara skynsamlegt að gera það á allra handa máta.“
Áfengi og tóbak Fíkn Heilbrigðismál Jól Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Fleiri fréttir Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Sjá meira