Íslenskir nasistar kaupa auglýsingar með Hitler á Facebook Kjartan Kjartansson skrifar 18. ágúst 2019 11:30 Áróðursmynd sem fylgir einni keyptu færslnanna. Á henni sést Adolf Hitler yfir Hallgrímskirkju í Reykjavík með áróðri gegn fjölmenningu. Skjáskot Hópur nafnlausra íslenskra nasista beinir nú keyptum auglýsingum að yngra fólki á samfélagsmiðlinum. Í einni auglýsinganna sést andlit Adolfs Hitler en í þeim er rekinn áróður gegn fjölmenningu og fyrir „tilveru norrænna þjóða“. Keyptu Facebook-færslurnar koma frá síðu sem kallar sig „Síðasta vígið“. Hún virðist hafa verið stofnuð í gær. Á síðunni er hlekkjað á vefsíðu hópsins Norðurvígis sem virðist vera hópur íslenskra nasista. Þar kemur fram að hugsjónir hópsins séu meðal annars að „stuðla að brottför meirihluta fólks sem er ekki af Norður-Evrópskum [svo] uppruna eins fljótt og mögulegt er“. Kennir hópurinn sig við norræna mótstöðuhreyfingu. Í stefnuskránni birtist einnig andúð á gyðingum sem eru sagðir „stjórna stórum hluta þessa heims“. Á Facebook kemur fram að keyptu færslunum sé beint að fólki 42 ára og yngra sem býr eða hefur verið nýlega á Íslandi. Í einni þeirra sést mynd af andliti Adolfs Hitler, leiðtoga þriðja ríkis nasista í Þýskalandi, voma yfir Reykjavík. „Hvert þykistu vera að fara hvíti maður? Viltu fjölmenningu eða norrænt þjóðríki,“ segir í texta á myndinni. Engar upplýsingar er að finna á vefsíðu Norðurvígis eða á Facebook-síðunni Síðasta vígið hver stendur að hópunum eða hver fjármagnar keyptar færslur á samfélagsmiðlum. Fyrirspurn sem Vísir sendi í gegnum vefsíðu Norðurvígis var ekki svarað strax.Dæmi um keypta færslu frá hópi sem íslenskir nasistar virðast halda úti. Færslan birtist Facebook-notendum í yngri kantinum á Íslandi.Skjáskot Facebook Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Fleiri fréttir Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Sjá meira
Hópur nafnlausra íslenskra nasista beinir nú keyptum auglýsingum að yngra fólki á samfélagsmiðlinum. Í einni auglýsinganna sést andlit Adolfs Hitler en í þeim er rekinn áróður gegn fjölmenningu og fyrir „tilveru norrænna þjóða“. Keyptu Facebook-færslurnar koma frá síðu sem kallar sig „Síðasta vígið“. Hún virðist hafa verið stofnuð í gær. Á síðunni er hlekkjað á vefsíðu hópsins Norðurvígis sem virðist vera hópur íslenskra nasista. Þar kemur fram að hugsjónir hópsins séu meðal annars að „stuðla að brottför meirihluta fólks sem er ekki af Norður-Evrópskum [svo] uppruna eins fljótt og mögulegt er“. Kennir hópurinn sig við norræna mótstöðuhreyfingu. Í stefnuskránni birtist einnig andúð á gyðingum sem eru sagðir „stjórna stórum hluta þessa heims“. Á Facebook kemur fram að keyptu færslunum sé beint að fólki 42 ára og yngra sem býr eða hefur verið nýlega á Íslandi. Í einni þeirra sést mynd af andliti Adolfs Hitler, leiðtoga þriðja ríkis nasista í Þýskalandi, voma yfir Reykjavík. „Hvert þykistu vera að fara hvíti maður? Viltu fjölmenningu eða norrænt þjóðríki,“ segir í texta á myndinni. Engar upplýsingar er að finna á vefsíðu Norðurvígis eða á Facebook-síðunni Síðasta vígið hver stendur að hópunum eða hver fjármagnar keyptar færslur á samfélagsmiðlum. Fyrirspurn sem Vísir sendi í gegnum vefsíðu Norðurvígis var ekki svarað strax.Dæmi um keypta færslu frá hópi sem íslenskir nasistar virðast halda úti. Færslan birtist Facebook-notendum í yngri kantinum á Íslandi.Skjáskot
Facebook Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Fleiri fréttir Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Sjá meira