Man.Utd í einkar erfiðri stöðu Hjörvar Ólafsson skrifar 6. mars 2019 13:00 Þetta verður erfitt í kvöld. Getty/Jordan Mansfield Manchester United á afar erfitt verkefni fyrir höndum í kvöld þegar liðið heldur á Parc des Princes og heimsækir PSG í seinni leik liðanna í 16 liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu karla. PSG fór með 2-0 sigur af hólmi í fyrri leik liðanna á Old Trafford en þar voru það Presnel Kimpembe og Kylian Mbappé sem tryggðu franska liðinu einkar góða stöðu fyrir seinni viðureignina. Til þess að bæta gráu ofan á svart fékk Paul Pogba sína aðra áminningu seint í leiknum fyrir óagað brot og var þar af leiðandi vísað af velli með rauðu spjaldi. Pogba hefur verið einn af prímusmóturunum í því að Ole Gunnar Solskjær hefur náð að snúa gengi Manchester United til betri vegar eftir að hann tók við stjórnartaumunum hjá liðinu. Fjarvera Pogba dregur tennurnar verulega úr miðjuspili og sóknarleik Manchester United. Þar að auki ferðaðist Manchester United til Parísar án níu leikmanna en Alexis Sánchez sem hefur reyndar heillað fáa með spilamennsku sinni í vetur er nýjasti meðlimurinn á meiðslalista Manchester United. Auk hans eru það Anthony Martial, Jesse Lingard, Juan Mata, Ander Herrera, Nemanja Matic, Matteo Darmian, Phil Jones og Antonio Valencia. Martial er nálægt því að vera leikfær og líklegt þykir að ef staðan væri betri hjá Manchester United þá hefði Solskjær freistast til þess að tefla franska landsliðsframherjanum fram í þessum leik. Handan við hornið hjá Manchester United er leikur gegn Arsenal í ensku úrvalsdeildinni en liðin berjast hatrammlega um sæti í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð. Manchester United situr í fjórða sætinu, sem tryggir farseðil í Meistaradeildina, með 58 stig fyrir þann leik en Arsenal er sæti neðar með einu stigi minna. Þó svo að Manchester United reyni auðvitað sitt ýtrasta til þess að snúa taflinu við í París í kvöld þá verður Ole Gunnar líklega með leikinn gegn Arsenal á sunnudaginn kemur bak við eyrað og mun ekki taka áhættuna ef leikmenn kenna sér einhvers meins í leiknum. Norðmaðurinn má eiginlega ekki við því að missa fleiri leikmenn í meiðsli. Það er hins vegar ávallt þannig að þegar út í leik er komið þar sem sæti í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar er í húfi þá gefa menn allt sem þeir eiga í leikinn. Hinn leikur kvöldsins er svo viðureign Porto og Roma í Portúgal. Rómverjar lögðu Porto að velli 2-1 í fyrri leiknum. Þar skoraði hinn ungi Nicoló Zaniolo bæði mörk Roma en Adrián López minnkaði muninn fyrir Porto og sá til þess að portúgalska liðið á mun betri möguleika á að tryggja sér sæti í átta liða úrslitunum. Mikil pressa er á Eusebio Di Francesco, þjálfara Roma, fyrir leikinn en fjölmiðlar á Ítalíu gera því skóna að falli lið hans úr leik muni hann fá reisupassann í kjölfarið. Roma situr í fimmta sæti ítölsku efstu deildarinnar og tapaði illa, 3-0, í nágrannaslag gegn Lazio um síðustu helgi. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Dansað á línunni á Extraleikunum: „Ég labba nefnilega skakkt bara yfirhöfuð“ Sport Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Eggaldin-bóndinn lét geitunginn ekki koma í veg fyrir sigur Sport Barði sig til blóðs eftir tap á HM Sport Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Enski boltinn Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út Körfubolti „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Íslenski boltinn „Átta mig ekki á því af hverju það er víti og rautt“ Sport Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít Handbolti Fleiri fréttir Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Rodgers á leið til Sádi-Arabíu Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Eigendur Juventus vildu ekki selja og nú þurfa leikmenn að sanna sig Sjá meira
Manchester United á afar erfitt verkefni fyrir höndum í kvöld þegar liðið heldur á Parc des Princes og heimsækir PSG í seinni leik liðanna í 16 liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu karla. PSG fór með 2-0 sigur af hólmi í fyrri leik liðanna á Old Trafford en þar voru það Presnel Kimpembe og Kylian Mbappé sem tryggðu franska liðinu einkar góða stöðu fyrir seinni viðureignina. Til þess að bæta gráu ofan á svart fékk Paul Pogba sína aðra áminningu seint í leiknum fyrir óagað brot og var þar af leiðandi vísað af velli með rauðu spjaldi. Pogba hefur verið einn af prímusmóturunum í því að Ole Gunnar Solskjær hefur náð að snúa gengi Manchester United til betri vegar eftir að hann tók við stjórnartaumunum hjá liðinu. Fjarvera Pogba dregur tennurnar verulega úr miðjuspili og sóknarleik Manchester United. Þar að auki ferðaðist Manchester United til Parísar án níu leikmanna en Alexis Sánchez sem hefur reyndar heillað fáa með spilamennsku sinni í vetur er nýjasti meðlimurinn á meiðslalista Manchester United. Auk hans eru það Anthony Martial, Jesse Lingard, Juan Mata, Ander Herrera, Nemanja Matic, Matteo Darmian, Phil Jones og Antonio Valencia. Martial er nálægt því að vera leikfær og líklegt þykir að ef staðan væri betri hjá Manchester United þá hefði Solskjær freistast til þess að tefla franska landsliðsframherjanum fram í þessum leik. Handan við hornið hjá Manchester United er leikur gegn Arsenal í ensku úrvalsdeildinni en liðin berjast hatrammlega um sæti í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð. Manchester United situr í fjórða sætinu, sem tryggir farseðil í Meistaradeildina, með 58 stig fyrir þann leik en Arsenal er sæti neðar með einu stigi minna. Þó svo að Manchester United reyni auðvitað sitt ýtrasta til þess að snúa taflinu við í París í kvöld þá verður Ole Gunnar líklega með leikinn gegn Arsenal á sunnudaginn kemur bak við eyrað og mun ekki taka áhættuna ef leikmenn kenna sér einhvers meins í leiknum. Norðmaðurinn má eiginlega ekki við því að missa fleiri leikmenn í meiðsli. Það er hins vegar ávallt þannig að þegar út í leik er komið þar sem sæti í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar er í húfi þá gefa menn allt sem þeir eiga í leikinn. Hinn leikur kvöldsins er svo viðureign Porto og Roma í Portúgal. Rómverjar lögðu Porto að velli 2-1 í fyrri leiknum. Þar skoraði hinn ungi Nicoló Zaniolo bæði mörk Roma en Adrián López minnkaði muninn fyrir Porto og sá til þess að portúgalska liðið á mun betri möguleika á að tryggja sér sæti í átta liða úrslitunum. Mikil pressa er á Eusebio Di Francesco, þjálfara Roma, fyrir leikinn en fjölmiðlar á Ítalíu gera því skóna að falli lið hans úr leik muni hann fá reisupassann í kjölfarið. Roma situr í fimmta sæti ítölsku efstu deildarinnar og tapaði illa, 3-0, í nágrannaslag gegn Lazio um síðustu helgi.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Dansað á línunni á Extraleikunum: „Ég labba nefnilega skakkt bara yfirhöfuð“ Sport Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Eggaldin-bóndinn lét geitunginn ekki koma í veg fyrir sigur Sport Barði sig til blóðs eftir tap á HM Sport Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Enski boltinn Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út Körfubolti „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Íslenski boltinn „Átta mig ekki á því af hverju það er víti og rautt“ Sport Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít Handbolti Fleiri fréttir Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Rodgers á leið til Sádi-Arabíu Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Eigendur Juventus vildu ekki selja og nú þurfa leikmenn að sanna sig Sjá meira