Ragnar Þór hrifinn af kjarapakkanum Ari Brynjólfsson skrifar 6. mars 2019 06:00 Eyþór Arnalds kynnti kjarapakkann á mánudaginn. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK Tillaga Sjálfstæðisflokksins um kjarapakka til að liðka fyrir kjarasamningum var felld á fundi borgarstjórnar í gær. Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins, sagði borgina hagnast á því að klára kjarasamninga. „Stóra myndin er sú að ef kjarasamningar nást án þess að stöðugleika sé raskað, að allt fari á hliðina með fjöldagjaldþrotum fyrirtækja eða verðbólgu, þá fær borgin ávinninginn,“ sagði Eyþór. Hann lýsti yfir vonbrigðum með það að meirihlutinn sæi sér ekki fært að styðja tillögurnar. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri fór hins vegar hörðum orðum um kjarapakkann og sagði hann „lýðskrum“ sem væri til þess fallið að „slá ryki í augu kjósenda“. Fór hann sérstaklega hörðum orðum um hugmyndir Sjálfstæðismanna um að mæta 1,9 milljarða króna útsvarslækkun með bættum innkaupum. „Þetta er svokallað bull. Innihaldslaust og ábyrgðarlaust bull,“ sagði Dagur. Tillögurnar væru bæði ófjármagnaðar og óábyrgar. Samþykkt þeirra myndi þýða fimm milljarða gat í fjármálum borgarinnar. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir útspil Sjálfstæðismanna fagnaðarefni. Kjarapakkinn væri mjög gott innlegg vegna þess að komið væri að þáttum sem snúi að gjaldskrárhækkunum Orkuveitunnar sem sannarlega hafi áhrif á vísitölu neysluverðs til verðtryggingar. „Þarna er verið að koma inn á byggingarréttargjöldin sem hafa áhrif á húsnæðis- og leiguverð. Þarna eru tillögur, eins og með lækkun útsvars, sem opna á auknar ráðstöfunartekjur okkar félagsmanna sem búa í Reykjavík,“ segir Ragnar Þór í samtali við Fréttablaðið. „Ég fagna því að kjörnir fulltrúar sveitarfélaga séu farnir að taka tillit til þeirrar alvarlegu stöðu sem er komin upp á vinnumarkaði og hugsa lausnamiðað í þeim efnum.“ Drífa Snædal, forseti ASÍ, sagði í Fréttablaðinu á mánudaginn að eðlilegra væri að beina kröfum um skattabreytingar til stjórnvalda en sveitarfélaga. Þó myndi ASÍ fylgjast náið með gjaldskrárhækkunum sveitarfélaga eins og áður. Birtist í Fréttablaðinu Borgarstjórn Kjaramál Stj.mál Tengdar fréttir Felldu tillögu Sjálfstæðismanna um kjarapakkann Tillaga Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn var í dag felld á fundi borgarstjórnar en borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins lögðu tillöguna fram, sem var í fjórum liðum, í þeirri von að liðka fyrir yfirstandandi kjarasamningum og kölluðu hana "kjarapakkann“. 5. mars 2019 19:36 Vilja liðka fyrir kjaraviðræðum og leggja fram „kjarapakka“ Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, segir að Reykjavíkurborg geti vel liðkað fyrir yfirstandandi kjaraviðræðum. 4. mars 2019 10:45 Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Úr Kvennaskólanum í píparann Innlent Fleiri fréttir Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Sjá meira
Tillaga Sjálfstæðisflokksins um kjarapakka til að liðka fyrir kjarasamningum var felld á fundi borgarstjórnar í gær. Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins, sagði borgina hagnast á því að klára kjarasamninga. „Stóra myndin er sú að ef kjarasamningar nást án þess að stöðugleika sé raskað, að allt fari á hliðina með fjöldagjaldþrotum fyrirtækja eða verðbólgu, þá fær borgin ávinninginn,“ sagði Eyþór. Hann lýsti yfir vonbrigðum með það að meirihlutinn sæi sér ekki fært að styðja tillögurnar. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri fór hins vegar hörðum orðum um kjarapakkann og sagði hann „lýðskrum“ sem væri til þess fallið að „slá ryki í augu kjósenda“. Fór hann sérstaklega hörðum orðum um hugmyndir Sjálfstæðismanna um að mæta 1,9 milljarða króna útsvarslækkun með bættum innkaupum. „Þetta er svokallað bull. Innihaldslaust og ábyrgðarlaust bull,“ sagði Dagur. Tillögurnar væru bæði ófjármagnaðar og óábyrgar. Samþykkt þeirra myndi þýða fimm milljarða gat í fjármálum borgarinnar. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir útspil Sjálfstæðismanna fagnaðarefni. Kjarapakkinn væri mjög gott innlegg vegna þess að komið væri að þáttum sem snúi að gjaldskrárhækkunum Orkuveitunnar sem sannarlega hafi áhrif á vísitölu neysluverðs til verðtryggingar. „Þarna er verið að koma inn á byggingarréttargjöldin sem hafa áhrif á húsnæðis- og leiguverð. Þarna eru tillögur, eins og með lækkun útsvars, sem opna á auknar ráðstöfunartekjur okkar félagsmanna sem búa í Reykjavík,“ segir Ragnar Þór í samtali við Fréttablaðið. „Ég fagna því að kjörnir fulltrúar sveitarfélaga séu farnir að taka tillit til þeirrar alvarlegu stöðu sem er komin upp á vinnumarkaði og hugsa lausnamiðað í þeim efnum.“ Drífa Snædal, forseti ASÍ, sagði í Fréttablaðinu á mánudaginn að eðlilegra væri að beina kröfum um skattabreytingar til stjórnvalda en sveitarfélaga. Þó myndi ASÍ fylgjast náið með gjaldskrárhækkunum sveitarfélaga eins og áður.
Birtist í Fréttablaðinu Borgarstjórn Kjaramál Stj.mál Tengdar fréttir Felldu tillögu Sjálfstæðismanna um kjarapakkann Tillaga Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn var í dag felld á fundi borgarstjórnar en borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins lögðu tillöguna fram, sem var í fjórum liðum, í þeirri von að liðka fyrir yfirstandandi kjarasamningum og kölluðu hana "kjarapakkann“. 5. mars 2019 19:36 Vilja liðka fyrir kjaraviðræðum og leggja fram „kjarapakka“ Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, segir að Reykjavíkurborg geti vel liðkað fyrir yfirstandandi kjaraviðræðum. 4. mars 2019 10:45 Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Úr Kvennaskólanum í píparann Innlent Fleiri fréttir Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Sjá meira
Felldu tillögu Sjálfstæðismanna um kjarapakkann Tillaga Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn var í dag felld á fundi borgarstjórnar en borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins lögðu tillöguna fram, sem var í fjórum liðum, í þeirri von að liðka fyrir yfirstandandi kjarasamningum og kölluðu hana "kjarapakkann“. 5. mars 2019 19:36
Vilja liðka fyrir kjaraviðræðum og leggja fram „kjarapakka“ Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, segir að Reykjavíkurborg geti vel liðkað fyrir yfirstandandi kjaraviðræðum. 4. mars 2019 10:45