Felldu tillögu Sjálfstæðismanna um kjarapakkann Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 5. mars 2019 19:36 Tillaga Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn var í dag felld á fundi borgarstjórnar en borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins lögðu tillöguna fram, sem var í fjórum liðum, í þeirri von að liðka fyrir yfirstandandi kjarasamningum og kölluðu hana "kjarapakkann“. Vísir/vilhelm Tillaga Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn var í dag felld á fundi borgarstjórnar en borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins lögðu tillöguna fram, sem var í fjórum liðum, í þeirri von að liðka fyrir yfirstandandi kjarasamningum og kölluðu hana „kjarapakkann“. Borgarfulltrúarnir greiddu atkvæði fyrir hvern lið fyrir sig en þeim var öllum hafnað. Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir að það séu mikil vonbrigði að meirihlutinn hafi ekki séð sér fært um að samþykkja tillöguna. „Afgreiðsla meirihlutans skýtur vægast sagt skökku við því til stuðnings má benda á að forsvarsmenn verkalýðsfélaganna hafa sagt að ekki verði skrifað undir kjarasamninga nema fyrir liggi skuldbindandi samkomulag um að bæta aðstæður fólks á húsnæðismarkaði. Þannig þykir okkur rétt að Reykjavíkurborg mæti þessari kröfu án skilyrða um aðrar fjárveitingar ríkisins,“ segir Hildur í bókun við tillöguna. Tillaga Sjálfstæðisflokksins fjallaði um að lækka álagningarhlutfall útsvars, lækka rekstrargjöld heimilanna, auka framboð á hagstæðum byggingarlóðum og lækka byggingarréttargjöld. Eyþór Laxdal Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borginni, kynnti tillögurnar á blaðamannafundi í gær.Sjá nánar: Vilja liðka fyrir kjaraviðræðum og leggja fram kjarapakkaPawel Bartoszek lagði fram bókun við tillöguna.vÍSIR/ANTONPawel Bartoszek, borgarfulltrúi Viðreisnar, talaði fyrir hönd meirihlutans og gerði grein fyrir ákvörðuninni að fella tillöguna: „Í samstarfssáttmála meirihlutans segir skýrt að útsvar skal haldast óbreytt og það er mikill ábyrgðarhluti að leggja til verulega lækkun á útsvarstekjum borgarinnar á sama tíma og mikil óvissa er um bæði efnahagshorfur og stöðuna á vinnumarkaði,“ segir Pawel sem bætir við að hann telji útsvarslækkun í einu sveitarfélagi ekki til þess fallið að leysa úr kjaradeilum á almennum vinnumarkaði. Líf Magneudóttir, borgarfulltrúi Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs, sagði á Twittersíðu sinni að kjarapakki Sjálfstæðisflokksins væri óábyrgt rugl.Svokallaður kjarapakki Sjálfstæðisflokksins er fugl í skógi. Ekki bara óábyrgt rugl heldur líka loforð um stórfelldan niðurskurð í mennta- og velferðarmálum. Þvílík steypa. Hlustið á umræðuna núna: #borgarstjórn https://t.co/jodlqz5gow— Líf Magneudóttir (@lifmagn) March 5, 2019 Borgarstjórn Kjaramál Reykjavík Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Vilja liðka fyrir kjaraviðræðum og leggja fram „kjarapakka“ Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, segir að Reykjavíkurborg geti vel liðkað fyrir yfirstandandi kjaraviðræðum. 4. mars 2019 10:45 Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Fleiri fréttir Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Sjá meira
Tillaga Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn var í dag felld á fundi borgarstjórnar en borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins lögðu tillöguna fram, sem var í fjórum liðum, í þeirri von að liðka fyrir yfirstandandi kjarasamningum og kölluðu hana „kjarapakkann“. Borgarfulltrúarnir greiddu atkvæði fyrir hvern lið fyrir sig en þeim var öllum hafnað. Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir að það séu mikil vonbrigði að meirihlutinn hafi ekki séð sér fært um að samþykkja tillöguna. „Afgreiðsla meirihlutans skýtur vægast sagt skökku við því til stuðnings má benda á að forsvarsmenn verkalýðsfélaganna hafa sagt að ekki verði skrifað undir kjarasamninga nema fyrir liggi skuldbindandi samkomulag um að bæta aðstæður fólks á húsnæðismarkaði. Þannig þykir okkur rétt að Reykjavíkurborg mæti þessari kröfu án skilyrða um aðrar fjárveitingar ríkisins,“ segir Hildur í bókun við tillöguna. Tillaga Sjálfstæðisflokksins fjallaði um að lækka álagningarhlutfall útsvars, lækka rekstrargjöld heimilanna, auka framboð á hagstæðum byggingarlóðum og lækka byggingarréttargjöld. Eyþór Laxdal Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borginni, kynnti tillögurnar á blaðamannafundi í gær.Sjá nánar: Vilja liðka fyrir kjaraviðræðum og leggja fram kjarapakkaPawel Bartoszek lagði fram bókun við tillöguna.vÍSIR/ANTONPawel Bartoszek, borgarfulltrúi Viðreisnar, talaði fyrir hönd meirihlutans og gerði grein fyrir ákvörðuninni að fella tillöguna: „Í samstarfssáttmála meirihlutans segir skýrt að útsvar skal haldast óbreytt og það er mikill ábyrgðarhluti að leggja til verulega lækkun á útsvarstekjum borgarinnar á sama tíma og mikil óvissa er um bæði efnahagshorfur og stöðuna á vinnumarkaði,“ segir Pawel sem bætir við að hann telji útsvarslækkun í einu sveitarfélagi ekki til þess fallið að leysa úr kjaradeilum á almennum vinnumarkaði. Líf Magneudóttir, borgarfulltrúi Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs, sagði á Twittersíðu sinni að kjarapakki Sjálfstæðisflokksins væri óábyrgt rugl.Svokallaður kjarapakki Sjálfstæðisflokksins er fugl í skógi. Ekki bara óábyrgt rugl heldur líka loforð um stórfelldan niðurskurð í mennta- og velferðarmálum. Þvílík steypa. Hlustið á umræðuna núna: #borgarstjórn https://t.co/jodlqz5gow— Líf Magneudóttir (@lifmagn) March 5, 2019
Borgarstjórn Kjaramál Reykjavík Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Vilja liðka fyrir kjaraviðræðum og leggja fram „kjarapakka“ Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, segir að Reykjavíkurborg geti vel liðkað fyrir yfirstandandi kjaraviðræðum. 4. mars 2019 10:45 Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Fleiri fréttir Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Sjá meira
Vilja liðka fyrir kjaraviðræðum og leggja fram „kjarapakka“ Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, segir að Reykjavíkurborg geti vel liðkað fyrir yfirstandandi kjaraviðræðum. 4. mars 2019 10:45