Felldu tillögu Sjálfstæðismanna um kjarapakkann Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 5. mars 2019 19:36 Tillaga Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn var í dag felld á fundi borgarstjórnar en borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins lögðu tillöguna fram, sem var í fjórum liðum, í þeirri von að liðka fyrir yfirstandandi kjarasamningum og kölluðu hana "kjarapakkann“. Vísir/vilhelm Tillaga Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn var í dag felld á fundi borgarstjórnar en borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins lögðu tillöguna fram, sem var í fjórum liðum, í þeirri von að liðka fyrir yfirstandandi kjarasamningum og kölluðu hana „kjarapakkann“. Borgarfulltrúarnir greiddu atkvæði fyrir hvern lið fyrir sig en þeim var öllum hafnað. Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir að það séu mikil vonbrigði að meirihlutinn hafi ekki séð sér fært um að samþykkja tillöguna. „Afgreiðsla meirihlutans skýtur vægast sagt skökku við því til stuðnings má benda á að forsvarsmenn verkalýðsfélaganna hafa sagt að ekki verði skrifað undir kjarasamninga nema fyrir liggi skuldbindandi samkomulag um að bæta aðstæður fólks á húsnæðismarkaði. Þannig þykir okkur rétt að Reykjavíkurborg mæti þessari kröfu án skilyrða um aðrar fjárveitingar ríkisins,“ segir Hildur í bókun við tillöguna. Tillaga Sjálfstæðisflokksins fjallaði um að lækka álagningarhlutfall útsvars, lækka rekstrargjöld heimilanna, auka framboð á hagstæðum byggingarlóðum og lækka byggingarréttargjöld. Eyþór Laxdal Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borginni, kynnti tillögurnar á blaðamannafundi í gær.Sjá nánar: Vilja liðka fyrir kjaraviðræðum og leggja fram kjarapakkaPawel Bartoszek lagði fram bókun við tillöguna.vÍSIR/ANTONPawel Bartoszek, borgarfulltrúi Viðreisnar, talaði fyrir hönd meirihlutans og gerði grein fyrir ákvörðuninni að fella tillöguna: „Í samstarfssáttmála meirihlutans segir skýrt að útsvar skal haldast óbreytt og það er mikill ábyrgðarhluti að leggja til verulega lækkun á útsvarstekjum borgarinnar á sama tíma og mikil óvissa er um bæði efnahagshorfur og stöðuna á vinnumarkaði,“ segir Pawel sem bætir við að hann telji útsvarslækkun í einu sveitarfélagi ekki til þess fallið að leysa úr kjaradeilum á almennum vinnumarkaði. Líf Magneudóttir, borgarfulltrúi Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs, sagði á Twittersíðu sinni að kjarapakki Sjálfstæðisflokksins væri óábyrgt rugl.Svokallaður kjarapakki Sjálfstæðisflokksins er fugl í skógi. Ekki bara óábyrgt rugl heldur líka loforð um stórfelldan niðurskurð í mennta- og velferðarmálum. Þvílík steypa. Hlustið á umræðuna núna: #borgarstjórn https://t.co/jodlqz5gow— Líf Magneudóttir (@lifmagn) March 5, 2019 Borgarstjórn Kjaramál Reykjavík Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Vilja liðka fyrir kjaraviðræðum og leggja fram „kjarapakka“ Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, segir að Reykjavíkurborg geti vel liðkað fyrir yfirstandandi kjaraviðræðum. 4. mars 2019 10:45 Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Innlent Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn Innlent Fleiri fréttir Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Börnin fari út en liggi undir trampólíninu í símanum Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Sjá meira
Tillaga Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn var í dag felld á fundi borgarstjórnar en borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins lögðu tillöguna fram, sem var í fjórum liðum, í þeirri von að liðka fyrir yfirstandandi kjarasamningum og kölluðu hana „kjarapakkann“. Borgarfulltrúarnir greiddu atkvæði fyrir hvern lið fyrir sig en þeim var öllum hafnað. Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir að það séu mikil vonbrigði að meirihlutinn hafi ekki séð sér fært um að samþykkja tillöguna. „Afgreiðsla meirihlutans skýtur vægast sagt skökku við því til stuðnings má benda á að forsvarsmenn verkalýðsfélaganna hafa sagt að ekki verði skrifað undir kjarasamninga nema fyrir liggi skuldbindandi samkomulag um að bæta aðstæður fólks á húsnæðismarkaði. Þannig þykir okkur rétt að Reykjavíkurborg mæti þessari kröfu án skilyrða um aðrar fjárveitingar ríkisins,“ segir Hildur í bókun við tillöguna. Tillaga Sjálfstæðisflokksins fjallaði um að lækka álagningarhlutfall útsvars, lækka rekstrargjöld heimilanna, auka framboð á hagstæðum byggingarlóðum og lækka byggingarréttargjöld. Eyþór Laxdal Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borginni, kynnti tillögurnar á blaðamannafundi í gær.Sjá nánar: Vilja liðka fyrir kjaraviðræðum og leggja fram kjarapakkaPawel Bartoszek lagði fram bókun við tillöguna.vÍSIR/ANTONPawel Bartoszek, borgarfulltrúi Viðreisnar, talaði fyrir hönd meirihlutans og gerði grein fyrir ákvörðuninni að fella tillöguna: „Í samstarfssáttmála meirihlutans segir skýrt að útsvar skal haldast óbreytt og það er mikill ábyrgðarhluti að leggja til verulega lækkun á útsvarstekjum borgarinnar á sama tíma og mikil óvissa er um bæði efnahagshorfur og stöðuna á vinnumarkaði,“ segir Pawel sem bætir við að hann telji útsvarslækkun í einu sveitarfélagi ekki til þess fallið að leysa úr kjaradeilum á almennum vinnumarkaði. Líf Magneudóttir, borgarfulltrúi Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs, sagði á Twittersíðu sinni að kjarapakki Sjálfstæðisflokksins væri óábyrgt rugl.Svokallaður kjarapakki Sjálfstæðisflokksins er fugl í skógi. Ekki bara óábyrgt rugl heldur líka loforð um stórfelldan niðurskurð í mennta- og velferðarmálum. Þvílík steypa. Hlustið á umræðuna núna: #borgarstjórn https://t.co/jodlqz5gow— Líf Magneudóttir (@lifmagn) March 5, 2019
Borgarstjórn Kjaramál Reykjavík Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Vilja liðka fyrir kjaraviðræðum og leggja fram „kjarapakka“ Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, segir að Reykjavíkurborg geti vel liðkað fyrir yfirstandandi kjaraviðræðum. 4. mars 2019 10:45 Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Innlent Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn Innlent Fleiri fréttir Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Börnin fari út en liggi undir trampólíninu í símanum Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Sjá meira
Vilja liðka fyrir kjaraviðræðum og leggja fram „kjarapakka“ Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, segir að Reykjavíkurborg geti vel liðkað fyrir yfirstandandi kjaraviðræðum. 4. mars 2019 10:45