Felldu tillögu Sjálfstæðismanna um kjarapakkann Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 5. mars 2019 19:36 Tillaga Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn var í dag felld á fundi borgarstjórnar en borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins lögðu tillöguna fram, sem var í fjórum liðum, í þeirri von að liðka fyrir yfirstandandi kjarasamningum og kölluðu hana "kjarapakkann“. Vísir/vilhelm Tillaga Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn var í dag felld á fundi borgarstjórnar en borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins lögðu tillöguna fram, sem var í fjórum liðum, í þeirri von að liðka fyrir yfirstandandi kjarasamningum og kölluðu hana „kjarapakkann“. Borgarfulltrúarnir greiddu atkvæði fyrir hvern lið fyrir sig en þeim var öllum hafnað. Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir að það séu mikil vonbrigði að meirihlutinn hafi ekki séð sér fært um að samþykkja tillöguna. „Afgreiðsla meirihlutans skýtur vægast sagt skökku við því til stuðnings má benda á að forsvarsmenn verkalýðsfélaganna hafa sagt að ekki verði skrifað undir kjarasamninga nema fyrir liggi skuldbindandi samkomulag um að bæta aðstæður fólks á húsnæðismarkaði. Þannig þykir okkur rétt að Reykjavíkurborg mæti þessari kröfu án skilyrða um aðrar fjárveitingar ríkisins,“ segir Hildur í bókun við tillöguna. Tillaga Sjálfstæðisflokksins fjallaði um að lækka álagningarhlutfall útsvars, lækka rekstrargjöld heimilanna, auka framboð á hagstæðum byggingarlóðum og lækka byggingarréttargjöld. Eyþór Laxdal Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borginni, kynnti tillögurnar á blaðamannafundi í gær.Sjá nánar: Vilja liðka fyrir kjaraviðræðum og leggja fram kjarapakkaPawel Bartoszek lagði fram bókun við tillöguna.vÍSIR/ANTONPawel Bartoszek, borgarfulltrúi Viðreisnar, talaði fyrir hönd meirihlutans og gerði grein fyrir ákvörðuninni að fella tillöguna: „Í samstarfssáttmála meirihlutans segir skýrt að útsvar skal haldast óbreytt og það er mikill ábyrgðarhluti að leggja til verulega lækkun á útsvarstekjum borgarinnar á sama tíma og mikil óvissa er um bæði efnahagshorfur og stöðuna á vinnumarkaði,“ segir Pawel sem bætir við að hann telji útsvarslækkun í einu sveitarfélagi ekki til þess fallið að leysa úr kjaradeilum á almennum vinnumarkaði. Líf Magneudóttir, borgarfulltrúi Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs, sagði á Twittersíðu sinni að kjarapakki Sjálfstæðisflokksins væri óábyrgt rugl.Svokallaður kjarapakki Sjálfstæðisflokksins er fugl í skógi. Ekki bara óábyrgt rugl heldur líka loforð um stórfelldan niðurskurð í mennta- og velferðarmálum. Þvílík steypa. Hlustið á umræðuna núna: #borgarstjórn https://t.co/jodlqz5gow— Líf Magneudóttir (@lifmagn) March 5, 2019 Borgarstjórn Kjaramál Reykjavík Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Vilja liðka fyrir kjaraviðræðum og leggja fram „kjarapakka“ Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, segir að Reykjavíkurborg geti vel liðkað fyrir yfirstandandi kjaraviðræðum. 4. mars 2019 10:45 Mest lesið Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Munaði sex atkvæðum Erlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Innlent Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Erlent Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Innlent Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Innlent Fleiri fréttir Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Sjá meira
Tillaga Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn var í dag felld á fundi borgarstjórnar en borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins lögðu tillöguna fram, sem var í fjórum liðum, í þeirri von að liðka fyrir yfirstandandi kjarasamningum og kölluðu hana „kjarapakkann“. Borgarfulltrúarnir greiddu atkvæði fyrir hvern lið fyrir sig en þeim var öllum hafnað. Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir að það séu mikil vonbrigði að meirihlutinn hafi ekki séð sér fært um að samþykkja tillöguna. „Afgreiðsla meirihlutans skýtur vægast sagt skökku við því til stuðnings má benda á að forsvarsmenn verkalýðsfélaganna hafa sagt að ekki verði skrifað undir kjarasamninga nema fyrir liggi skuldbindandi samkomulag um að bæta aðstæður fólks á húsnæðismarkaði. Þannig þykir okkur rétt að Reykjavíkurborg mæti þessari kröfu án skilyrða um aðrar fjárveitingar ríkisins,“ segir Hildur í bókun við tillöguna. Tillaga Sjálfstæðisflokksins fjallaði um að lækka álagningarhlutfall útsvars, lækka rekstrargjöld heimilanna, auka framboð á hagstæðum byggingarlóðum og lækka byggingarréttargjöld. Eyþór Laxdal Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borginni, kynnti tillögurnar á blaðamannafundi í gær.Sjá nánar: Vilja liðka fyrir kjaraviðræðum og leggja fram kjarapakkaPawel Bartoszek lagði fram bókun við tillöguna.vÍSIR/ANTONPawel Bartoszek, borgarfulltrúi Viðreisnar, talaði fyrir hönd meirihlutans og gerði grein fyrir ákvörðuninni að fella tillöguna: „Í samstarfssáttmála meirihlutans segir skýrt að útsvar skal haldast óbreytt og það er mikill ábyrgðarhluti að leggja til verulega lækkun á útsvarstekjum borgarinnar á sama tíma og mikil óvissa er um bæði efnahagshorfur og stöðuna á vinnumarkaði,“ segir Pawel sem bætir við að hann telji útsvarslækkun í einu sveitarfélagi ekki til þess fallið að leysa úr kjaradeilum á almennum vinnumarkaði. Líf Magneudóttir, borgarfulltrúi Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs, sagði á Twittersíðu sinni að kjarapakki Sjálfstæðisflokksins væri óábyrgt rugl.Svokallaður kjarapakki Sjálfstæðisflokksins er fugl í skógi. Ekki bara óábyrgt rugl heldur líka loforð um stórfelldan niðurskurð í mennta- og velferðarmálum. Þvílík steypa. Hlustið á umræðuna núna: #borgarstjórn https://t.co/jodlqz5gow— Líf Magneudóttir (@lifmagn) March 5, 2019
Borgarstjórn Kjaramál Reykjavík Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Vilja liðka fyrir kjaraviðræðum og leggja fram „kjarapakka“ Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, segir að Reykjavíkurborg geti vel liðkað fyrir yfirstandandi kjaraviðræðum. 4. mars 2019 10:45 Mest lesið Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Munaði sex atkvæðum Erlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Innlent Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Erlent Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Innlent Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Innlent Fleiri fréttir Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Sjá meira
Vilja liðka fyrir kjaraviðræðum og leggja fram „kjarapakka“ Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, segir að Reykjavíkurborg geti vel liðkað fyrir yfirstandandi kjaraviðræðum. 4. mars 2019 10:45