Fótbolti

Fyrsta sinn sem strákarnir spila strax á fimmtudegi

Óskar Ófeigur Jónsson í Antalya skrifar
Kári Árnason, Birkir Bjarnason og íslensku strákarnir fagna sigri á Tyrkjum í júní.
Kári Árnason, Birkir Bjarnason og íslensku strákarnir fagna sigri á Tyrkjum í júní. Getty/Oliver Hardt
Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu fær ekki langan tíma til að undirbúa sig fyrir leikinn mikilvæga á móti Tyrkjum í undankeppni EM.

Leikurinn við Tyrki fer fram strax á fimmtudaginn og er þetta því stysti undirbúningur íslenska liðsins í allri þessari undankeppni.

Landsleikjaglugginn opnar formlega á mánudögum þótt að stundum geti þjóðirnar fengi sína leikmenn fyrr ef leikir þeirra liðs fara fram á föstudegi eða laugardegi.

Hingað til í þessari undankeppni hefur fyrri leikur íslenska landsliðsins ekki farið fram fyrr á föstudegi eða laugardegi. Íslensku strákarnir hafa því fengið fjóra eða fimm daga til að undirbúa sig.

Nú er enginn slíkur lúxus því leikurinn við Tyrki er strax á fimmtudagskvöldið og síðustu leikmenn íslenska liðsins skila sér ekki í æfingarbúðir liðsins í Antalya fyrr en í dag.

Fyrri leikur íslenska liðsins í landsleikjagluggunum í undankeppni EM 2020:

Föstudagur á móti Andorra í mars (4 dagar í undirbúning)

Laugardagur á móti Albaníu í júní (5 dagar)

Laugardagur á móti Moldóvu í september (5 dagar)

Föstudagur á móti Frakklandi í október (4 dagar)

Fimmtudagur á móti Tyrklandi í nóvember (3 dagar)




Fleiri fréttir

Sjá meira


×