Fyrirliði Shakhtar rekinn út af fyrir að bregðast við rasisma Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 11. nóvember 2019 10:30 Taison varð fyrir barðinu á kynþáttaníði í gær. vísir/getty Taison, fyrirliði Shakhtar Donetsk, var rekinn af velli í 1-0 sigri liðsins á Dynamo Kiev í úkraínsku úrvalsdeildinni í gær fyrir að bregðast við kynþáttaníði stuðningsmanna gestanna. Þeir hrópuðu ókvæðisorð af Taison sem fékk á endanum nóg. Hann sýndi stuðningsmönnum Dynamo fingurinn og sparkaði boltanum svo í átt að þeim.Horrible scenes in Ukraine Shakhtar’s Taison in tears after being sent off for reacting to racist abuse. He kicked the ball into the crowd after sick chants from Dynamo Kiev fans. pic.twitter.com/looOPu7SY1 — talkSPORT (@talkSPORT) November 10, 2019 Dómarinn stöðvaði leikinn á 77. mínútu. Þegar hann hófst fimm mínútum síðar var Taison rekinn af velli. Hinn brasilíski Taison og landi hans, Dentinho, urðu báðir fyrir barðinu á stuðningsmönnum Dynamo og gengu grátandi af velli. „Ég styð alla sem verða fyrir barðinu á kynþáttafordómum. Allar birtingarmyndir rasisma eru óásættanlegar. Þetta var, og er alltaf, öllum til skammar. Við verðum að standa saman í baráttunni gegn rasisma, hverja einustu mínútu, hverja einustu sekúndu,“ sagði Luís Castro, knattspyrnustjóri Shakhtar, eftir leikinn í gær. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem stuðningsmenn Dynamo gerast sekir um rasisma. Fyrir fjórum árum þurfti liðið að spila tvo Evrópuleiki fyrir luktum dyrum eftir að ráðist var á fjóra þeldökka áhorfendur á heimavelli liðsins í leik gegn Chelsea. Í yfirlýsingu frá Dynamo í gær kom fram að félagið ætlaði að leggja rannsókn málsins lið og refsa þeim seku. Taison, sem er 31 árs, hefur leikið með Shakhtar síðan 2013. Hann hefur fimm sinnum orðið úkraínskur meistari og fimm sinnum bikarmeistari með liðinu. Fótbolti Úkraína Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Handbolti Fleiri fréttir Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Frá Klaksvík á Krókinn Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Sjá meira
Taison, fyrirliði Shakhtar Donetsk, var rekinn af velli í 1-0 sigri liðsins á Dynamo Kiev í úkraínsku úrvalsdeildinni í gær fyrir að bregðast við kynþáttaníði stuðningsmanna gestanna. Þeir hrópuðu ókvæðisorð af Taison sem fékk á endanum nóg. Hann sýndi stuðningsmönnum Dynamo fingurinn og sparkaði boltanum svo í átt að þeim.Horrible scenes in Ukraine Shakhtar’s Taison in tears after being sent off for reacting to racist abuse. He kicked the ball into the crowd after sick chants from Dynamo Kiev fans. pic.twitter.com/looOPu7SY1 — talkSPORT (@talkSPORT) November 10, 2019 Dómarinn stöðvaði leikinn á 77. mínútu. Þegar hann hófst fimm mínútum síðar var Taison rekinn af velli. Hinn brasilíski Taison og landi hans, Dentinho, urðu báðir fyrir barðinu á stuðningsmönnum Dynamo og gengu grátandi af velli. „Ég styð alla sem verða fyrir barðinu á kynþáttafordómum. Allar birtingarmyndir rasisma eru óásættanlegar. Þetta var, og er alltaf, öllum til skammar. Við verðum að standa saman í baráttunni gegn rasisma, hverja einustu mínútu, hverja einustu sekúndu,“ sagði Luís Castro, knattspyrnustjóri Shakhtar, eftir leikinn í gær. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem stuðningsmenn Dynamo gerast sekir um rasisma. Fyrir fjórum árum þurfti liðið að spila tvo Evrópuleiki fyrir luktum dyrum eftir að ráðist var á fjóra þeldökka áhorfendur á heimavelli liðsins í leik gegn Chelsea. Í yfirlýsingu frá Dynamo í gær kom fram að félagið ætlaði að leggja rannsókn málsins lið og refsa þeim seku. Taison, sem er 31 árs, hefur leikið með Shakhtar síðan 2013. Hann hefur fimm sinnum orðið úkraínskur meistari og fimm sinnum bikarmeistari með liðinu.
Fótbolti Úkraína Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Handbolti Fleiri fréttir Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Frá Klaksvík á Krókinn Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Sjá meira