Fyrirliði Shakhtar rekinn út af fyrir að bregðast við rasisma Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 11. nóvember 2019 10:30 Taison varð fyrir barðinu á kynþáttaníði í gær. vísir/getty Taison, fyrirliði Shakhtar Donetsk, var rekinn af velli í 1-0 sigri liðsins á Dynamo Kiev í úkraínsku úrvalsdeildinni í gær fyrir að bregðast við kynþáttaníði stuðningsmanna gestanna. Þeir hrópuðu ókvæðisorð af Taison sem fékk á endanum nóg. Hann sýndi stuðningsmönnum Dynamo fingurinn og sparkaði boltanum svo í átt að þeim.Horrible scenes in Ukraine Shakhtar’s Taison in tears after being sent off for reacting to racist abuse. He kicked the ball into the crowd after sick chants from Dynamo Kiev fans. pic.twitter.com/looOPu7SY1 — talkSPORT (@talkSPORT) November 10, 2019 Dómarinn stöðvaði leikinn á 77. mínútu. Þegar hann hófst fimm mínútum síðar var Taison rekinn af velli. Hinn brasilíski Taison og landi hans, Dentinho, urðu báðir fyrir barðinu á stuðningsmönnum Dynamo og gengu grátandi af velli. „Ég styð alla sem verða fyrir barðinu á kynþáttafordómum. Allar birtingarmyndir rasisma eru óásættanlegar. Þetta var, og er alltaf, öllum til skammar. Við verðum að standa saman í baráttunni gegn rasisma, hverja einustu mínútu, hverja einustu sekúndu,“ sagði Luís Castro, knattspyrnustjóri Shakhtar, eftir leikinn í gær. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem stuðningsmenn Dynamo gerast sekir um rasisma. Fyrir fjórum árum þurfti liðið að spila tvo Evrópuleiki fyrir luktum dyrum eftir að ráðist var á fjóra þeldökka áhorfendur á heimavelli liðsins í leik gegn Chelsea. Í yfirlýsingu frá Dynamo í gær kom fram að félagið ætlaði að leggja rannsókn málsins lið og refsa þeim seku. Taison, sem er 31 árs, hefur leikið með Shakhtar síðan 2013. Hann hefur fimm sinnum orðið úkraínskur meistari og fimm sinnum bikarmeistari með liðinu. Fótbolti Úkraína Mest lesið Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Sport Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Enski boltinn Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Enski boltinn Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Fótbolti Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Fótbolti Aurier í bann vegna lifrarbólgu Fótbolti Fleiri fréttir Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Í beinni: Levante - Barcelona | Börsungar í Valencia Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Valgeir fékk að spila og lagði strax upp í fyrsta sigrinum Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Aurier í bann vegna lifrarbólgu Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Kane með þrennu er Bayern valtaði yfir Leipzig Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Rodri og Foden klárir í slaginn Sjá meira
Taison, fyrirliði Shakhtar Donetsk, var rekinn af velli í 1-0 sigri liðsins á Dynamo Kiev í úkraínsku úrvalsdeildinni í gær fyrir að bregðast við kynþáttaníði stuðningsmanna gestanna. Þeir hrópuðu ókvæðisorð af Taison sem fékk á endanum nóg. Hann sýndi stuðningsmönnum Dynamo fingurinn og sparkaði boltanum svo í átt að þeim.Horrible scenes in Ukraine Shakhtar’s Taison in tears after being sent off for reacting to racist abuse. He kicked the ball into the crowd after sick chants from Dynamo Kiev fans. pic.twitter.com/looOPu7SY1 — talkSPORT (@talkSPORT) November 10, 2019 Dómarinn stöðvaði leikinn á 77. mínútu. Þegar hann hófst fimm mínútum síðar var Taison rekinn af velli. Hinn brasilíski Taison og landi hans, Dentinho, urðu báðir fyrir barðinu á stuðningsmönnum Dynamo og gengu grátandi af velli. „Ég styð alla sem verða fyrir barðinu á kynþáttafordómum. Allar birtingarmyndir rasisma eru óásættanlegar. Þetta var, og er alltaf, öllum til skammar. Við verðum að standa saman í baráttunni gegn rasisma, hverja einustu mínútu, hverja einustu sekúndu,“ sagði Luís Castro, knattspyrnustjóri Shakhtar, eftir leikinn í gær. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem stuðningsmenn Dynamo gerast sekir um rasisma. Fyrir fjórum árum þurfti liðið að spila tvo Evrópuleiki fyrir luktum dyrum eftir að ráðist var á fjóra þeldökka áhorfendur á heimavelli liðsins í leik gegn Chelsea. Í yfirlýsingu frá Dynamo í gær kom fram að félagið ætlaði að leggja rannsókn málsins lið og refsa þeim seku. Taison, sem er 31 árs, hefur leikið með Shakhtar síðan 2013. Hann hefur fimm sinnum orðið úkraínskur meistari og fimm sinnum bikarmeistari með liðinu.
Fótbolti Úkraína Mest lesið Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Sport Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Enski boltinn Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Enski boltinn Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Fótbolti Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Fótbolti Aurier í bann vegna lifrarbólgu Fótbolti Fleiri fréttir Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Í beinni: Levante - Barcelona | Börsungar í Valencia Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Valgeir fékk að spila og lagði strax upp í fyrsta sigrinum Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Aurier í bann vegna lifrarbólgu Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Kane með þrennu er Bayern valtaði yfir Leipzig Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Rodri og Foden klárir í slaginn Sjá meira