Málþóf Miðflokksmanna og annað álag kostaði 40 milljónir Kristín Ólafsdóttir skrifar 11. nóvember 2019 12:55 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, ásamt samflokksmönnum sínum Ólafi Ísleifssyni og Gunnari Braga Sveinssyni á Alþingi í vor. Vísir/vilhelm Lagt er til að 40 milljónir króna verði veittar til Alþingis vegna málþófs Miðflokksmanna í vor og annarra mála sem sinna þurfti á nefndasviði. Þetta kemur fram í fjáraukalögum 2019 sem Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra útbýtti á Alþingi um helgina. Milljónunum á að vera veitt vegna „mikillar viðveru starfsmanna Alþingis umfram almenna starfsskyldu“ , líkt og að er orðað í fjáraukalögum. Á vordögum hafi verið óvenju mikið annríki á Alþingi sem kallaði á mjög mikla viðveru starfsmanna skrifstofunnar umfram almenna vinnuskyldu. Álag sé alla jafna mikið á vordögum þingsins, og gert ráð fyrir því í áætlunum skrifstofunnar. Á yfirstandandi ári hafi það hins vegar verið óvenju mikið og varað vikum saman. „Ástæðurnar voru málþóf í þingsalnum og mörg, umfangsmikil og þung mál sem sinna þurfti á nefndasviði.“Sjá einnig: „Ákaflega æskilegt“ að Miðflokksmenn hugsi sinn gang Þannig hafi yfirvinna þeirra sem vinna í tengslum við þingsalinn verið tvöfalt meiri en vanalegt er og álíka mikið hjá nefndasviði. Ekki var nægur fjöldi starfsmanna til að sinna allri þessari vinnu án þess að kæmi til hvíldartímabrota, sem einnig skapaði aukinn kostnað. „Þessar aðstæður voru ófyrirsjáanlegar og Alþingi á engan varasjóð til að bregðast við óvæntum kostnaði upp á tugi milljóna,“ segir í fjáraukalögum. Eins og kunnugt er stóðu þingmenn Miðflokksins fyrir málþófi í vor um þriðja orkupakkann, sem var að endingu samþykktur á svokölluðum þingstubbi í byrjun september. Miðflokksmenn, sem allir voru miklir andstæðingar orkupakkans, höguðu málþófinu þannig að þeir fóru hver á fætur öðrum í ræðustól alþingis og svöruðu ræðum hvers annars – oft langt fram á nótt. Nýtt umræðumet á Alþingi var slegið með málþófinu en umræður stóðu samtals yfir í um 150 klukkustundir. Alþingi Miðflokkurinn Þriðji orkupakkinn Tengdar fréttir Ekki orðinn úrkula vonar um að Sjálfstæðisflokkurinn hafni þriðja orkupakkanum Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, horfir sérstaklega til þeirrar óánægju sem hefur gætt í baklandi Sjálfstæðisflokksins um þriðja orkupakkann þegar segist ekki vera búinn að missa alla von um að þingflokkur Sjálfstæðisflokksins muni hafna innleiðingu þriðja orkupakkans á svokölluðum "þingstubbi“ um mánaðamótin þegar orkupakkinn verður til umfjöllunar. 25. ágúst 2019 12:15 Telja Miðflokkinn brjóta heiðursmannsamkomulag um traust í samskiptum Stjórnarandstaðan virðist algjörlega klofin, en öll spjót beinast að Miðflokknum og telja þingmenn í stjórn- og stjórnarandstöðu flokkinn halda þinginu í heljargreipum. 16. júní 2019 12:31 Sakar Miðflokksmenn um að misnota tilfinningar fólks Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, var ómyrk í máli þegar hún gagnrýndi framgöngu Miðflokksmanna. 28. ágúst 2019 19:48 Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Innlent Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Innlent Fleiri fréttir Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Sjá meira
Lagt er til að 40 milljónir króna verði veittar til Alþingis vegna málþófs Miðflokksmanna í vor og annarra mála sem sinna þurfti á nefndasviði. Þetta kemur fram í fjáraukalögum 2019 sem Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra útbýtti á Alþingi um helgina. Milljónunum á að vera veitt vegna „mikillar viðveru starfsmanna Alþingis umfram almenna starfsskyldu“ , líkt og að er orðað í fjáraukalögum. Á vordögum hafi verið óvenju mikið annríki á Alþingi sem kallaði á mjög mikla viðveru starfsmanna skrifstofunnar umfram almenna vinnuskyldu. Álag sé alla jafna mikið á vordögum þingsins, og gert ráð fyrir því í áætlunum skrifstofunnar. Á yfirstandandi ári hafi það hins vegar verið óvenju mikið og varað vikum saman. „Ástæðurnar voru málþóf í þingsalnum og mörg, umfangsmikil og þung mál sem sinna þurfti á nefndasviði.“Sjá einnig: „Ákaflega æskilegt“ að Miðflokksmenn hugsi sinn gang Þannig hafi yfirvinna þeirra sem vinna í tengslum við þingsalinn verið tvöfalt meiri en vanalegt er og álíka mikið hjá nefndasviði. Ekki var nægur fjöldi starfsmanna til að sinna allri þessari vinnu án þess að kæmi til hvíldartímabrota, sem einnig skapaði aukinn kostnað. „Þessar aðstæður voru ófyrirsjáanlegar og Alþingi á engan varasjóð til að bregðast við óvæntum kostnaði upp á tugi milljóna,“ segir í fjáraukalögum. Eins og kunnugt er stóðu þingmenn Miðflokksins fyrir málþófi í vor um þriðja orkupakkann, sem var að endingu samþykktur á svokölluðum þingstubbi í byrjun september. Miðflokksmenn, sem allir voru miklir andstæðingar orkupakkans, höguðu málþófinu þannig að þeir fóru hver á fætur öðrum í ræðustól alþingis og svöruðu ræðum hvers annars – oft langt fram á nótt. Nýtt umræðumet á Alþingi var slegið með málþófinu en umræður stóðu samtals yfir í um 150 klukkustundir.
Alþingi Miðflokkurinn Þriðji orkupakkinn Tengdar fréttir Ekki orðinn úrkula vonar um að Sjálfstæðisflokkurinn hafni þriðja orkupakkanum Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, horfir sérstaklega til þeirrar óánægju sem hefur gætt í baklandi Sjálfstæðisflokksins um þriðja orkupakkann þegar segist ekki vera búinn að missa alla von um að þingflokkur Sjálfstæðisflokksins muni hafna innleiðingu þriðja orkupakkans á svokölluðum "þingstubbi“ um mánaðamótin þegar orkupakkinn verður til umfjöllunar. 25. ágúst 2019 12:15 Telja Miðflokkinn brjóta heiðursmannsamkomulag um traust í samskiptum Stjórnarandstaðan virðist algjörlega klofin, en öll spjót beinast að Miðflokknum og telja þingmenn í stjórn- og stjórnarandstöðu flokkinn halda þinginu í heljargreipum. 16. júní 2019 12:31 Sakar Miðflokksmenn um að misnota tilfinningar fólks Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, var ómyrk í máli þegar hún gagnrýndi framgöngu Miðflokksmanna. 28. ágúst 2019 19:48 Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Innlent Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Innlent Fleiri fréttir Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Sjá meira
Ekki orðinn úrkula vonar um að Sjálfstæðisflokkurinn hafni þriðja orkupakkanum Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, horfir sérstaklega til þeirrar óánægju sem hefur gætt í baklandi Sjálfstæðisflokksins um þriðja orkupakkann þegar segist ekki vera búinn að missa alla von um að þingflokkur Sjálfstæðisflokksins muni hafna innleiðingu þriðja orkupakkans á svokölluðum "þingstubbi“ um mánaðamótin þegar orkupakkinn verður til umfjöllunar. 25. ágúst 2019 12:15
Telja Miðflokkinn brjóta heiðursmannsamkomulag um traust í samskiptum Stjórnarandstaðan virðist algjörlega klofin, en öll spjót beinast að Miðflokknum og telja þingmenn í stjórn- og stjórnarandstöðu flokkinn halda þinginu í heljargreipum. 16. júní 2019 12:31
Sakar Miðflokksmenn um að misnota tilfinningar fólks Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, var ómyrk í máli þegar hún gagnrýndi framgöngu Miðflokksmanna. 28. ágúst 2019 19:48