„Það er ákveðinn Trumpismi sem er að ganga“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 24. nóvember 2019 18:45 Formenn Viðreisnar og Miðflokksins tókust á um ýmis mál. Mynd/Stöð 2. Bæði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar þakka stefnufestu fyrir ágæta niðurstöðu í nýrri skoðanakönnun MMR. Þorgerður Katrín segir skoðanakönnuna sýna að „ákveðinn Trumpismi“ hafi náð hingað til lands.Sigmundur Davíð og Þorgerður Katrín voru gestir Heimis Más Péturssonar í Víglínunni nú síðdegis þar sem þau fóru um víðan völl. Rætt var um Samherjamálið, loftslagsmál og ýmislegt fleira en fyrst barst talið að skoðanakönnuninni sem birt var í síðustu viku.Þar mældist fylgi við Miðflokkinn 16,8 prósent og er hann næststærsti flokkur landsins samkvæmt þessari könnun, Sjálfstæðisflokkurinn örlítið fylgismeiri. Sigmundur Davíð var spurður hverju hann þakkaði fyrir þess fylgisaukningu en flokkurinn hlaut 10,9 prósent atkvæða í síðustu Alþingiskosningum.Sjá má umræður Sigmundar Davíðs og Þorgerðar Katrín hér að neðan. Víglínuna í heild sinni má sjá neðst í fréttinni.„Meðal annars því að við höfum einsett okkur í því að vera ekki að elta skoðanakannanir heldur að halda okkar striki og tala fyrir stefnu sem við höfum trú á og teljum að með því móti, ef stefnan er skynsamleg eins og við teljum hana vera, að þá skili sér til lengri tíma litið,“ sagði Sigmundur Davíð.Eru þá aðrir flokkar að elta kannanir?„Alltof mikið, of markir komnir í það sem einn þingmaður okkar líkti við það sem sumir bandarískir lögfræðingar eru sagðir gera, að elta sjúkrabíla. Að bregðast við fyrst of fremst umræðu dagsins og reyna að aðlagast henni einhvern veginn í stað þess að hafa heildarsýn, framtíðarsýn og lausnir,“ sagði Sigmundur Davíð.Niðurstöður nýrrar skoðanakönnunar MMR.Mynd/MMRSamkvæmt könnun MMR mælist Viðreisn með 9,7 prósent fylgi, upp um nær þrjú prósentustig frá kosningunum árið 2017. Þorgerður Katrín, líkt og Sigmundur Davíð, þakkaði stefnufestu fyrir þessa aukningu. „Við höfum ekkert hvikað frá okkar stefnu. Að hluta til er ég sammála Sigmundi Davíð með það að það skiptir máli að það sé stöðugleiki í stefnu stjórnmálaflokka. Að menn séu ekki að elta skoðanakannanir, elta hvernig vindurinn blæsir. Það skiptir máli að við í Viðreisn höfum einurð í okkar stefnu að tala fyrir mannréttindum, að tala fyrir alþjóðasamstarfi, að tala fyrir evrunni. Málum sem eru ekkert endilega allt of vinsæl á meðal ekki síst stærstu hagsmunaaðila hjá þjóðinni en við höldum áfram að tala um þetta. Ég held að það sé þýðingarmikið,“ sagði Þorgerður Katrín. Sagði Þorgerður Katrín einnig að sér fyndist skoðanakönnunin umrædda vera áhugaverð og að greina mætti ákveðin áhrif stjórnmála Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, hér á landi. „Við erum að detta inn í það sem er að gerast greinilega víða bæði í Evrópu og Bandaríkjunum. Það er ákveðinn Trumpismi sem er að ganga. Sterkir leiðtogar setja fram ákveðna stefnu sem ég verð að segja að því að Sigmundur hefur oft talað um sýndarstjórnmál. Mér finnst þetta vera sýndarstjórnmál,“ sagði Þorgerður Katrín.Alþingi.Vísir/VilhelmVísaði hún meðal annars til stefnu Miðflokksins í orkupakkamálinu. Mér finnst þetta vera nálgun fyrir hina stóru, ekki fyrir hina smáu, einstaklingana. Ekki fyrir fjölskyldurnar og ekki fyrir smærri fyrirtæki. Það er verið að bregða upp einhverri mynd að menn séu mjög staðfastir,“ sagði Þorgerður Katrín og gagnrýndi Sigmund Davíð fyrir stefnu flokksins í loftslagsmálum. Sigmundi Davíð þótti þó greining Þorgerði Katrín vera sérkennileg. „Við erum ekki að hafna því að það sé mikilvægt að bregðast við í umhverfismálum. Þvert á móti erum við að benda á það að þetta sé það mikilvægur málaflokkur að það þurfi raunverulagar lausnir sem að virka. Ekki einhverjar sýndarlausnir sem er stöðugt verið að elta hér, til dæmis það að moka ofan í skurði og eitthvað slíkt. Alþingi Víglínan Tengdar fréttir Miðflokkurinn kominn upp í tæp 17 prósent Fylgi Sjálfstæðisflokksins kominn niður í 18 prósent. 22. nóvember 2019 13:52 Á miklu flugi í skoðanakönnunum Miðflokkurinn mælist nánast jafn stór og Sjálfstæðisflokkurinn í nýrri skoðanakönnun. Formaður Miðflokksins segir þetta merki um að kjósendur vilji ekki að hann sveiflist með tíðarandanum hverju sinni. Prófessor segir erfitt að segja til um framhaldið. 23. nóvember 2019 09:00 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Fleiri fréttir Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Sjá meira
Bæði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar þakka stefnufestu fyrir ágæta niðurstöðu í nýrri skoðanakönnun MMR. Þorgerður Katrín segir skoðanakönnuna sýna að „ákveðinn Trumpismi“ hafi náð hingað til lands.Sigmundur Davíð og Þorgerður Katrín voru gestir Heimis Más Péturssonar í Víglínunni nú síðdegis þar sem þau fóru um víðan völl. Rætt var um Samherjamálið, loftslagsmál og ýmislegt fleira en fyrst barst talið að skoðanakönnuninni sem birt var í síðustu viku.Þar mældist fylgi við Miðflokkinn 16,8 prósent og er hann næststærsti flokkur landsins samkvæmt þessari könnun, Sjálfstæðisflokkurinn örlítið fylgismeiri. Sigmundur Davíð var spurður hverju hann þakkaði fyrir þess fylgisaukningu en flokkurinn hlaut 10,9 prósent atkvæða í síðustu Alþingiskosningum.Sjá má umræður Sigmundar Davíðs og Þorgerðar Katrín hér að neðan. Víglínuna í heild sinni má sjá neðst í fréttinni.„Meðal annars því að við höfum einsett okkur í því að vera ekki að elta skoðanakannanir heldur að halda okkar striki og tala fyrir stefnu sem við höfum trú á og teljum að með því móti, ef stefnan er skynsamleg eins og við teljum hana vera, að þá skili sér til lengri tíma litið,“ sagði Sigmundur Davíð.Eru þá aðrir flokkar að elta kannanir?„Alltof mikið, of markir komnir í það sem einn þingmaður okkar líkti við það sem sumir bandarískir lögfræðingar eru sagðir gera, að elta sjúkrabíla. Að bregðast við fyrst of fremst umræðu dagsins og reyna að aðlagast henni einhvern veginn í stað þess að hafa heildarsýn, framtíðarsýn og lausnir,“ sagði Sigmundur Davíð.Niðurstöður nýrrar skoðanakönnunar MMR.Mynd/MMRSamkvæmt könnun MMR mælist Viðreisn með 9,7 prósent fylgi, upp um nær þrjú prósentustig frá kosningunum árið 2017. Þorgerður Katrín, líkt og Sigmundur Davíð, þakkaði stefnufestu fyrir þessa aukningu. „Við höfum ekkert hvikað frá okkar stefnu. Að hluta til er ég sammála Sigmundi Davíð með það að það skiptir máli að það sé stöðugleiki í stefnu stjórnmálaflokka. Að menn séu ekki að elta skoðanakannanir, elta hvernig vindurinn blæsir. Það skiptir máli að við í Viðreisn höfum einurð í okkar stefnu að tala fyrir mannréttindum, að tala fyrir alþjóðasamstarfi, að tala fyrir evrunni. Málum sem eru ekkert endilega allt of vinsæl á meðal ekki síst stærstu hagsmunaaðila hjá þjóðinni en við höldum áfram að tala um þetta. Ég held að það sé þýðingarmikið,“ sagði Þorgerður Katrín. Sagði Þorgerður Katrín einnig að sér fyndist skoðanakönnunin umrædda vera áhugaverð og að greina mætti ákveðin áhrif stjórnmála Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, hér á landi. „Við erum að detta inn í það sem er að gerast greinilega víða bæði í Evrópu og Bandaríkjunum. Það er ákveðinn Trumpismi sem er að ganga. Sterkir leiðtogar setja fram ákveðna stefnu sem ég verð að segja að því að Sigmundur hefur oft talað um sýndarstjórnmál. Mér finnst þetta vera sýndarstjórnmál,“ sagði Þorgerður Katrín.Alþingi.Vísir/VilhelmVísaði hún meðal annars til stefnu Miðflokksins í orkupakkamálinu. Mér finnst þetta vera nálgun fyrir hina stóru, ekki fyrir hina smáu, einstaklingana. Ekki fyrir fjölskyldurnar og ekki fyrir smærri fyrirtæki. Það er verið að bregða upp einhverri mynd að menn séu mjög staðfastir,“ sagði Þorgerður Katrín og gagnrýndi Sigmund Davíð fyrir stefnu flokksins í loftslagsmálum. Sigmundi Davíð þótti þó greining Þorgerði Katrín vera sérkennileg. „Við erum ekki að hafna því að það sé mikilvægt að bregðast við í umhverfismálum. Þvert á móti erum við að benda á það að þetta sé það mikilvægur málaflokkur að það þurfi raunverulagar lausnir sem að virka. Ekki einhverjar sýndarlausnir sem er stöðugt verið að elta hér, til dæmis það að moka ofan í skurði og eitthvað slíkt.
Alþingi Víglínan Tengdar fréttir Miðflokkurinn kominn upp í tæp 17 prósent Fylgi Sjálfstæðisflokksins kominn niður í 18 prósent. 22. nóvember 2019 13:52 Á miklu flugi í skoðanakönnunum Miðflokkurinn mælist nánast jafn stór og Sjálfstæðisflokkurinn í nýrri skoðanakönnun. Formaður Miðflokksins segir þetta merki um að kjósendur vilji ekki að hann sveiflist með tíðarandanum hverju sinni. Prófessor segir erfitt að segja til um framhaldið. 23. nóvember 2019 09:00 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Fleiri fréttir Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Sjá meira
Miðflokkurinn kominn upp í tæp 17 prósent Fylgi Sjálfstæðisflokksins kominn niður í 18 prósent. 22. nóvember 2019 13:52
Á miklu flugi í skoðanakönnunum Miðflokkurinn mælist nánast jafn stór og Sjálfstæðisflokkurinn í nýrri skoðanakönnun. Formaður Miðflokksins segir þetta merki um að kjósendur vilji ekki að hann sveiflist með tíðarandanum hverju sinni. Prófessor segir erfitt að segja til um framhaldið. 23. nóvember 2019 09:00