Innlent

Miðflokkurinn kominn upp í tæp 17 prósent

Jakob Bjarnar skrifar
Misgott er gengi þeirra fyrrum félaga Bjarna Benediktssonar og Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar í síðustu könnun MMR.
Misgott er gengi þeirra fyrrum félaga Bjarna Benediktssonar og Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar í síðustu könnun MMR. fbl/gva

Samkvæmt nýrri tilkynningu frá MMR, eða kosningaætlan eins og það heitir, mælist fylgi Sjálfstæðisflokksins nú 18,1 prósent eða þremur prósentustigum minna en við mælingu MMR í seinni hluta október. Hin stóru tíðindi könnunarinnar eru svo þau að fylgi við Miðflokkinn mælist 16,8 prósent. Það jókst um rúmlega þrjú prósentustig frá síðustu mælingu.

Meðan þessu fram vindur minnkar fylgi við hina frjálslyndu miðju sem svo hefur verði nefnd. Fylgi Samfylkingar minnkaði um rúm tvö prósentustig frá síðustu mælingu og mældist nú 13,2 prósent. Fylgi Pírata jókst hins vegar um tæplega tvö prósentustig og mældist nú 10,8 prósent.

Stuðningur við ríkisstjórnina mældist nú 41,5 prósent sem er lækkun frá síðustu könnun en þá stóð fylgið í 42,2 prósentum.

Eins og þetta kemur af kúnni frá MMR:

Fylgi Sjálfstæðisflokksins mældist nú 18,1% og mældist 21,1% í síðustu könnun.

Fylgi Miðflokksins mældist nú 16,8% og mældist 13,5% í síðustu könnnun.

Fylgi Samfylkingarinnar mældist nú 13,2% og mældist 15,3% í síðustu könnun.

Fylgi Pírata mældist nú 10,8% og mældist 8,9% í síðustu könnun.

Fylgi Vinstri grænna mældist nú 10,6% og mældist 9,7% í síðustu könnun.

Fylgi Viðreisnar mældist nú 9,7% og mældist 10,0% í síðustu könnun.

Fylgi Framsóknarflokksins mældist nú 9,4% og mældist 10,0% í síðustu könnun.

Fylgi Flokks fólksins mældist nú 6,3% og mældist 8,0% í síðustu könnun.

Fylgi Sósíalistaflokks Íslands mældist nú 3,0% og mældist 2,6% í síðustu könnun.

Fylgi annarra flokka mældist 2,2% samanlagt. Nánar má sjá um könnunina á síðu MMR.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.