Reyna að finna millileið fyrir Reykjanesbraut við Straumsvík Kristján Már Unnarsson skrifar 9. júlí 2019 21:07 Samkvæmt gildandi aðalskipulagi á að sveigja Reykjanesbraut til suðurs fjær álverinu. Stöð 2/Einar Árnason. Óvissa ríkir um framhald á breikkun Reykjanesbrautar framhjá Straumsvík vegna skipulagsbreytingar, sem gerð var fyrir fimmtán árum, en veglínan var þá færð suður fyrir álverið þegar til stóð að stækka ÍSAL. Vegagerðin vill núna halda núverandi vegstæði meðan Hafnarfjarðarbær leggur til millileið. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2. Vinna stendur nú yfir við breikkun þriggja kílómetra kafla milli kirkjugarðsins í Hafnarfirði og Krýsuvíkurgatnamótanna. Breikkun þessa áfanga í gegnum Hafnarfjörð á að ljúka seint á næsta ári og það er því ekki seinna vænna en að fara að huga að næsta áfanga, framhjá Straumsvík. En þá vandast málið.Færa á Reykjanesbrautina suður fyrir álverið, samkvæmt gildandi aðalskipulagi Hafnarfjarðar.Grafík/Hafsteinn Þórðarson.Í gildandi aðalskipulagi frá árinu 2005 er gert ráð fyrir að Reykjanesbrautin verði færð. Breytinguna má rekja til áforma sem þá voru uppi um stækkun álversins. ÍSAL keypti lóðina þar sem núverandi vegur liggur en jafnframt var samið um að brautin færðist sunnar í hraunið. En hvað vilja menn gera núna? „Það er ljóst að það er breytt staða, það segir sig sjálft, og við þurfum svo sannarlega að fara að huga að þessum skipulagsmálum því að tíminn líður,“ segir Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri Hafnarfjarðar.Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri Hafnarfjarðar.Stöð 2/Einar Árnason.Samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni vill hún halda núverandi veglínu. En væri ekki einfaldast að tvöfalda núverandi veg í núverandi veglínu? „Nei, það er ekki inni í myndinni. Það er gert ráð fyrir því að þessi vegur fari og álverið keypti þessa lóð á sínum tíma. Þannig að það er ekki inni í myndinni. Og því er verið að reyna að leita að einhverri millileið,“ svarar Rósa. Hafnarfjarðarbær þreifaði á því fyrir fimm árum að hætta við færslu Reykjanesbrautar en féll frá því eftir ábendingu álversins um að slík breyting myndi standa í vegi hugsanlegrar stækkunar. Samkvæmt upplýsingum ÍSAL er þessi afstaða fyrirtækisins óbreytt þótt engin áform séu uppi um stækkun. Tillaga Hafnarfjarðarbæjar að millileið er að halda núverandi vegi en leggja einnig nýja veginn, en aðeins sem tvöfaldan en ekki fjórfaldan, og hafa síðan einstefnuakstur á hvorri braut.Tillaga Hafnarfjarðar er að nýja brautin verði lögð sem tvöföld, ekki fjórföld, og núverandi nýtt áfram, en báðar með einstefnu.Grafík/Hafsteinn Þórðarson.„Þannig að það yrðu einstefnubrautir þarna á sitthvorum staðnum. Við teljum það bæði hagkvæmara fyrir alla aðila og líka mjög öruggt. Við erum þá komin með mjög góðan og öruggan kafla á milli á þessum vegarbút,“ segir bæjarstjórinn í Hafnarfirði. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Hafnarfjörður Samgöngur Vegtollar Tengdar fréttir Bjuggust við hærri tilboðum í tvöföldun Reykjanesbrautar Lægsta boð í tvöföldun Reykjanesbrautar í Hafnarfirði reyndist tæpir 1,9 milljarðar króna, 186 milljónum króna undir kostnaðaráætlun, en þetta er stærsta útboð Vegagerðarinnar í ár. 19. mars 2019 20:30 Fyrsti áfangi borgarlínu fylgir breikkun Reykjanesbrautar Ístak og Vegagerðin hafa skrifað undir liðlega tveggja milljarða króna verksamning um tvöföldun Reykjanesbrautar í Hafnarfirði eftir að tilboði lægstbjóðanda var hafnað. 4. maí 2019 13:00 Mest lesið „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Þvag, saur og uppköst í klefum Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Fleiri fréttir Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Sjá meira
Óvissa ríkir um framhald á breikkun Reykjanesbrautar framhjá Straumsvík vegna skipulagsbreytingar, sem gerð var fyrir fimmtán árum, en veglínan var þá færð suður fyrir álverið þegar til stóð að stækka ÍSAL. Vegagerðin vill núna halda núverandi vegstæði meðan Hafnarfjarðarbær leggur til millileið. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2. Vinna stendur nú yfir við breikkun þriggja kílómetra kafla milli kirkjugarðsins í Hafnarfirði og Krýsuvíkurgatnamótanna. Breikkun þessa áfanga í gegnum Hafnarfjörð á að ljúka seint á næsta ári og það er því ekki seinna vænna en að fara að huga að næsta áfanga, framhjá Straumsvík. En þá vandast málið.Færa á Reykjanesbrautina suður fyrir álverið, samkvæmt gildandi aðalskipulagi Hafnarfjarðar.Grafík/Hafsteinn Þórðarson.Í gildandi aðalskipulagi frá árinu 2005 er gert ráð fyrir að Reykjanesbrautin verði færð. Breytinguna má rekja til áforma sem þá voru uppi um stækkun álversins. ÍSAL keypti lóðina þar sem núverandi vegur liggur en jafnframt var samið um að brautin færðist sunnar í hraunið. En hvað vilja menn gera núna? „Það er ljóst að það er breytt staða, það segir sig sjálft, og við þurfum svo sannarlega að fara að huga að þessum skipulagsmálum því að tíminn líður,“ segir Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri Hafnarfjarðar.Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri Hafnarfjarðar.Stöð 2/Einar Árnason.Samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni vill hún halda núverandi veglínu. En væri ekki einfaldast að tvöfalda núverandi veg í núverandi veglínu? „Nei, það er ekki inni í myndinni. Það er gert ráð fyrir því að þessi vegur fari og álverið keypti þessa lóð á sínum tíma. Þannig að það er ekki inni í myndinni. Og því er verið að reyna að leita að einhverri millileið,“ svarar Rósa. Hafnarfjarðarbær þreifaði á því fyrir fimm árum að hætta við færslu Reykjanesbrautar en féll frá því eftir ábendingu álversins um að slík breyting myndi standa í vegi hugsanlegrar stækkunar. Samkvæmt upplýsingum ÍSAL er þessi afstaða fyrirtækisins óbreytt þótt engin áform séu uppi um stækkun. Tillaga Hafnarfjarðarbæjar að millileið er að halda núverandi vegi en leggja einnig nýja veginn, en aðeins sem tvöfaldan en ekki fjórfaldan, og hafa síðan einstefnuakstur á hvorri braut.Tillaga Hafnarfjarðar er að nýja brautin verði lögð sem tvöföld, ekki fjórföld, og núverandi nýtt áfram, en báðar með einstefnu.Grafík/Hafsteinn Þórðarson.„Þannig að það yrðu einstefnubrautir þarna á sitthvorum staðnum. Við teljum það bæði hagkvæmara fyrir alla aðila og líka mjög öruggt. Við erum þá komin með mjög góðan og öruggan kafla á milli á þessum vegarbút,“ segir bæjarstjórinn í Hafnarfirði. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Hafnarfjörður Samgöngur Vegtollar Tengdar fréttir Bjuggust við hærri tilboðum í tvöföldun Reykjanesbrautar Lægsta boð í tvöföldun Reykjanesbrautar í Hafnarfirði reyndist tæpir 1,9 milljarðar króna, 186 milljónum króna undir kostnaðaráætlun, en þetta er stærsta útboð Vegagerðarinnar í ár. 19. mars 2019 20:30 Fyrsti áfangi borgarlínu fylgir breikkun Reykjanesbrautar Ístak og Vegagerðin hafa skrifað undir liðlega tveggja milljarða króna verksamning um tvöföldun Reykjanesbrautar í Hafnarfirði eftir að tilboði lægstbjóðanda var hafnað. 4. maí 2019 13:00 Mest lesið „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Þvag, saur og uppköst í klefum Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Fleiri fréttir Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Sjá meira
Bjuggust við hærri tilboðum í tvöföldun Reykjanesbrautar Lægsta boð í tvöföldun Reykjanesbrautar í Hafnarfirði reyndist tæpir 1,9 milljarðar króna, 186 milljónum króna undir kostnaðaráætlun, en þetta er stærsta útboð Vegagerðarinnar í ár. 19. mars 2019 20:30
Fyrsti áfangi borgarlínu fylgir breikkun Reykjanesbrautar Ístak og Vegagerðin hafa skrifað undir liðlega tveggja milljarða króna verksamning um tvöföldun Reykjanesbrautar í Hafnarfirði eftir að tilboði lægstbjóðanda var hafnað. 4. maí 2019 13:00