Sjö rifflar í ætt við árásarriffla eru í umferð hér á landi Jóhann K. Jóhannsson skrifar 20. október 2019 19:31 Sjö rifflar í ætt við árásarriffla eru í umferð hér á landi og sé þeim breytt geta þeir verið stórhættulegir. Í máli sem kom upp á síðasta ári hafði slíkum riffli verið breytt og var þá orðinn sambærilegur þeim sem notaðir hafa verið í mannskæðum skotárásum í Bandaríkjunum. Lögreglufulltrúi segir að mikla þekkingu og réttan tækjabúnað þurfi til þess að útbúa slíkt skotvopn. Mannskæðar skotárásir í Bandaríkjunum hafa orðið til þess að hávær umræða er um að breyta þurfi byssulöggjöfinni þar í landi. Í flestum voðaverkunum þar hefur árásarmaðurinn eða -mennirnir notast við hálfsjálfvirkt eða jafnvel sjálfvirkt skotvopn. Samkvæmt upplýsingum frá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu eru í umferð, hér á landi, svokallaðir DPMS rifflar sem allir hafa verið fluttir inn til landsins með löglegum hætti. Settir saman og skráðir með boltalás þannig að hlaða þarf hverja kúlu handvirkt í hlaup vopnsins. Sé þeim hins vegar breytt og pinni tekinn úr getur vopnið orðið hálfsjálfvirkt eða alsjálfvirkt. Pinninn stýrir virkni vopnsins. Jónas Hafsteinsson, lögreglufulltrúi, segir eitt mál þar sem riffli hafi verið breytt hafa komið upp í fyrra. „Eitt mál kom upp í fyrra og féll dómur í sumar í héraðsdómi.“ Í því máli barst lögreglu ábending um hugsanlega breytingu á DPMS einskota riffli í hálfsjálfvirkan. Riffillinn, sem er í ætt við AR-15 riffil, og aukabúnaður var haldlagður og tekinn til rannsóknar. Við skoðun kom í ljós að verulegar breytingar höfðu verið gerðar á rifflinum sem hafði veruleg áhrif á virkni hans. Prófun sýndi að riffillinn hlóð sjálfur næstu kúlu eftir hvert skot án þess að skotmaður þyrfti að hreyfa handvirkt bolta riffilsins. Það er riffillinn reyndist vera hálfsjálfvirkur. Eigandi skotvopnsins var ákærður vegna málsins og fyrir dómi kvaðst hann hafa keypt vopnið af byssusafnara. Sjálfur hefði hann ekki þekkingu eða kunnáttu til þess að gera breytingar á því og neitaði sök. Dómur féll í sumar þar sem ákærði var dæmdur fyrir að hafa breytt vopninu. Framburður hans hafi ekki þótt trúverðugur og skýringar hans ekki í samræmi við gögn málsins eða framburð vitna. Riffillinn og aukabúnaðurinn gerður upptækur. Málinu var áfrýjað til Landsréttar. Samkvæmt upplýsingum úr skotvopnaskrá eru fleiri rifflar sem þessi í umferð hér á landi. „Það eru sjö byssur skráðar, eins og þessi byssa sem var haldlögð. Það er svo sem hægt að breyta þeim með sama hætti og hinni en þarf til þess tæki og tól og kunnáttu,“ sagði Jónas. Hann sagðist ekki hafa munað eftir því að sambærilegt mál hafi komið upp. Lögreglumál Mest lesið Lögregla leitar manns Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Fleiri fréttir Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Lögregla leitar manns Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Sjá meira
Sjö rifflar í ætt við árásarriffla eru í umferð hér á landi og sé þeim breytt geta þeir verið stórhættulegir. Í máli sem kom upp á síðasta ári hafði slíkum riffli verið breytt og var þá orðinn sambærilegur þeim sem notaðir hafa verið í mannskæðum skotárásum í Bandaríkjunum. Lögreglufulltrúi segir að mikla þekkingu og réttan tækjabúnað þurfi til þess að útbúa slíkt skotvopn. Mannskæðar skotárásir í Bandaríkjunum hafa orðið til þess að hávær umræða er um að breyta þurfi byssulöggjöfinni þar í landi. Í flestum voðaverkunum þar hefur árásarmaðurinn eða -mennirnir notast við hálfsjálfvirkt eða jafnvel sjálfvirkt skotvopn. Samkvæmt upplýsingum frá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu eru í umferð, hér á landi, svokallaðir DPMS rifflar sem allir hafa verið fluttir inn til landsins með löglegum hætti. Settir saman og skráðir með boltalás þannig að hlaða þarf hverja kúlu handvirkt í hlaup vopnsins. Sé þeim hins vegar breytt og pinni tekinn úr getur vopnið orðið hálfsjálfvirkt eða alsjálfvirkt. Pinninn stýrir virkni vopnsins. Jónas Hafsteinsson, lögreglufulltrúi, segir eitt mál þar sem riffli hafi verið breytt hafa komið upp í fyrra. „Eitt mál kom upp í fyrra og féll dómur í sumar í héraðsdómi.“ Í því máli barst lögreglu ábending um hugsanlega breytingu á DPMS einskota riffli í hálfsjálfvirkan. Riffillinn, sem er í ætt við AR-15 riffil, og aukabúnaður var haldlagður og tekinn til rannsóknar. Við skoðun kom í ljós að verulegar breytingar höfðu verið gerðar á rifflinum sem hafði veruleg áhrif á virkni hans. Prófun sýndi að riffillinn hlóð sjálfur næstu kúlu eftir hvert skot án þess að skotmaður þyrfti að hreyfa handvirkt bolta riffilsins. Það er riffillinn reyndist vera hálfsjálfvirkur. Eigandi skotvopnsins var ákærður vegna málsins og fyrir dómi kvaðst hann hafa keypt vopnið af byssusafnara. Sjálfur hefði hann ekki þekkingu eða kunnáttu til þess að gera breytingar á því og neitaði sök. Dómur féll í sumar þar sem ákærði var dæmdur fyrir að hafa breytt vopninu. Framburður hans hafi ekki þótt trúverðugur og skýringar hans ekki í samræmi við gögn málsins eða framburð vitna. Riffillinn og aukabúnaðurinn gerður upptækur. Málinu var áfrýjað til Landsréttar. Samkvæmt upplýsingum úr skotvopnaskrá eru fleiri rifflar sem þessi í umferð hér á landi. „Það eru sjö byssur skráðar, eins og þessi byssa sem var haldlögð. Það er svo sem hægt að breyta þeim með sama hætti og hinni en þarf til þess tæki og tól og kunnáttu,“ sagði Jónas. Hann sagðist ekki hafa munað eftir því að sambærilegt mál hafi komið upp.
Lögreglumál Mest lesið Lögregla leitar manns Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Fleiri fréttir Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Lögregla leitar manns Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Sjá meira