Sjö rifflar í ætt við árásarriffla eru í umferð hér á landi Jóhann K. Jóhannsson skrifar 20. október 2019 19:31 Sjö rifflar í ætt við árásarriffla eru í umferð hér á landi og sé þeim breytt geta þeir verið stórhættulegir. Í máli sem kom upp á síðasta ári hafði slíkum riffli verið breytt og var þá orðinn sambærilegur þeim sem notaðir hafa verið í mannskæðum skotárásum í Bandaríkjunum. Lögreglufulltrúi segir að mikla þekkingu og réttan tækjabúnað þurfi til þess að útbúa slíkt skotvopn. Mannskæðar skotárásir í Bandaríkjunum hafa orðið til þess að hávær umræða er um að breyta þurfi byssulöggjöfinni þar í landi. Í flestum voðaverkunum þar hefur árásarmaðurinn eða -mennirnir notast við hálfsjálfvirkt eða jafnvel sjálfvirkt skotvopn. Samkvæmt upplýsingum frá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu eru í umferð, hér á landi, svokallaðir DPMS rifflar sem allir hafa verið fluttir inn til landsins með löglegum hætti. Settir saman og skráðir með boltalás þannig að hlaða þarf hverja kúlu handvirkt í hlaup vopnsins. Sé þeim hins vegar breytt og pinni tekinn úr getur vopnið orðið hálfsjálfvirkt eða alsjálfvirkt. Pinninn stýrir virkni vopnsins. Jónas Hafsteinsson, lögreglufulltrúi, segir eitt mál þar sem riffli hafi verið breytt hafa komið upp í fyrra. „Eitt mál kom upp í fyrra og féll dómur í sumar í héraðsdómi.“ Í því máli barst lögreglu ábending um hugsanlega breytingu á DPMS einskota riffli í hálfsjálfvirkan. Riffillinn, sem er í ætt við AR-15 riffil, og aukabúnaður var haldlagður og tekinn til rannsóknar. Við skoðun kom í ljós að verulegar breytingar höfðu verið gerðar á rifflinum sem hafði veruleg áhrif á virkni hans. Prófun sýndi að riffillinn hlóð sjálfur næstu kúlu eftir hvert skot án þess að skotmaður þyrfti að hreyfa handvirkt bolta riffilsins. Það er riffillinn reyndist vera hálfsjálfvirkur. Eigandi skotvopnsins var ákærður vegna málsins og fyrir dómi kvaðst hann hafa keypt vopnið af byssusafnara. Sjálfur hefði hann ekki þekkingu eða kunnáttu til þess að gera breytingar á því og neitaði sök. Dómur féll í sumar þar sem ákærði var dæmdur fyrir að hafa breytt vopninu. Framburður hans hafi ekki þótt trúverðugur og skýringar hans ekki í samræmi við gögn málsins eða framburð vitna. Riffillinn og aukabúnaðurinn gerður upptækur. Málinu var áfrýjað til Landsréttar. Samkvæmt upplýsingum úr skotvopnaskrá eru fleiri rifflar sem þessi í umferð hér á landi. „Það eru sjö byssur skráðar, eins og þessi byssa sem var haldlögð. Það er svo sem hægt að breyta þeim með sama hætti og hinni en þarf til þess tæki og tól og kunnáttu,“ sagði Jónas. Hann sagðist ekki hafa munað eftir því að sambærilegt mál hafi komið upp. Lögreglumál Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Árborg girnist svæði Flóahrepps Innlent Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Fleiri fréttir Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Sjá meira
Sjö rifflar í ætt við árásarriffla eru í umferð hér á landi og sé þeim breytt geta þeir verið stórhættulegir. Í máli sem kom upp á síðasta ári hafði slíkum riffli verið breytt og var þá orðinn sambærilegur þeim sem notaðir hafa verið í mannskæðum skotárásum í Bandaríkjunum. Lögreglufulltrúi segir að mikla þekkingu og réttan tækjabúnað þurfi til þess að útbúa slíkt skotvopn. Mannskæðar skotárásir í Bandaríkjunum hafa orðið til þess að hávær umræða er um að breyta þurfi byssulöggjöfinni þar í landi. Í flestum voðaverkunum þar hefur árásarmaðurinn eða -mennirnir notast við hálfsjálfvirkt eða jafnvel sjálfvirkt skotvopn. Samkvæmt upplýsingum frá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu eru í umferð, hér á landi, svokallaðir DPMS rifflar sem allir hafa verið fluttir inn til landsins með löglegum hætti. Settir saman og skráðir með boltalás þannig að hlaða þarf hverja kúlu handvirkt í hlaup vopnsins. Sé þeim hins vegar breytt og pinni tekinn úr getur vopnið orðið hálfsjálfvirkt eða alsjálfvirkt. Pinninn stýrir virkni vopnsins. Jónas Hafsteinsson, lögreglufulltrúi, segir eitt mál þar sem riffli hafi verið breytt hafa komið upp í fyrra. „Eitt mál kom upp í fyrra og féll dómur í sumar í héraðsdómi.“ Í því máli barst lögreglu ábending um hugsanlega breytingu á DPMS einskota riffli í hálfsjálfvirkan. Riffillinn, sem er í ætt við AR-15 riffil, og aukabúnaður var haldlagður og tekinn til rannsóknar. Við skoðun kom í ljós að verulegar breytingar höfðu verið gerðar á rifflinum sem hafði veruleg áhrif á virkni hans. Prófun sýndi að riffillinn hlóð sjálfur næstu kúlu eftir hvert skot án þess að skotmaður þyrfti að hreyfa handvirkt bolta riffilsins. Það er riffillinn reyndist vera hálfsjálfvirkur. Eigandi skotvopnsins var ákærður vegna málsins og fyrir dómi kvaðst hann hafa keypt vopnið af byssusafnara. Sjálfur hefði hann ekki þekkingu eða kunnáttu til þess að gera breytingar á því og neitaði sök. Dómur féll í sumar þar sem ákærði var dæmdur fyrir að hafa breytt vopninu. Framburður hans hafi ekki þótt trúverðugur og skýringar hans ekki í samræmi við gögn málsins eða framburð vitna. Riffillinn og aukabúnaðurinn gerður upptækur. Málinu var áfrýjað til Landsréttar. Samkvæmt upplýsingum úr skotvopnaskrá eru fleiri rifflar sem þessi í umferð hér á landi. „Það eru sjö byssur skráðar, eins og þessi byssa sem var haldlögð. Það er svo sem hægt að breyta þeim með sama hætti og hinni en þarf til þess tæki og tól og kunnáttu,“ sagði Jónas. Hann sagðist ekki hafa munað eftir því að sambærilegt mál hafi komið upp.
Lögreglumál Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Árborg girnist svæði Flóahrepps Innlent Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Fleiri fréttir Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Sjá meira