Hátíðarhöld í Hong Kong raskast vegna mótmæla Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 26. desember 2019 10:58 Mótmælandi kastar táragasi aftur á lögreglu. getty/Billy H.C. Kwok Mótmæli í Hong Kong héldu áfram þrátt fyrir hátíðarhöld og kom til átaka á milli mótmælenda og lögreglu. Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins. Lögreglan beitti mótmælendur piparspreyi og táragasi þegar þeir söfnuðust saman í nokkrum verslunarhverfum í Hong Kong. Mótmælendur söfnuðust saman á aðfangadagskvöld og köstuðu þeir meðal annars bensínsprengjum þegar til átaka kom við lögreglu. Carrie Lam, leiðtogi sjálfstjórnarhéraðsins, sagði að hátíðarhöld margra íbúa og ferðamanna hafi verið eyðilögð vegna eigingjarnra og kærulausra óeirðarmanna. „Þetta ólöglega athæfi hefur ekki aðeins svert hátíðarhöldin heldur hefur það einnig haft áhrif á fyrirtæki á svæðinu,“ sagði hún í Facebook færslu á miðvikudag. Mótmælin í Hong Kong hófust í Júní þegar lögð var fram lagabreytingatillaga sem hefði heimilað stjórnvöldum í Hong Kong að framselja grunaða til meginlands Kína. Tillagan var síðar dregin til baka en áherslur mótmælahreyfingarinnar hafa síðan breyst og krefjast mótmælendur nú að aðgerðir lögreglu verði rannsakaðar og lýðræði verði aukið. Mótmælin höfðu verið friðsæl að mestu leiti síðustu vikur en átök brutust út að nýju í aðdraganda jólanna. Á miðvikudag gengu mótmælendur í gegn um verslunarhverfi í Hong Kong og kölluðu ýmis slagorð, þar á meðal „Frelsið Hong Kong! Bylting á okkar tímum!“ Lögreglan hefur handtekið hóp fólks eftir að það var beitt piparspreyi. Átök voru ekki eins mikil á miðvikudag og á þriðjudag þegar mótmælendur settu upp vegatálma og köstuðu bensínsprengjum víða um borgina á meðan lögreglan beitti táragasi og kylfum. Hong Kong var bresk nýlenda þar til 1997 en þá var héraðinu skilað aftur til meginlands Kína en þá tók gildi svokallaður „eitt land, tvö kerfi“ samningur. Samkvæmt samkomulaginu hefur Hong Kong töluvert sjálfstæði frá meginlandi Kína og njóta íbúar meiri réttinda en þeir á meginlandinu. Hong Kong Kína Tengdar fréttir Undirritar lög til stuðnings lýðræðissinnum í Hong Kong Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur undirritað lög sem veita lýðræðissinnum og mótmælendum í Hong Kong ákveðinn stuðning. 28. nóvember 2019 07:15 Mótmælendur streyma niður götur Hong Kong Tugir þúsunda hafa safnast saman til að taka þátt í kröfugöngu á götum Hong Kong. 8. desember 2019 09:31 Segir kostnaðarsamara fyrir Kínverja að ráðast inn í Hong Kong en að leyfa borginni að brenna "Þeir hafa lært það í gegn um tíðina hvað gerist þegar þú sendir inn hermenn og skriðdreka, við sáum það á torgi Hins himneska friðar árið 1989. Þá var Kína allt öðruvísi land en það er í dag. Kína hefur vissulega, þó að stjórnvöld í Peking séu mjög hörð á svona hlutum, þá myndu þeir bara hafa miklu meiru að tapa núna á þessum tíma en áður fyrr.“ 25. nóvember 2019 23:30 Mest lesið Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Munaði sex atkvæðum Erlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Innlent Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Innlent Fleiri fréttir Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Sjá meira
Mótmæli í Hong Kong héldu áfram þrátt fyrir hátíðarhöld og kom til átaka á milli mótmælenda og lögreglu. Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins. Lögreglan beitti mótmælendur piparspreyi og táragasi þegar þeir söfnuðust saman í nokkrum verslunarhverfum í Hong Kong. Mótmælendur söfnuðust saman á aðfangadagskvöld og köstuðu þeir meðal annars bensínsprengjum þegar til átaka kom við lögreglu. Carrie Lam, leiðtogi sjálfstjórnarhéraðsins, sagði að hátíðarhöld margra íbúa og ferðamanna hafi verið eyðilögð vegna eigingjarnra og kærulausra óeirðarmanna. „Þetta ólöglega athæfi hefur ekki aðeins svert hátíðarhöldin heldur hefur það einnig haft áhrif á fyrirtæki á svæðinu,“ sagði hún í Facebook færslu á miðvikudag. Mótmælin í Hong Kong hófust í Júní þegar lögð var fram lagabreytingatillaga sem hefði heimilað stjórnvöldum í Hong Kong að framselja grunaða til meginlands Kína. Tillagan var síðar dregin til baka en áherslur mótmælahreyfingarinnar hafa síðan breyst og krefjast mótmælendur nú að aðgerðir lögreglu verði rannsakaðar og lýðræði verði aukið. Mótmælin höfðu verið friðsæl að mestu leiti síðustu vikur en átök brutust út að nýju í aðdraganda jólanna. Á miðvikudag gengu mótmælendur í gegn um verslunarhverfi í Hong Kong og kölluðu ýmis slagorð, þar á meðal „Frelsið Hong Kong! Bylting á okkar tímum!“ Lögreglan hefur handtekið hóp fólks eftir að það var beitt piparspreyi. Átök voru ekki eins mikil á miðvikudag og á þriðjudag þegar mótmælendur settu upp vegatálma og köstuðu bensínsprengjum víða um borgina á meðan lögreglan beitti táragasi og kylfum. Hong Kong var bresk nýlenda þar til 1997 en þá var héraðinu skilað aftur til meginlands Kína en þá tók gildi svokallaður „eitt land, tvö kerfi“ samningur. Samkvæmt samkomulaginu hefur Hong Kong töluvert sjálfstæði frá meginlandi Kína og njóta íbúar meiri réttinda en þeir á meginlandinu.
Hong Kong Kína Tengdar fréttir Undirritar lög til stuðnings lýðræðissinnum í Hong Kong Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur undirritað lög sem veita lýðræðissinnum og mótmælendum í Hong Kong ákveðinn stuðning. 28. nóvember 2019 07:15 Mótmælendur streyma niður götur Hong Kong Tugir þúsunda hafa safnast saman til að taka þátt í kröfugöngu á götum Hong Kong. 8. desember 2019 09:31 Segir kostnaðarsamara fyrir Kínverja að ráðast inn í Hong Kong en að leyfa borginni að brenna "Þeir hafa lært það í gegn um tíðina hvað gerist þegar þú sendir inn hermenn og skriðdreka, við sáum það á torgi Hins himneska friðar árið 1989. Þá var Kína allt öðruvísi land en það er í dag. Kína hefur vissulega, þó að stjórnvöld í Peking séu mjög hörð á svona hlutum, þá myndu þeir bara hafa miklu meiru að tapa núna á þessum tíma en áður fyrr.“ 25. nóvember 2019 23:30 Mest lesið Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Munaði sex atkvæðum Erlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Innlent Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Innlent Fleiri fréttir Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Sjá meira
Undirritar lög til stuðnings lýðræðissinnum í Hong Kong Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur undirritað lög sem veita lýðræðissinnum og mótmælendum í Hong Kong ákveðinn stuðning. 28. nóvember 2019 07:15
Mótmælendur streyma niður götur Hong Kong Tugir þúsunda hafa safnast saman til að taka þátt í kröfugöngu á götum Hong Kong. 8. desember 2019 09:31
Segir kostnaðarsamara fyrir Kínverja að ráðast inn í Hong Kong en að leyfa borginni að brenna "Þeir hafa lært það í gegn um tíðina hvað gerist þegar þú sendir inn hermenn og skriðdreka, við sáum það á torgi Hins himneska friðar árið 1989. Þá var Kína allt öðruvísi land en það er í dag. Kína hefur vissulega, þó að stjórnvöld í Peking séu mjög hörð á svona hlutum, þá myndu þeir bara hafa miklu meiru að tapa núna á þessum tíma en áður fyrr.“ 25. nóvember 2019 23:30