Íbúar á tjaldstæðinu í Laugardal komast ekki á leigumarkað Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 26. desember 2019 19:33 Nokkrir íbúar á tjaldstæðinu í Laugardal hafa búið þar í þrjú ár og segjast ekki hafa kost á að fara á leigumarkað. Þeir fengu sér hitablásara í sameiginlega eldhúsaðstöðu vegna kulda þar í vetur. Níu manns dvelja nú á tjaldstæðinu í Laugardal og eru flestir þar vegna þess að þeir eiga ekki í önnur hús að venda. Bergþóra Pálsdóttir, sem hefur búið á tjaldstæðinu á þriðja ár segir að þó að það væsi ekki um sig mætti aðstaðan vera betri. „Það er ágætt að vera hérna en ég myndi vilja hafa einhverja aðra stöðu, ég er öryrki og hef ekki ráð á öðru. Hér kostar 43 þúsund krónur á mánuði og innifalið er eldhúsaðstaða og snyrting og þvottaaðstaða en þar er oft ansi kalt þannig að við settum upp hitablásara í húsin,” segir Bergþóra. Skilyrðin fyrir að fá félagslega íbúð í Reykjavík er að viðkomandi hafi verið með lögheimili í borginni í eitt ár. Bergþóra segist komast á þann lista eftir um ár. Þangað til að hún fær íbúð segist hún því þurfa að búa í hjólhýsinu. „Alltaf á vorin þá þurfum við að fara í burtu því að þá koma túristarnir og fá allt. Þá þurfum við að fara. Ég er alltaf að vonast til að fá svæði þar sem við fáum að vera í friði.“ Fleiri á staðnum eru í sömu sporum. Margrét Friðriksdóttir, formaður Náungans hjálparsamtaka fyrir heimilislausa, gagnrýnir aðstöðuleysi á svæðinu. „Aðstaðan hérna er ekki góð, það er enginn hiti og það er erfitt að elda. Þetta er ekkert fyrir fólk, að búa í svona aðstæðum í svona langan tíma,“ segir Margrét. Félagsmál Reykjavík Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Fleiri fréttir Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Sjá meira
Nokkrir íbúar á tjaldstæðinu í Laugardal hafa búið þar í þrjú ár og segjast ekki hafa kost á að fara á leigumarkað. Þeir fengu sér hitablásara í sameiginlega eldhúsaðstöðu vegna kulda þar í vetur. Níu manns dvelja nú á tjaldstæðinu í Laugardal og eru flestir þar vegna þess að þeir eiga ekki í önnur hús að venda. Bergþóra Pálsdóttir, sem hefur búið á tjaldstæðinu á þriðja ár segir að þó að það væsi ekki um sig mætti aðstaðan vera betri. „Það er ágætt að vera hérna en ég myndi vilja hafa einhverja aðra stöðu, ég er öryrki og hef ekki ráð á öðru. Hér kostar 43 þúsund krónur á mánuði og innifalið er eldhúsaðstaða og snyrting og þvottaaðstaða en þar er oft ansi kalt þannig að við settum upp hitablásara í húsin,” segir Bergþóra. Skilyrðin fyrir að fá félagslega íbúð í Reykjavík er að viðkomandi hafi verið með lögheimili í borginni í eitt ár. Bergþóra segist komast á þann lista eftir um ár. Þangað til að hún fær íbúð segist hún því þurfa að búa í hjólhýsinu. „Alltaf á vorin þá þurfum við að fara í burtu því að þá koma túristarnir og fá allt. Þá þurfum við að fara. Ég er alltaf að vonast til að fá svæði þar sem við fáum að vera í friði.“ Fleiri á staðnum eru í sömu sporum. Margrét Friðriksdóttir, formaður Náungans hjálparsamtaka fyrir heimilislausa, gagnrýnir aðstöðuleysi á svæðinu. „Aðstaðan hérna er ekki góð, það er enginn hiti og það er erfitt að elda. Þetta er ekkert fyrir fólk, að búa í svona aðstæðum í svona langan tíma,“ segir Margrét.
Félagsmál Reykjavík Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Fleiri fréttir Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Sjá meira