Foreldrar tvístígandi: „Á ég að senda barnið mitt sem er með einkenni?“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 27. ágúst 2019 10:56 Rakaskemmdir komu í ljós á síðasta ári en framkvæmdir hófust í vor. Skólastarf hófst með formlegum hætti í gær en foreldrar eru tvístígandi. Vísir/Vilhelm Foreldrar í Varmárskóla í Mosfellsbæ eru tvístígandi um að senda börnin sín í skólann vegna loftgæðamála. Nokkrir foreldrar hafa þá brugðið á það ráð að halda börnum sínum frá skóla en skólahald hófst í gær. Þetta kemur fram í skeyti frá foreldrafélagi Varmárskóla en Sigríður Ingólfsdóttir meðstjórnandi og skólaráðsfulltrúi foreldrafélags Varmárskóla segir í samtali við fréttastofu að foreldrar gagnrýni skort á upplýsingaflæði frá skólayfirvöldum. Foreldar séu margir hverjir afar áhyggjufullir vegna stöðu mála. „Þó nokkuð mörg börn eru með einkenni og þess vegna er fólk tvístígandi. Á ég að senda barnið mitt sem er með einkenni? Er þetta komið í lag? Verður þetta meira álag á barnið mitt og allt þetta,“ segir Sigríður að foreldrar spyrji sig nú. Foreldrafélagið hefur í sjálfboðavinnu í rúm tvö ár þrýst á bæjarstjórn að láta laga rakaskemmdir í skólanum. „Skýrslunni hefur verið stungið undir stól. Bærinn hefur einhvern veginn aldrei viljað ganga í þetta eða viðurkenna þetta og alltaf haldið að þetta væri minna en þetta raunverulega er,“ segir Sigríður sem bætir við: „Svo var farið í mjög miklar framkvæmdir í sumar loksins en það er svolítið mikið eftir. Það sem hefur verið byrjað á það er mjög vel gert. Það þarf að halda því til haga“. Stjórn foreldrafélagsins gagnrýnir að skólahald sé þegar hafið í húsnæðinu í ljósi þess að framkvæmdir eru enn í gangi. Loftgæði séu slæm í yngri deild vegna framkvæmdanna og fjölmörg rými enn með rakaskemmdum. Bæjaryfirvöld og skólastjórnendur hefðu bæði þurft að gera ráðstafanir og veita foreldrum nánari upplýsingar. „Þarna er búið að vera að nota fullt af alls konar efnum; lím og Epoxy þannig að um leið og maður er þarna inni líður manni ekkert sérstaklega vel þótt maður sé bara í korter eða hálftíma.“ Skólayfirvöld í Mosfellsbæ segja í tilkynningu til fjölmiðla að upplýsingamiðlun um stöðu mála á Varmárskóla hafi verið samfelld í allt sumar. Húsnæðið sé tilbúið til kennslu en nánar má lesa tilkynninguna hér að neðan.Fréttatilkynning frá Mosfellsbæ vegna yfirlýsingar stjórnar foreldrafélagsins:Upplýsingamiðlun um stöðu viðhalds og endurbóta á Varmárskóla hefur verið samfelld í allt sumar og skólastjórnendur hafa lagt sig fram um að tryggja að foreldrar barna í Varmárskóla búi yfir upplýsingum um stöðu framkvæmda á hverjum tíma.Skólastjórnendur í Varmárskóla, fulltrúar umhverfissviðs og verkfræðistofunnar EFLU munu á næstu dögum funda með foreldrum í hverjum árgangi fyrir sig og meðal annars fjalla um stöðu framkvæmdanna sem er lokið í öllum meginatriðum.Skólahúsnæði Varmárskóla er tilbúið til kennslu.Mosfellsbær hefur í hvívetna fylgt leiðbeiningum sérfræðinga EFLU í þeim endurbótum og viðhaldi sem staðið hafa yfir í Varmárskóla í sumar.Fréttin var uppfærð með yfirlýsingu Mosfellsbæjar klukkan 12:29. Heilbrigðismál Heilsa Mosfellsbær Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Ráðast í heildarúttekt til að sefa áhyggjur foreldra Íbúar og skólasamfélagið fái að njóta vafans. 21. mars 2019 11:07 Mest lesið Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Fleiri fréttir Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Sjá meira
Foreldrar í Varmárskóla í Mosfellsbæ eru tvístígandi um að senda börnin sín í skólann vegna loftgæðamála. Nokkrir foreldrar hafa þá brugðið á það ráð að halda börnum sínum frá skóla en skólahald hófst í gær. Þetta kemur fram í skeyti frá foreldrafélagi Varmárskóla en Sigríður Ingólfsdóttir meðstjórnandi og skólaráðsfulltrúi foreldrafélags Varmárskóla segir í samtali við fréttastofu að foreldrar gagnrýni skort á upplýsingaflæði frá skólayfirvöldum. Foreldar séu margir hverjir afar áhyggjufullir vegna stöðu mála. „Þó nokkuð mörg börn eru með einkenni og þess vegna er fólk tvístígandi. Á ég að senda barnið mitt sem er með einkenni? Er þetta komið í lag? Verður þetta meira álag á barnið mitt og allt þetta,“ segir Sigríður að foreldrar spyrji sig nú. Foreldrafélagið hefur í sjálfboðavinnu í rúm tvö ár þrýst á bæjarstjórn að láta laga rakaskemmdir í skólanum. „Skýrslunni hefur verið stungið undir stól. Bærinn hefur einhvern veginn aldrei viljað ganga í þetta eða viðurkenna þetta og alltaf haldið að þetta væri minna en þetta raunverulega er,“ segir Sigríður sem bætir við: „Svo var farið í mjög miklar framkvæmdir í sumar loksins en það er svolítið mikið eftir. Það sem hefur verið byrjað á það er mjög vel gert. Það þarf að halda því til haga“. Stjórn foreldrafélagsins gagnrýnir að skólahald sé þegar hafið í húsnæðinu í ljósi þess að framkvæmdir eru enn í gangi. Loftgæði séu slæm í yngri deild vegna framkvæmdanna og fjölmörg rými enn með rakaskemmdum. Bæjaryfirvöld og skólastjórnendur hefðu bæði þurft að gera ráðstafanir og veita foreldrum nánari upplýsingar. „Þarna er búið að vera að nota fullt af alls konar efnum; lím og Epoxy þannig að um leið og maður er þarna inni líður manni ekkert sérstaklega vel þótt maður sé bara í korter eða hálftíma.“ Skólayfirvöld í Mosfellsbæ segja í tilkynningu til fjölmiðla að upplýsingamiðlun um stöðu mála á Varmárskóla hafi verið samfelld í allt sumar. Húsnæðið sé tilbúið til kennslu en nánar má lesa tilkynninguna hér að neðan.Fréttatilkynning frá Mosfellsbæ vegna yfirlýsingar stjórnar foreldrafélagsins:Upplýsingamiðlun um stöðu viðhalds og endurbóta á Varmárskóla hefur verið samfelld í allt sumar og skólastjórnendur hafa lagt sig fram um að tryggja að foreldrar barna í Varmárskóla búi yfir upplýsingum um stöðu framkvæmda á hverjum tíma.Skólastjórnendur í Varmárskóla, fulltrúar umhverfissviðs og verkfræðistofunnar EFLU munu á næstu dögum funda með foreldrum í hverjum árgangi fyrir sig og meðal annars fjalla um stöðu framkvæmdanna sem er lokið í öllum meginatriðum.Skólahúsnæði Varmárskóla er tilbúið til kennslu.Mosfellsbær hefur í hvívetna fylgt leiðbeiningum sérfræðinga EFLU í þeim endurbótum og viðhaldi sem staðið hafa yfir í Varmárskóla í sumar.Fréttin var uppfærð með yfirlýsingu Mosfellsbæjar klukkan 12:29.
Heilbrigðismál Heilsa Mosfellsbær Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Ráðast í heildarúttekt til að sefa áhyggjur foreldra Íbúar og skólasamfélagið fái að njóta vafans. 21. mars 2019 11:07 Mest lesið Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Fleiri fréttir Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Sjá meira
Ráðast í heildarúttekt til að sefa áhyggjur foreldra Íbúar og skólasamfélagið fái að njóta vafans. 21. mars 2019 11:07